Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 9
Stefán beindi för sinni til Ameriku, þar sem hann dvaldist siðan um ára bil. Enginn vafi er á þvi, enda fór hann ekki dult með það, að Amerikudvöl Stefáns, og kynni hans við ýmsa and- ans skörunga þar, eins og t.d. Stefán G., vikkaði sjónhring hans og þroskaði á ýmsa grein. Þó fannst mér alltaf að sjálfur teldi hann það mest um vert, hversu hún efldi og treysti trú hans á Islandi og öllu þvi, sem islenzkt er. Og þó mun hún, öðrum þræði hafa verið honum ærin þolraun. A timabili mun honum jafnvel hafa þóttörvænt um, að hann ætti afturkvæmt til lslands. Þeg- ar við hittumst i Laxagötunni, sagði hann mér frá þvi, að fyrir einhverja tilviljun hefðu ljóðmæli gamla Grims Thomsens slæðzt með sér til Ameriku. „I átthagana andinn leitar þó ei sé loðið þar til beitar, og forsælu þar finnur hjartað, þó fátækt sé um skógar högg. Sá er bestur sálargróður, sem að vex i skauti móður, en rótarslitinn visnar visir þó vökvist hlýrri morgundögg.” Og þegar Stefán hafði tvisvar sinn- um haft yfir þessar ljóðlinur úr ávarpi Grims til fósturjarðarinnar, þá kom mér i hug, að e.t.v. hefði samfylgd gamla Bessastaðaskáldsins vestur yfir hafið ekki verið tóm tilviljun. Kannski var það alltaf ætlunin, að verða lslendingnum „langra kvelda jóiaeldur” á ókunnum slóðum. Og leiða hann heim. Þvi Stefán kom heim. Og þar átti hann auk heldur eftir að lifa langan dag og auðnast að gegna þeim störfum ýmsum, er honum voru hugfólgin. Hann varð að visu ekki kennari i Varmahlið, en fékkst þó engu að siður mikið við kennslu. Og af þvi að hann var i rikum mæli gæddur eðli leiðtog- ans, var hann afburða kennari. Hann ■veitti um hrið forstöðu vinnumiðlunar- skrifstofu á Akureyri, og þar naut sin vel hin hárglögga mannþekking hans, rika réttlætiskennd og heita samúð með öllum þeim, sem höllum fæti standa i torsóttri glimu við harðýðgis- lega mannfélagshætti samkeppnis- þjóðfélagsins. Hann fékkst við hinar vandasömustu þýðingar á öndvegis- skáldverkum og leysti af hendi með þeim hætti, sem afburðaþýðendum einum er unnt. 1 þessum störfum, þótt óaðfinnan- lega væru af hendi leyst, birtist okkur þö ekki nema brot af Stefáni. Þau voru sú vinna, sem hann innti af hendi fyrir þjóðfélagið, sér og sinum til lifsfram- færis. Og þótt þau væru honum engan veginp leið kvöð, en miklu fremur ijúf skylda, kynnpmst við honum þar hvergi nærri öllum, þessum marg- fróða, fjölhæfa, gneistandi gáfumanni. íslendingaþættir Guðrún Björnsdóttir Fædd 26. október 1903. Dáin 10. febrúar 1975. Mánudaginn 17. febrúar var jarð- sungin frá Dómkirkjunni i Reykjavik frú Guðrún Björnsdóttir, en hún and- aðist i Landkotsspitala 10. febrúar, á 72. aldursári. Guðrún var Rangæingur I báðar ættir, fædd i Káragerði i Vest- ur-Landeyjum. Hún ólst upp i Fagur- hól i Austur-Landeyjum, en þar bjuggu foreldrar hennar, Björn Einarsson og Kristin Þórðardóttir, lengst af sinn búskap. — Guðrún átti 6 systkini og 1 fóstursystur. Fjögur þeirra eru nú á lifi, Ragnar að Asi i Hveragerði, Þorbjörg húsfreyja i Bollakoti i Fljótshlið, Katrin á Elli- heimilinu Grund og fóstursystirin, Sigriður, er húsfreyja i Artúnum i Rangárvallahreppi. Guðrún fór tæplega tvitug að heiman til starfa i Vestmannaeyjum. Þar kynntist hún manni sinum, Vilmundi Guðmundssyni frá Hafranesi við Reyðarfjörð. Þau hjónin bjuggu árið 1930—1934 i Vestmannaeyjum, og stundaði Vilmundur sjómennsku. Frá Vestmannaeyjum fluttust þau til Siglufjarðar i september 1934. Eftir aðeins mánaðarbúsetu þar, fórst Vil- mundur með bátnum Sigurði Péturs- syni út af Siglufirði i mannskaða- veðri. Guðrún fluttist þá búferíum aftur suður með dóttur þeirra hjóna, tæp- lega 2ja ára að aldri. — Þeim hjónum Að sitja i góðu tómi heima hjá honum, heyra hann ræða um bókmenntir og listir, innlendar og erlendar, að fornu jafnt sem nýju, um félagsleg vanda- mál og erfiðleika i sambúðarháttum einstaklinga og þjóða, um tónlist, sem var með nokkrum hætti einskonar uppeldissystir hans, heyra hann segja með sinni hárfinu, græskulausu kimni frá mönnum og atburðum, er hann hafði kynnzt á löngum og viðburðarik- um lifsferli, það var unun, er engum gleymist, sem átti þess kost að njóta, — þaö var að kynnast Stefáni Bjarm- an. varð 2ja barna auðið, drengs, sem dó nýfæddur, ogdóttur, Elsu Guðbjargar, jarðfræðings, gift Pálma Lárussyni verkfræðingi, búsett i Kópavogi. Guðrún fór til starfa i 2 ár i Vest- mannaeyjum eftir lát manns sins, en Elsa dóttir hennar ólst upp hjá afa sin- um og ömmu og Þorbjörgu móður- systur sinni til 12 ára aldurs, er hún fór Og nú hefur „klukkan glumið” Stefáni áttræðum. Ef til vill varð það ekki vonum fyrr. Og þó finnst okkur, að leiðarlokum, að slikir menn lifi aldrei nógu lengi. Stefán var kvæntur Þóru Eiðsdóttur, mikilhæfri mannkostakonu. Hafi stundum sveljað um hann áður fyrr, þá er vist, að ylurinn frá arninum hennar Þóru hefur bætt það upp. Fyrir það geta vinir Stefáns aldrei fullþakk- aö þenni. Magnús H. Gislason. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.