Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 3
afar sérkennilegt og myndauðugt. Enginn elst upp á slikum stað, án þess að vera bundinn þar i báða skó æ sið- an. Þetta sannaðist á Jónasi Jakobs- syni. Hugur hans leitaði jafnan norður og heim, og hann notaði flestar frjáls- ar sumarstundir, sem gáfust, til þess að vitja æskustöðvanna, minnast við fólkið þar og njóta dýrðar Laxár. Mér var kunnugt um, að þessar stundir urðu honum þvi dýrmætari, sem á ævi leið, og þar birtist fölskvalaus hlýhug- ur hans til ættarfólks og heimabyggð- ar. Meö honum er fallinn fyrir aldur fram góður maður i þess orðs fullri merkingu, nýtur og merkur þegn sem leysti af hendi lifsstarf með varanlegu gildi. 1 fari hans átti ljúf og næm gamansemi ætið óvenjulega nána samleið með alvöru lifsins, en fátt bregöur meiri birtu á dagana en sam- leikur þeirra systra. Þá list kunni Jónas betur en margir aðrir, og þvi vekur það vinum hans gleði að hugsa um hann um leið og þeir sakna hans. Andrés Kristjánsson. t Við vorum báðir innritaðir i heima- vistarskólann að Laugum i Reykjadal og hittumst þar á hlaðinu i fyrsta sinn um haustkvöld 1932. Hann var sveitastrákur hraustlegur og glaðlegur i grárri peysu, ég bæjar- strákur frá Akureyri i pokabuxum og jakka. Strákar kynnast fljótt og ekki leið á löngu þar til við sátum saman á siðkvöldum og ræddum fortið og fram- tið, við vorum orðnir vinir. Jónas var prúður piltur sem bar heimili sinu og uppeldi fagurt vitni. Þetta var fyrsta árið sem hinn mæti maður Leifur Asgeirsson prófessor stýrði skólanum. Við bárum öll mikla virðingu fyrir hinum glæsilega skóla- stjóra enda var agi og reglusemi I skólanum til mikillar fyrirmyndar. Skólastjórinn tók þátt i öllum iþróttum og leikjum með okkur, hann var góð fýrirmynd ungra manna i hvivetna. Þetta litla samfélag nemenda og kenn- ara var orðiö eins og ein stór fjöl- skylda að vori, þvi var það ekki sárs- aukalaust að skilja. Ég held að vega- nestið sem við fórum með að lokinni dvöl hafði verið kjarngott. Jónas Jakobsson stundaði námið og •þróttirnar af miklu kappi og með góð- um árangri. Við veittum hvor öðrum °ft harða samkeppni i gömlu sund- fauginni i kjallaranum, þaðan eru margar góðar minningar. Vinátta okkar Jónasar endurnýjaðist i Menntaskólanum á Akureyri, siðar urðum við samstarfsmenn i reynslu og íslendingaþættir skóla lifsins, hann hjá Veðurstofu Is- lands, ég hjá Flugfélagi Islands. Starf flugmannsins er að öðrum þræöi glima við veðrið, sibreytingar þess og hverfulleika. Veðurfræðingar hafa þvi alla tið verið okkar hald og traust, á þeirra áliti og tillögum höfum við þurft að byggja ákvarðanir okkar. Það er þvi afar mikils virði að gott samstarf og skilningur sé milli þess- ara aðila. Engum dylst að starf veður- fræðinga er flókið og vandasamt. Oft er það ekki þakkað sem skyldi. Mönn- um hættir við að gleyma öllum spán- um sem rættúst, en muna óveðrið sem ekki var spáð. I sviptingum skammdegisveðranna þegar „hafáttin er I húmi og blikum til að skipta” er oft úr vöndu að ráða þrátt fyrir tækni og visindi. Við byggj- um eyland með óraviðáttu hafs á alla vegu, við búum þar sem veður gerast hvað vályndust. Reynslan og þekking á staðháttum verður þvi ómetanleg viðbót við mikið nám. Lærdómurinn kemur bezt til skila þegar meðfædd dómgreind og at- hyglisgáfa taka við þegar náttúran hleypur útundan sér, hagar sér ekki á hefðbundinn hátt, kannski utan allra „formúlna”. Jónas Jakobsson átti til að bera hleypidómalausa dómgreind og athyglisgáfu hins greinda manns. Reynsla byggð á þekkingu og góðri menntun er mikils virði, þvi er það tjón þjóðarinnar allrar, sem á svo til allt sitt undir veðri og vindum, að missa á bezta aldurskeiði einn sinna beztu og reyndustu veðurfræðinga. Jónas hafði öðlazt töluverða reynslu sem veðurfræðingur þegar hann kom til Veðurstofu Islands. Að afloknu námi I veðurfræði starfaöi hann um skeiö sem veðurfræðingur i Banda- rikjunum. Starf hans var að mestu fólgið I gerð spákorta fyrir flug. Is- lenzkir flugmenn kunnu fljótt að meta hæfni hins unga veðurfræðings þegar heim kom og varð hann strax I miklu áliti meðal þeirra. Hann verðskuldaði þetta álit og traust, sem óx til siðasta dags. Jónas var deildarstjóri veður- spárdeildar Veðurstofu Islands, er nú. skarö fyrir skildi. Jónas Jakobsson var ljúfmenni,sem vildi hvers manns vanda leysa. Hann var mjög þægilegur i viðmóti og lagði Sig allan fram til þess að geta gefið ráðleggingar og leiðbeiningar byggðar á þekkingu og reynslu. Hann gladdist þegar komið var til hans og spáin bor- in saman við veðrið, sem varð á vegi manns á langri leið. Hann var sam- vizkusamur maður gæddur góðum gáfum og ábyrgðartilfinningu. Hann var góður veðurfræðingur. I dag kveð ég góðan vin, skólabróður, samferða- og samstarfsmann. Ég kveð hann og þakka öll góðu ráð- in og einlægnina. Fyrir hönd flugliðanna allra og flug- umsjónarmannanna, sem hann hafði mikil samskipti við eru hér bornar fram þakkir of hinztu kveðjur. Við þökkum samstarfið og hið hlýja við- mót. Fjölskyldu hans, ættingjum öllum og samstarfsmönnum á Veðurstofu Is- lands votta ég mina dýpstu samúð. Blessuð sé minning um góðan dreng. Jóhannes R. Snorrason. t A þessum timum hraðans og þeim rikjandi tiðaranda, sem svo mjög einkennist af kapphlaupi við hina liðandi stund, lifsgæðakapphlaupið svokallaða, verður lifið einhæft og hversdagslegt meðan allt liður áfram áfallalaust. Þessi fábreytni rofnar þó öðru hvoru skyndilega. Stundum af gleðilegum óvæntum atburðum, stundum af reiðarslagi sorglegra viöburða. Við stöldrum við, horfum til baka og hugsum og spyrjum. Hvar stend ég? Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt? Þannig varð mér innan- brjósts þegar mér barst fréttin um fráfall vinar mins og bekkjarbróður Jónasar Jakobssonar veðurfræðings, sem svo skyndilega var á brott kallaður mitt I önn dagsins þann 18. desember sl. Kynni okkar hófust á skólaárunum á Akureyri, en Jónas hóf þar nám i fjóröa bekk I stærðfræðideild haustið 1939, en gagnfræðaprófi lauk' hann utanskóla þá um vorið. Námsárin eru án efa merkilegasti timi æviskeiðsins. Auk þess að mótast og þroskast sem einstaklingar, tengjast menn oft órofa böndum, sem aldrei bresta. Böndum, sem vara ævilangt þó fundum fækki og verkefni dagsins verði óskyld. Menntaskólinn á Akureyri hafði i þá tiö vissa sérstöðu að þessu leyti vegna þess að skóli og heimavist fór saman. Hér var um stórt heimili að ræða og aðkomusveinar kynntust þannig bet- ur i starfi og i leik. Á þessum árum og með þessum hætti ófust okkar vináttu- bönd. jónas Jakobsson var er hann hóf nám i MA, þroskameiri andlega og likamlega en flestir sambekkingar hans. Viðnám i Laugaskóla hafði hann þjálfast I iþróttum jafnt sem i bókleg- um greinum. Hann var rammur aö afli og þrekmaður mikill. Sem náms- maður var hann frábær. I okkar hópi var margt góðra nemenda, en ég hygg að ekki sé of sterkt til orða tekið þó Jónas sé þar talinn i fremstu röö. Hann 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.