Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 12
Guðmundur Jónsson frá Yeðrará Fæddur 14. september 1896. Dáinn 24. febrúar 1975. Guðmundur Jónsson frá Veðrará er látinn. Hann var fæddur og uppalinn i önundarfirði,þar vann hann sina löngu starfsævi, sem dugði til siðasta dags og nú hefur hann verið jarðsettur i kirkjugarðinum i Holti meðal svo margra af samferðamönnunum. Tveir landsþekktir embættismenn, sem voru um nokkurra ára skeið i ön- undarfirði, urðu svo snortnir af staðn- um að þeir hafa hvor um sig skrifað bók um hann, fólkið, sögu þess og ver- una þar. A slikum stað er ekki að undra þótt þeir uni sér alla ævi, sem fæddir eru þar og uppaldir.ef sæmileg lifsafkoma er fyrir hendi. Guðmundur Jónsson varð þessa aðnjótandi og fjörðurinn hans naut þess um leið að hann ilentist þar. Guðmundur ólst upp i ungmennafé- lagsskapnum og var sannur félags- maður. Hann gekk i Samvinnuskólann og var samvinnumaður I anda og bar gæfu tií að vinna að þeim málum og gerði það af einlægni, eins og allt sem hann gerði. Hann fór ungur i búnaðar- skóla og var raunar alltaf bóndi, þó aðallifsstarfið yrði annað. Hann átti lengst af skepnur, sem hann sinnti mikið um sjálfur, enda hafði hann gott vit á þeim og þótti vænt um þær. Hann hafði yndi af að ræða við menn um búskap og miðlaði óspart af þekkingu sinni á þeim málum. Trúnaðarstarfi sinu fyrir Búnaðarfélagið sinnti hann i frltimum sinum frá erfiðu starfi og kom þar berlega fram áhugi hans á þessum málum. Samverkamenn Guömundar i kaup- félaginu minnast hans ekki sizt fyrir sérstaka snyrtimennsku hans jafnt með sjálfan sig, umhverfi sitt og verk sin. Snyrtiieg og fögur rithönd hans var mikið umfram það.sem nú er al- mennt. Hann las mikið og gerði sér alla tiö far um að fylgjast með timan- um. Guðmundur var bindindismaður á áfengi og tóbak alla ævi. Hann var vandur að virðingu sinni, var skap- maður og hélt skoðunum sinum, hver sem I hlut átti, en dagfarsprúður og fundvis á skoplegar hliðar tilverunnar 12 og hafði lag á að segja þannig frá að andrúmsloftið varð léttara á eftir. Guðmundur ólst upp á ferjustað i þjóðbraut, þar sem margir komu, sem áttu leið yfir önundarfjörð. Heimili hans á Flateyri mátti og heita i þjóð- braut — það áttu margir leið I kaupfé- lagið — stundum eftir lokun — og lá þá leiðin oft heim til Guðmundar, sem gjarnan leysti erindi manna, eftir að hafa veitt þeim góðgerðir á heimili sinu. En Guðmundur stóð ekki einn að sinu rausnarheimili, þar átti kona hans Asta Þórðardóttir stóran hlut. Gamall heimilisvinur er kannski ekki hlutlaus I dómum um heimilið, en á- rangur lifsstarfs þeirra hjóna lýsir sér bezt i börnunum átta, sem nú eru full- vaxnir dugnaðarborgarar, við hin ýmsu störf i þjóðfélaginu. Það verður skarð i litlum byggðar- lögum þegar rosknir menn, sem allir þekkja, kveðja snögglega fyrir fullt og allt, en timinn breiðir furðu fljótt yfir þau skörð nema hjá nánustu ættingj- um. Minningin um góðan mann lifir samt áfram og ,,þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir”. Með það I huga minnist ég Guð- mundar Jónssonar frá Veðrará og þakka honum samfylgdina, viss um að leiðir hans á nýjum slóðum séu ljóss- ins leiðir. Innileg samúðarkveðja fylgir þess- um linum til Astu og annarra aðstand- enda frá fjölskyldu minni. Þórður Jóhann Magnússon frá Flateyri. t Guðmundur Jónsson frá Veðrará, verzlunarmaður á Flateyri, andaðist 24. febrúar s.l. Hann fæddist á Kroppsstöðum i önundarfirði 14. september 1896. For- eldrar hans voru Jón Guðmundsson, búfræðingur og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Jón var'Dalamaður, sonur Guðmundar bónda Pantaleonssonar á Ketilsstöðum í Hvammssveit. Hann stundaði ungur nám i Ólafsdal 1885-’87, en búnaðarskóli Torfa Bjarnasonar i Ólafsdal var gagnmerk menningar- stofnun. Skólastjórar búnaðarskól- anna á þeim árum höfðu oft milligöngu um að ráða nemendur sina i fjarlægar sveitir. Þá var sem óðast verið að stofna búnaðarfélög og þau réðu gjaman unga búfræðinga i þjónustu slna. Þeir unnu margvisleg jarðatfóta- störf sem umferðavinnu meðan tiðar- far leyfði en voru oft við barnafræðslu á vetrum. Af sliku er ærin saga frá tveimur siðustu tugum fyrri aldar og er það órækt vitni um vaknandi fram- farahug þjóðarinnar og trú á betri tima ef eftir væri leitað með atorku og manndómi. Jón Guðmundsson frá Ketilsstöðum réðist til Tbrfa Halldórssonar á Flat- eyri eftir að hann hafði lokið námi i Ólafsdal. Þá bjó á Veðrará ytri i önundarfirði Ingibjörg Eiriksdóttir. Hún var dóttir Eiriks Tómassonar i Hrauni i Válþjófsdal, er siðar var i Hrauni með Sigriði dóltur sinni og Bernharði Jónssyni manni hennar, en þau voru foreldrar Marselliusar skipasmiðs á isafirði og þeirra syst- kina. Ingibjörg á Veðrará átti Jón íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.