Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 5
Agústa Kristjánsdóttir Jakob Benediktsson frá Þorbergsstöðum Ágúsla Kristjánsdóllir Jakob Benediktsson Ágústa Kristjánsdóttir Fædd 14. ágúst 1906. Dáin 8. febrúar 1975. Hún Agústa er dáin og þó með þeim hætti eins og dýrast er talið að hverfa á braut. Hún stóð upp frá kvöldverði, hvlla sig þráði og kvaddi á þann hátt sinn lifsförunaut. Sálin er horfin til himnanna föður en hjúpurinn lagður I ættjarðarskaut. Þú stóðst eins og hetja I striðanda lifi þvi stofninn var ferskur og rótin var traust. Margs handtaksins þörfnuðust Þorbergsstaðir og þar eins og alls staðar virðingar nauzt. Nú betur en áður fjölskyldan finnur hve þú framkvæmdir hlutverk þitt annmarkalaust. Þinn hressandi andblær og hlæjandi mildi var hornsteinn þins skaplyndis, Agústa min. Nú saknar þin makinn, sonurinn, börnin og sárt er að geta ekki leitað til þin. Þvi hvenær var bónum barnanna neitað, nú er brostinn sá strengur, en minningin skin. Við kveðjum þig öll, sem að kynntumst þér nánast og hvarvetna er hlýja frá minninga stund. Þvi heiðrikjubirtan, sejn brosinu fylgdi hún bætti sérhverja nærstadda lund. Nú fylgja þér kveðjur og kærleiksóskir þá komin ertu á herra þins fund. Benedikt Björnsson. t Þá er hún Agústa okkar dáin. Þegar manneskja fær hægt andlát aö afloknu ®vistarfi, án nokkurrar erfiðrar sjúk- dómslegu, þá er naumast hægt að segja, að menn eigi um mjög sárt að binda. Sársaukaminna getur það varla verið. Hinsvegar erum við nokkuö mörg, sem nú söknum persónu, sem var um- islendingaþættir talsverður þáttur i tilveru okkar um langt árabil. Þaö erum auövitað við venzlafólkið frá Þorbergsstööum i Dölum, en auk þess nágrannarnir, gestirnir, vegavinnustrákarnir og aðr- ir, sem góðs nutu af rausn hennar og léttlyndi. Ég veigra mér ekki við að segja, aö við Agústu hafi átt orð Fjallræðunnar: sælir eru einfaldir. Og þá hugsa ég oröin vitaskuld I sömu jákvæðu merk- ingu og höfundur þeirra. Hún var nefnilega ekki haldin miklum sálar flækjum og var ekki heldur að ergja sig á þvi aö grufla út i hinztu rök til- verunnar, skáldskap eða visindi. Þetta töldu einstöku menn ljóð á ennar ráði þeir sem héldu sjálfa sig vera eitthvaö 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.