Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 8
léttilega gegnum hringinn. Fólkið greip andann á lofti, þegar þetta stóra dýr sveiflaði hramminum að litla mannin- um, en Alfredo gekk bara rólegur til ljónsins og benti þvi á kassann, sem á stóð SIMBA. Þá stökk ljónið upp á kassann. — Leó, hrópaði Alfredo og benti á stærsta ljónið. Hann smellti með svipunni i loftinu, þvi hann sló aldrei til dýranna sinna með henni. Alfredo hélt á logandi hring, Leó horfði andartak á hann — en stökk svo i gegn. Fólkið klappaði og hrópaði. — Kærar þakkir, sagði Alfredo og hneigði sig. Árin liðu og brátt varð Alfredo að finna vtpp á nýjum atriðum handa ljónunum. En hvernig sem hann erfiðaði, gat hann aldrei fengið þau tii ann- ars en stökkva gegnum hring- ina, eins og þau voru tamin til að gera. Dag nokkurn fór hann til forstjórans og sagðist verða að fara til Afríku og leita sér að nýju ljóni. Ef til vill yrði auðveldara að kenna þvi og þá gæti það kennt hinum. Svo lagði hann af stað. Lengi ferðaðist hann um frumskóginn í leit að hæfu ljóni, en öll sem hann sá voru alltof villt. Meira að segja Alfredo varð hræddur við þau. Þau urruðu reiðilega og þegar hann reyndi að nálgast þau, réðust þau að honum, svo hapn gat með naumindum forðað sér upp i tré. En kvöld nokkurt, þegar hann var á leiðinni heim i tjaldið sitt, sá hann eitthvað hreyfast undir runna. Þegar hann læddist nær, sá hann að þetta var litill ljónshvolpur. tJti á sléttunni gengu fimm fullorðin ljón, en þau virtust ekki taka eftir litla greyinu. Hann var góðlegur á svipinn og lá grafkyrr og starði á Alfredo stórum augum. — Þetta er rétta ljónið, hugsaði Alfredo, lyfti ljóns- hvolpinum varlega upp og stakk honum undir jakkann sinn. Ánægður fór hann með skipinu heim aftur og þeir fé- lagar urðu brátt mestu mátar. Aijónshvolpurinn lærði að lepja mjólk úr skál, án þess að sulla niður og hann vildi endilega sofa i rúminu hjá Alfredo á næturna. Svo ákvað Alfredo að kalla ljónshvolpinn Limbó. Limbó kunni vel við nafnið sitt og þegar f jölleikahúsið var opnað aftur, urðu allir ósköp hrifnir af Limbó litla. Hann varð eftirlæti allra og á ferða- lögum um landið fór Alfredo að ala hann upp sem f jölleika- ljón. Hin ljónin urðu lika hrifin af Limbó. Þau leyfðu honum að hlaupa um allt, narta i eyrun á þeim og stríða þeim. Meira að segja Leó beygði sig öðru hverju niður og sleikti kollinn á honum. En Limbó stækkaði fljótt og þá fannst Alfredo mál til komið að sýna fólki hvað hann gæti. Eitt kvöldið var kominn litill kassi við hlið stóru kassanna i ljónabúrinu. Það var sæti Limbós og nú átti hann að koma fram i fyrsta skipti. Hann var ógurlega stoltur, þar sem hann sat og veifaði róf- unni og horfði á stóru ljónin stökkva gegnum hringana. Þau vönduðu sig alveg sér- staklega og gutu augunum til hans, til að vita hvort hann fylgdist ekki með þeim. Röðin kom að honum. Fólkið klappaði, þegar hann stökk gegnum logandi hringinn en svo kom aðalsýningaratriðið. Rammgera búrið var borið út, dyrnar opnaðar og inn I hring- inn gengu öll ljónin með Limbó i fararbroddi. Hægt og virðulega gengu þau hringinn 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.