Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 12
Mouth & MacNeal LAGIÐ sem opnaði alþjóða pop-mark- aöinn upp á gátt fyrir Mouth & MacNeal hét og heitir reyndar enn ,,I see a star” og reyndist hættulegur keppinautur „Waterloo” hjá Abba i Grand Prix-söngvakeppninni, sem við sáum í sjónvarpinu I sumar. En Mouth & MacNeal urðu loks að láta sér nægja þriðja sætið. En þau eru harla ánægð meö það, þvi þau vöktu slika athygli á sér I Brighton, að nú standa hljóm- leikahaldarar alls staðar i heiminum I röðum eftir að semja við þau um hljómleika. Hljómleikar þeir, sem þau hafa þegar haldið utan heimalands sins, Hollands, hafa reynzt áheyrend- um (og -horfendum) ósvikin skemmt- un. Mouth & MacNeal varð til árið 1971. Báðir listamennirnir höfðu skapað sér frægð og vinsældir heima fyrir einir á báti. Mouth, sem i rauninni heitir Willem Duyn, hefur verið i skemmti- iðnaðinum i meira en 15 ár. Nú er hann 33 ára og þess má geta, að hann leit dagsins ljós i Harlem (i Hollandi). Ferill hans hófst er hann var tromm- ari i Holland Quartet, þekktri dans- hljömsveit. Siðan tók hann við tromm- unum I Whiskers og Jay Jays. Um tima starfaði hann sem plötusnúður og einnig stofnaði hann eigin hljómsveit, sem lék aðallega á næturklúbbum. Smátt og smátt varð hann þekktur sem :joe Cocker Höllands, en hljóm- sveit hans Speedways leystist upp, þegar hann fékk einkasamning. Fyrsta plata hans var „Remember” og gekk hún bara vel. Mouth-nafnið fékk hann vegna þess að hann sagði oft hluti, sem þóttu ekki finir. Einn söng Mouth inn á nokkrar LP-plötur, en 1971 tók hann saman við MacNeal, en rétt nafn hennar er Sjoukje van t’Spijk. Sjoukje hafði lært klassiskan söng i þrjú ár, áður en hún ákvað að leggja út á pop-brautina heldur. Aður en hún varö helmingurinn af Mouth & MacNeal, náði hún að senda frá sér eina litla plötu „I hear it through the Grapewind” Hún hefur aldrei eitt augnablik séð eftir að ganga i lið með Mouth, þvi strax frá byrjun urðu þau ákaflega vinsæl. Fyrsta litla plata þeirra var „Hey, you love” og siðan „How do you do?” og „Hello-A” Þau hafa sent frá sér margar litlar plötur, en „I see að star” er kórónan og nú er komin LP-plata með sama nafni. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.