Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 19
Kínversk vélritun er enginn barnaleikur — fyrSta kínverska ritvélin komin til Evrópu ÞAÐ er ósköp skiljanlegt aö Kinverjar skrifi ekki mikið af bréfum, þvi i kin- versku eru tákn, sem samsvara meira en 5000 bókstöfum. Til að auðvelda starfiö hafa Kinverjar reyndar fundið upp ritvél og nú er ein slik komin til Evrópu. Ritvél þessi likist einna mest vél úr prentsmiðju og er það ekkert undarlegt, þvi kinverskur vélritari starfar með kassa, sem I eru 1800 bókstafir. Þrir slikir kassar fylgja vélinni, en aðeins er hægt að hafa einn i einu i henni. Kinverski vélrítarinn i London meft ritvélina sina. Bókstafir er ekki alveg rétt orð þvi hvert rittákn táknar oft hlut eða hugtak. Til að koma hugsun á blað, þarf vélritar- inn að velja rétt tákn, renna blekrúllu yfir þau og þrykkja þeim siðan að pappírnum. Ekki er hægt að segja, að þetta sé fljót- legt. Evrópskur vélritari getur vélritað 40 orö á minútu, en kinverskur varla meira en 11 tákn. En með þessum 11 táknum er hægt að segja miklu meira en með 40 orð- um. Á siðari árum hafa Kinverjar tekið æ meiri þátt i alþjóðaverzlun og samvinnu og brezka þýðingarfyrirtækið Interlingua sá sér ekki annað fært en verða sér úti um kfnverska ritvél. Fram til þessa hand- skrifuðu listamenn öll viöskiptabréfin. Nú er komið i ljós i London, að einn vél- ritari, sem kominn er upp á lag með að nota ritvélina, getur skrifað jafn mörg bréf á einum degi og þrir skrifarar voru áður þrjá daga með. A kinverska ritvél er hægt aft skrifa 11 orð á minútu 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.