Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 25
ttölsku bræöurnir I hlustunarstöft sinni. Þeir heyra llka I geimförum, sem koma aidrei aftur. Neyðaróp úr geimnum Að minnsta kosti tíu sovézkir geimfarar hafa farizt í geimnum. Italskir dhugamenn hafa ndð neyðar- og skelfingarópum þeirra á segulband SÍÐUSTU örvæntingaróp sovézkrar sttilku náöust upp á segulband. Tveir Italskir bræöur eiga nú um 250 hljóöritan- ir af samtölum milli geimfara og jaröar og mörg þeirra eru merkileg. Stúlkan sovézka, sem fórst i geimferö 22. mal 1961, var I 86. hringferö sinni um jöröu, þegar hún lézt og aö likindum svif- ur farartæki hennar enn um þarna úti I óendanleikanum. Hún kallaöi: — Gefiö mér fyrirmæli, segiö mér, hvaö ég aö aö gera.... jú, þaö er rétt, en þaö er ekki timi til þess.ég heyri illa til ykkar... ég geri þaö sem ég get... hlustiö á mig.... ég get ekki meira.... Auk þessarar stúlku hafa minnsta kosti tlu sovézkir geimfarar látiö lifiö I geimn- um siöan i nóvember 1960. Þessi tala hef- ur hvorki veriö staöfest né henni visaö á bug I Moskvu. Tveir itaiskir bræöur, meö mikinn áhuga á geimferöa- málefnum, hafa sannanir fyrir þessu — teknar upp á segulband i þeirra eigin hlustunarstöö, skammt fyrir utan Torino. Bræöurnir — Achille og Gianbattista Judica — Cordiglia, læknir og augiýsinga- teiknari, hafa sjálfir byggt litla geim- rannsóknarstöðfyrir nokkrar milljónir og þaðan fylgjast þeir með gervitunglum og öllum hlutum sem skotiö er á loft. Sér- fræöingar, sem komiö hafa i stöö bræör- anna hafa gapað af undrun yfir þeirri full- komnun, sem þar er að finna. Bræöurnir hafa sérstakan áhuga á at- höfnum Sovétmanna i geimnum. Þess vegna hefur systir þeirra, Maria Thersea lært rússnesku. Hún þýöir samtölin beint. Nú eiga bræðurnir fjölda sannana á sovézkum geimharmleikjum. A segul- böndum þeirra má heyra örvæntingarfull neyðaróp og skelfileg hræösluóp utan úr geimnum. Hljóðritanir þessar sanna, aö fjöldi sovézkra geimfara, sem fariö hafa út I geiminn, hafa aldrei komið aftur. Hlustanir Cordiglia-bræöra eru aöeins tómstundagaman. Þeir hafa komiö stöö- inni fyrir I einni álmu húss fööur þeirra, sem er nærri 400 ára gamalt. Þeir hafa öll nauösynleg tæki þarna á furöulega litlum bletti og þegar hafa þeir safnað um þaö bil 250 spólum meö samtölum. Þeir byrjuöu á þessu 1957 og notuöu þá gömul, bandarisk tæki, sem skilin voru eftir i striðinu. Sama ár náöu þeir fyrstu hljóömerkjum frá fyrsta gervitungli, sem jaröarbúar skutu á loft. Þaö var Spútnik hinn sovézki. Siöar náöu þeir merkjum frá hylkjum Sovétmanna, sem I voru mýs og hundar. 1 nóvember 1957 komust bræöurnir að þvi, að sovézk geimför sendu frá sér ákveöinn tón, þegar þau gáfu merki. Þeir hlustuöu á upptökur sinar og rööuöu tón- unum saman i bút úr sovézku þjóölagi, sem tónskáldið Mskuorgski hefur einnig notaö i eina af óperum sinum. Sovétmenn gera þaö sem þeir geta til aö dylja þaö, sem þeir eru aö gera úti i geimnum, en Cordiglia-bræöur vita vel, aö eitthvað er ekki eins og þaö á aö vera, þegar þessir velþekktu tónar heyrast ekki á réttum timum. Þeir hafa getaö fylgzt meö hverri einustu geimferö Sovétmanna til þess — lika þeim, sem enginn hefur átt aö vita um, vegna þess aö þær hafa endaö meö skelfingu. Juri Gagarin varö fyrsti geimfarinn, er hann fór út i geiminn I april 19611 Vostok 1. En i febrúar sama ár höföu bræöurnir náö óregluiegum hjartslætti utan úr geimnum á segulband. Læknar, sem hlustaö hafa á upptökuna, eru sannfæröir Framhald á bls. 38 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.