Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 28
Merkar uppfinningar Niðursuða matvæla Ariö 1824 var niöursuðudós með tveimur kflóum af kálfskjöti á leið á norðurslóðir i langt ferðalag. Hún var í vistum Sir Will- iams Parry, brezka heimskautakönn- uöarins, sem leitaði að norðvesturleið- inni. Dósin var ekki opnuð þá og fór þvi með ári síðar i næsta leiðangur Parrys. Þá var hún heldur ekki opnuð og hafnaði loks á herminjasafni ásamt fleiri minjum úr heimskautaferðum. Það var ekki fyrr en 1938 að visinda- menn opnuöu dósina, sem þá var elzta niðursuðudós, sem vitað var um. „Kálfa- steik. Brjótið upp lokið með hamri og meitli” stóð á miðanum. Kjötiö haföi ver- ið matreitt 114 árum áður, en dósin virtist jafn þétt. 1 ljós kom, að innihaldið var jafn ferskt og þegar þaö var soöið niöur. Kett- ir og mýs i rannsónarstöð visindamann- anna fengu að gæða sér á kjötinu og sleiktu út um báðum megin af vistum Parrys, án þess að verða hið minnsta meint af. Niðursuða matvæla var alveg nýtt fyrirbæri árið 1824. Það var Frakkinn Nicholas Appert, sem þróað hafði aöferð- ina i bakherbergi inn af verzlun sinni i þorpi skammt frá Parfs. Hann hafði reynslu sem matsveinn, bruggari og bak- ari og allt það kom sér vel i leitinni að nýrri aöferö til að geyma matvæli. Hann hóf tiiraunir siðar árið 1795, þegar striö og bylting skelfdi Frakkland. Herir Napóleons geystust gegn um Evrópu og þurftu mikið magn vista. Napóleon bauð hverjum þeim 12 þúsund franka, sem fundið gæti upp aðferð til aö auka geymsluþol matar. Vitað var aö það var loft og sennilega súrefni, sem olli rotnun matar. Appert reyndi meö gler, setti matinn i það og lok- aði lauslega með tappa. Meðan krukkurn- ar voru soðnar i vatni, sogaðist loftið út. Siðan lokaöi hann krukkunum þannig að þær urðu alveg loftþéttar og sauð þær á ný. Um margra ára skeið gerði Appert til- raunir I þvl skyni ð finna hentugasta suöu- timann og rétta hitastigið fyrir kjöt, grænmeti, ávexti og meira að segja mjólk. Stundum varð hann að biða mán- uðum saman eftir niðurstööum, þvl at- 28 huga þurfti hvernig innihald krukkanna hefðist við. Arið 1810gaf hann út bók um niðursuðu, fékk verðlaun Napóleons og notaði alla peningana til fleiri tilrauna og til að reisa litla niðursuðuverksmiðju. Sjálfur dó hann fátækur, en erfingjarnir ráku verk- smiðjuna með hagnaði árum saman. Breti nokkur, Peter Durand, las þýð- ingu af bók Apperts og hugsaöi með sér, að blikk hlyti að henta betur en gler. Blikk brotnaði ekki, það var léttara og leiddi betur. Auk þess var betra að móta það og þétta. Alveg siðan 1700 haföi verið fram- leitt blikk I Bretlandi. Þunnar járnplötur voru lagðar i sýruupplausn og siðan húð- aöar með tini frá námunum I Cornwall. Tinhúðað blikk var kallað hvítblikk. Eigendur járnsmiðju i London eygðu þarna mikla möguleika og hófu tilraunir með tima og hitastig. Ariö 1812 gátu þeir boöiö brezka hernum upp á blikkdósir Þessi niöursuðudós með kálfskjöti frá 1824, varopnuö 114 árum seinna og kjötið reyndist hið mesta lostæti. meö niðursoðnum mat. öldum saman höfðu sjómenn lifað á saltkjöti og þurru kexi. Margir dóu úr skynbjúg vegna skorts á nýmeti og grænmeti. Þarna var tækifærið til að breyta mataræðinu. Grænmetissúpur og niðursoðið kjöt var tekið með út á heimshöfin og árangurinn var betri en nokkur þorði að vona. Framleiðendur fundu upp sérstaka að- ferð til að reyna endingu matvælanna. Innsiglaðar dósirnar voru settar i 38 stiga heitt herbergi i heilan mánuö. Þá kom I ljós, hvort maturinn var góður eða ekki. Væri hann það ekki, beygluðust dósirnar og aflöguðust, eða hreinlega sprungu. En hitt var sett á markað og gat enzt von úr viti. Uppfinningin náði brátt til Bandarikj- anna. Krukkur með pickles og ávöxtum fengust I New York 1817, en blikkdósir voru ekki notaðar þar fyrr en tuttugu ár- um seinna. Það var borgarastyrjöldin sem réði þar úrslitum. Hermenn þurftu mat og Norðurrikjaherinn pantaði mikið magn af niðursoðinni mjólk. Þessi mikla eftirspurn varð til þess að niðursuðuiðnaðurinn blómgaðist, fyrst i Chicago, en siðan um alla Ameriku, Astraliu og Evrópu. En i Bretlandi missti almenningur hins vegar trúna á niður- soðnum mat um miðja 19. öld, þegar i ljós kom, að kjötið i dósunum rotnaði þrátt fyrir allt. Fleygja varð þúsundum dósa. Einn stærsti framleiðandinn sem hafði verksmiðju sina i Rúmeniu var sakaður um að sjóða niður kjöt af gömlum og sjálfdauðum dýrum. En sannleikurinn var sá, að enginn skildi raunverulega hvað gerðist við niðursuðu. Hvernig mat- urinn gat haldizt óskemmdur svo lengi eftir suðu og lofttæmingu umbúðanna. Það var ekki fyrr en upp úr 1850, að Frakkinn Louis Pasteur uppgötvaði gerla þá sem valda skemmdum i mat. Hann sannaði kenninguna um að nauðsynlegt væri að sjóða matinn til að drepa gerlana og að dósirnar yrðu að vera fullkomlega loftþéttar, einmitt til að koma I veg fyrir að nýir gerlar kæmust inn i þær. En niður- suðukóngar nýttu sér ekki uppgötvun Pasteurs I fjörutiu ár. Þeir héldu áfram

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.