Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur. Þannig er mál meö vexti, aö mig lang- ar aö veröa Ieikkona og þess vegna langar mig aö spyrja þig, hvort starf- ræktur sé leiklistarskóli hér á landi og hvaöa menntunar sé krafizt. Og svo aö lokum: Hvernig eiga hrát- ur (stelpa) og sporödreki (strákur) saman? Hvaö helduröu, aö ég sé gömul? Alla svar: Hér á landi eru starfræktir tveir leiklistarskólar, annars vegar Leik- listarskólinn Sál, sem áhugafólk rekur og hins vegar Leiklistarskóli Þjóöleik- hússins og Leikfélags Reykjavíkur, sem leikhúsin reka ásamt Félagi isl. leikara. Mikillar menntunar er ekki krafizt, en gagnfræðapróf er lágmark þó stúdentspróf sé æskilegt. Þá er ein- hver tungumálakunnátta nauðsynleg. Hrútsstelpa og sporðdrekastrákur eiga margt sameiginlegt, en þurfa þó að gæta þess að vera ekki sífellt að rif- ast eða þrasa. Ég get imyndað mér að þú sért 16-17 ára. Alvitur. Kæri Alvitur. Mig langar til aö spyrja um skólatann- lækningar. Fæ ég ekki friar tannviö- geröir? Ég er 15 ára og er I skóla eftir áramót. Er ekki sama hvert ég fer, eöa þarf ég aö fara á tannlæknastof- una á Heilsuverndarstööinni? Svo langar mig lika aö fá svör viö eftirfarandi spurningum: Hvaöa sinfónia var alltaf leikin I byrjun „Mannaveiöa” i sjónvarpinu i fyrra? Hefur lagiö „Seasons in the sun” kom- iö á plötu og ef svo er, hvaö heitir hún þá? Hvað eru Bitlarnir eiginlega aö gera núna? Er hvergi hægt aö fá texta vinsælla erlendra laga, gamalla og nýrra? Aö endingu vil ég þakka gott blaö og þá alveg sérstaklega Pop-þáttinn. Meö kveöju. H.B. svar: Skipulagningu skólatannlækn- inga er ekki lokið, en þú átt að geta fariö á hvaða tannlæknastofu sem er. Þar greiðir þú fullt verð, en sjúkra- samlag endurgreiðir siðan að minnsta kosti helminginn. Annars breytist þetta vist eitthvað um áramótin. Sinfónian, sem leikin var I upphafi „Mannaveiða” er fimmta sinfónia Beethovens. Lagið „Seasons in the sun ” er á samnefndri plötu og það er Terry Jacks sem syngur. Bitlarnir eru ýmislegt að snúast. Paul McCartney hefur verið á hljómleikaferðum með hljómsveit sina, en hyggst þó bráðlega snúa sér alveg að sveitabúskap sinum I Skotlandi. Ringo og John Lennon munu vera iðnir við samkvæmislifið i Hollywood um þessar mundir, en sá fyrrnefndi er eitthvað að syngja inn á plötur. Af George Harrison hef ég ekk- ert frétt, en minnir þó að konan hans hafi fariö frá honum i sumar. Textana mun vera erfitt að fá. Það væri helzt aö athuga i fornbókaverzlunum með þá gömlu, en þeir nýrri fást vist bara i hljóðfæraverzlunum með nótum og þá fokdýrir. Vona að þú sért ánægður með þetta. Alvitur. Meðal efnis í þessu blaði: Hann kynnti heiminum Skotland ...bls. 4 Lambið fór lika í sumarleyf i....bls. 6 Limbó I jónshvolpur, barnasaga...bls. 7 Að búa í eyðimörk................bls. 10 Pop — Mouth og MacNeal............bls. 12 Langur, dauf ur dagur, smásaga....bls. 13 Búiðtil lampaskerm................bls. 16 Hjátrú um spegla..................bls. 17 Langir dagarnir eru henni kvöl ..bls. 18 Kínversk vélritun.........................bls. 19 Húsgögn í brúðuhúsið......................bls. 20 Prjónaðir nálapúðar.......................bls. 21 Eru þær eins?..........................bls. 21 Hekláður ömmudúkur........................bls. 22 Mynsturprjónað vesti ..................bls. 23 Hef ur ekki sof ið í 30 ár.....1......... bls. 24 Neyðaróp úr geimnum.......................bls. 25 Úr gömlum blöðum, Saltvinnslan á Reykja nesi......................................bls. 26 Hvað veiztu?..............................bls. 27 Merkar uppf inningar, Niðursuða...........bls. 28 Kjúklingur, verði ykkur að góðu .......bls. 30 Spé-speki .............................bls. 32 Kötturinn Bastian, f rh. saga barnanna .... bls. 33 Ökunnur eiginmaður, frh.saga...........bls. 35 Ennfremur Krossgáta, bréfakassi, pennavinir, skrítlur gátur o.fl. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.