Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 22.01.1978, Qupperneq 13

Heimilistíminn - 22.01.1978, Qupperneq 13
Popp-kornið Samdi lög fyrir aðra, sem náðu langt — en er ekki eins vinsæll sem söngvari sjálfur Ungi maðurinn, sem við skrifum um í dag, hefur sent frá sér fjórtán stórar hljóm- plötur og að minnsta kosti i Bandaríkjunum renna þær út eins og heitar lummur. Því miður hefur John Denver, en sá er maðurinn, ekki af lað sér jafnmikilla vinsælda i Evrópu enn sem komið er. Þó náði hann nokkuð langt fyrir fáein- um árum, þegar platan Annie's Song náði að komast á vinsældalistana, en Denver- æðið, sem menn höfðu búizt við, lét heldur standa á sér. Á Norðurlöndunum á hann samt all- marga aðdáendur og plötur hans selj- ast þar jafnt og þétt. John Denver var farinn að láta að sér kveða i músikheiminum töluvert áður en hann fór sjálfur að syngja inn á plötur. Hann skrifaði lög og texta fyrir aðra listamenn. Og þessi lög og ljóð komust oft á vinsældalistana fyrir tilstilli þeirra, sem fluttu þau. Eitt af þekktustu verkum hans er Leaving On A Jet Plane, sem Peter, Paui & Mary fluttu og flestir munu kannast við. Þessi vinsæli söngvari fæddist á gamlárskvöld árið 1943 i Rosweil, New Mexico. Hann heitir i rauninni Henry John Deutchedorf, en valdi sér lista- mannsnafnið John Denver. Lengi framan af hafði hann alls ekki i hyggju að verða listamaður. Faðir hans var flugmaður, og John hafði hugsað sér að feta i fótspor hans. Hann fór svo að hafa stöðugt meiri áhuga á tónlistinni, og svo ákvað hann að gera tilraun til þess að vinna sér frægð á þessu sviði. Það liðu reyndar ein sex ár, áður en hann náði nokkurri frægð sem söng- vari, en þegar fólk hafði gert sér grein fyrir hæfileikum þessa unga manns var það eins og við manninn mælt, plötur hans tóku að seljast af miklum krafti i Bandarikjunum. Hann syngur nokkurs konar blöndu af rokk og „Country Western” stil, og sjálfur semur hann öll lögin, sem hann syngur. Textarnir eru sagðir einfaldir og flytja einfaldan boðskap, en ein- hvern boðskap samt. Hann mun leita efnis i söngva sina i hina villtu náttúru, sem umkringir heimili hans i Aspen i Colorado. Það mun vera of langt mál að nefna aliar plöturnar, sem hann hefur sungið inn á, og erfitt segja gagnrýnendur að sé að draga fram eina og skilja hinar eftir. En svo piötunum séu einhver skil gerð verða hér nefndar þrjár þær sið- ustu: Windsong, Spirit og Greatest Hits, Vol II. Lög eftir John Denver, sem ýmsir ættu að þekkja, eru t.d. Take Me Home, Country Road, Sweet Surrend- er og Rocky Mountain High.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.