Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 13

Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 13
N ý plata Bjarkar Guðmundsdóttur kemur út mánu- daginn 30. ágúst. Hún heitir Medúlla. Fjórtán lög, tekin upp í Brasilíu, Bretlandi, Kanaríeyjum, Bandaríkjunum, Ítalíu og Íslandi með íslenskum kór, inúískri söngkonu, hip-hoppara frá New York og fleirum. Lagið Oceania frumflutti hún á setningu Ólympíuleikanna fyrir rúmri viku, tvö eru komin í útvarpsspilun, hin eru leyndarmál. Nema kannski vögguvísa Jórunnar Viðar, Vökuró, við texta Jakobínu Sigurðardóttur. Íslenskur tónlistararfur togar stundum í Björk. Og alls konar annar arfur. „Orðið medulla er latína og þýðir mergur. Getur verið mergur í beinum, nýrum, heila, þetta blauta í miðjunni,“ segir Björk. Hún situr með freyðandi kaffi í gömlum postulínsbolla við borðstofuborð sem gæti verið heima hjá einhverjum. En er raunar á reykvískum veit- ingastað. Fyrir utan þá staðreynd að hver ný Bjarkar-plata þykir frétt á heims- vísu – slík er staða hennar orðin – sætir Medúlla tíðindum fyrir þær sakir að öll lögin eru unnin með röddum. Þá er hvorki átt við rímur né rakarakvartetta, hér er bókstaflega átt við að allir hljómar plöt- DÝPSTU BJARKAR RÆTUR Hvernig beygist Björk? Um Björk … -u? Hvernig er nafnið borið fram þegar tónlistin hennar er spiluð í Slóvakíu og Japan? Bjørhk? Kannski breytir það ekki öllu. Kannski beygist hún heldur ekki. Hún er laufgaðasta björkin sem við þekkjum og nú hvíslar hún inn í rokið og raddar yfir lognið. Músík fyrir merg og bein. Hér kemur Medúlla. Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur Ljósmyndir Warren Du Preez og Nick Thornton-Jones 22.8.2004 | 13

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.