Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 57

Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 57 ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þar mun hljómsveitin Jeff Who? halda útgáfutónleika auk þess sem boðið verður upp á söng- skemmtun fyrr um kvöldið. Þau Björgvin Franz Gíslason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Seth Sharp fara fyrir söngskemmt- uninni í upphafi kvölds sem verð- ur í Brodway-stíl. „Við munum aðallega einblína á söngleikina Sophisticated Ladies þar sem tónlistin er mest úr smiðju Duke Ellington og svo tökum við líka brot úr Smokey Joe’s Café þar sem lögin eru mest eftir Leberr og Stoller sem m.a. sömdu perlur eins og „Spanish Harlem“ og „On Broadway“ ásamt fleiri góðum,“ sagði Björg- vin Franz í samtali við Morg- unblaðið. Um klukkan hálf tólf stíga svo Jeff Who?-liðar á svið og flytja lög af sinni fyrstu breiðskífu, Death Before Disco, sem kom út á dögunum. Morgunblaðið ræddi við Elís Pétursson, bassaleikara sveit- arinnar. Hann sagði plötuna nýju ekki hafa verið lengi í bígerð. „Nei, það voru ekki mjög marg- ir dagar sem fóru í upptökurnar. Við vorum þó búnir að vinna að efninu í aðeins lengri tíma,“ sagði hann og bætti við að það hefði verið mjög góð tilfinning að koma lögunum frá sér á plötu. „Maður sér ekki fyrir hvernig afraksturinn verður í upphafi en við erum allir mjög sáttir með út- komuna,“ sagði Elís. „Þetta er líka fyrsta breiðskífa okkar allra liðsmannanna og ekki skemmdi það fyrir.“ Jeff Who? eru meðal þeirra fjölmörgu sveita sem fram koma á Iceland Airwaves-hátíðinni sem hefst í næstu viku. „Já, við verð- um að spila tvisvar á laugardeg- inum (22. október) í Hafnarhúsinu og í húsakynnum Smekkleysu,“ segir Elís. „Við stefnum svo að því að spila sem mest á næstunni til að kynna plötuna okkar. Við erum enn til- tölulega óþekkt band og verðum því að láta fólk vita af okkur.“ Jeff Who? eru því hvergi nærri hættir – nema upp komi skyndi- lega listrænn ágreiningur innan bandsins. „Það kemur víst oft fyrir í hljómsveitum en eins og er er ekkert útlit fyrir það,“ sagði Elís að lokum. Tónlist | Mikið um að vera í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld Tiltölulega óþekkt band Söngskemmtunin hefst klukkan 21. Miðaverð er 1.000 krónur. Tónleikar Jeff Who? hefjast klukkan 23.30. Ókeypis aðgang- ur. Ljósmynd/Þormar Melsted Jeff Who? heldur útgáfutónleika á Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og er ókeypis inn á þá. Eiginmaður leikkonunnar ToriSpelling, sem sló í gegn í sjón- varpsþáttunum Beverly Hills 90210, sótti um lögskilnað í gær. Parið var gift í rétt rúmt ár en ákvað að skilja í síðasta mánuði. Samkvæmt skiln- aðarpappírunum fer fyrrum eig- inmaður Spelling, leikarinn og rithöf- undurinn Charlie Shanian, fram á framfærslu frá fyrr- um eiginkonu sinni. Leikararnir hitt- ust þegar Shanian vann að sjónvarpsþáttaröðinni Maybe, Baby It’s You í Los Angeles fyrir þremur árum. Þau giftust svo í júlí á síðasta ári. Fólk folk@mbl.is KRINGLANÁLFABAKKI Skelltu þér á alvöru mynd. Það er alltaf hægt að þek- kja myndir sem eiga eftir að keppa um Óskarinn. R.H.R / MÁLIÐ Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). TOPPMYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. TOPPMYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. Kalli og sælgætisgerðin ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðangur sýnd. Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna OG FRÁ FRAMLEIÐENDUM SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA FLIGHT PLAN kl. 6.05 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. FLIGHT PLAN VIP kl. 1.40 - 3.45 - 6.05 - 8.15 - 10.30 WALLACE & GROMIT m/Ísl. tali kl. 1.50 - 4 - 6.05 WALLACE & GROMIT m/ensku tali kl. 6.05 - 8.15 - 10.30 CINDERELLA MAN kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. GOAL kl. 8.15 - 10.30 VALIANT m/Ísl tali kl. 1.50 - 3.40 SKY HIGH kl. 1.40 - 3.50 CHARLIE AND THE CHOCOLATE... kl. 1.40 - 3.45 RACING STRIPES m/Ísl tali kl. 2 TRANSPORTER 2 kl. 6.15 - 8.15 - 10.15 B.i. 16 ára. FLIGHT PLAN kl. 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. WALLACE & GROMIT m/Ísl talI kl. 1.50 - 4 - 6 MUST LOVE DOGS kl. 6.15 - 8.15 - 10.30 VALIANT m/Ísl tali kl. 12 - 2.15 - 4.10 SKY HIGH kl. 12 - 2.05 - 4.10 CHARLIE AND THE... kl. 12 AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI  V.J.V. TOPP5.IS ROGER EBERT Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF Vinsælasta myndin í USA og á BRETLANDI Í dag. Kvikmyndir.com  H.J. / MBL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.