Morgunblaðið - 17.10.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.10.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 F 23 FYRIR helgi höfðu tvö tilboð bor- ist í gömlu kirkjuna á Eskifirði, að sögn Gísla M. Auðbergssonar, fast- eignasala á Eskifirði. Þrír til við- bótar ætluðu að skoða málið nánar með hugsanleg tilboð í huga og var frestur til að leggja inn tilboð framlengdur þar til í dag, mánu- dag. Fyrsta fríkirkjan á Íslandi var reist á Eskifirði 1884 og þjóðkirkja var reist þar 1900. Ný kirkja, sem þjónar einnig sem menningar- miðstöð, var vígð á Eskifirði árið 2000 og í kjölfarið var gamla kirkj- an afhelguð. Hilmar Sigurjónsson, formaður sóknarnefndar á Eskifirði, segir að kirkjan hafi staðið ónotuð í fimm ár. Þegar tekin hafi verið ákvörðun um að byggja nýja kirkju hafi legið fyrir að ekki væri ástæða til að halda úti tveimur kirkjum og gamla kirkjan myndi þar af leiðandi ekki þjóna sókninni lengur. Sókn- arnefndin hafi ekki fundið henni nýtt hlutverk og gæti heldur ekki staðið í því. Auk þess væri ekki vilji innan bæjarins að nýta húsið enda þyrfti að gera miklar lagfær- ingar á því. Kirkjan er friðuð og áskilur sóknarnefnd sér rétt til þess að hafa eitthvað um það að segja hvernig eignin verður notuð í fram- tíðinni. Fyrir um tveimur árum fór Húsafriðunarnefnd fram á að sveit- arfélagið tryggði gömlu kirkjunni veglegt hlutverk til framtíðar. Sóknarnefnd hafði þá sótt um leyfi til að láta rífa hana vegna þess að hún væri ónýt og umhverfisnefnd sveitarfélagsins hafði bent á tak- markaða notkunarmöguleika og erfiða aðkomu að húsinu. Magnús Skúlason, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir að meðan húsið sé friðað þurfi að hafa samráð við hana varðandi lagfær- ingar en hins vegar komi til greina að aflétta friðuninni. Kirkjan sé byggð með sams konar norskum stíl og kirkjan í Tálknafirði og sé ekki síst merkileg fyrir þær sakir. Víða um heim hafa kirkjur verið af- helgaðar og húsnæðið notað í ýmsa aðra starfsemi eins og til dæmis veitingastarfsemi. Fyrir þó nokkru var kirkja í Grindavík afhelguð og henni breytt í leikskóla og fyrir nokkrum árum var kirkju í Stöðv- arfirði breytt í gistiheimili. Tvö tilboð komin í Eskifjarðarkirkju Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Gamla Eskifjarðarkirkjan fær nýtt hlutverk. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VIÐ SYÐRI REYKI Til sölu glæsileg og frábærlega hönnuð hús við Syðri Reyki. Húsin, sem eru á steyptum sökkli og að hluta til steypt, verða afhend fullbúin án gólfefna. Mjög vönduð og góð smíði. Sjá nánari upplýsingar og myndir á www.gardatorg.is Nýbygging FLESJAKÓR 20 - KÓP. Glæsilegt 197,4 fm (26,2 fm bílskúr) parhús á tveimur hæðum á frábærum stað í nýja Kórahverfinu í Kópavogi. Húsið er í byggingu og afhendist fullbúið að utan og rúmlega fokhelt í haust. Verð 31 millj. EINIVELLIR 7 Íbúðir í glæsilegu 5 hæða 35 íbúða lyftuhúsi. 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir. 12 stæði í bílakjallara. Mjög góður frágangur á húsi og íbúðum. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna á stofu og herbergjum. Hús, sameign og lóð full- frágengin. Vandaðar innréttingar og tæki. Íbúðir á jarðhæð eru með sérverönd og íbúðir á hæðum með stórum svölum, frábært útsýni. Skil í maí 2006. DREKAKÓR - KÓPAVOGI Glæsileg 220 fm parhús með tvöföldum bílskúr á frábærum stað í nýjasta hverfi Kópavogs. 4-5 svefnherbergi. Skilast fullbúin að utan og fokheld að innan í desember. Verð 33 millj. Atvinnuhúsnæði SMIÐJUVEGUR - KÓPAVOGI 250 fm atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð. Húsnæðið skiptist í vinnusal, skrifstofu, eldhús með innréttingu, snyrtingu með sturtu. Verð 26 millj. LAUGAVEGUR VIÐ HLEMM Mjög gott 377 fm atvinnuhúsnæði 1. hæð. Góð innkeyrsluhurð. Góð fjárfesting og miklir möguleikar hér. Verð 39 millj. GEYMSLUHÚSNÆÐI - NÝTT 26,3 fm sérhannað geymsluhúsnæði. Á svæðinu eru 96 samskonar geymslur. Verð 2,6 millj. (m.vsk) FÍFUMÝRI - GBÆ Mjög fallegt 216 fm tvílyft einbýli á frábærum stað í Mýrunum í Garðabæ. Vel um gengið og vel viðhaldið hús. Falleg lóð, stór suðurverönd. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 45 millj. SUNNUFLÖT VIÐ LÆKINN Nýkomið í sölu samtals 264 fm einbýli á einni hæð við lækinn og Heiðmörkina. 5 svefn- herbergi, stórar stofur, nýtt eldhús. 1590 fm endalóð. Frábærlega staðsett hús. Óskað er eftir tilboði í eignina. GRASARIMI - GRAFARV. Mjög fallegt 147 fm tvílyft einbýli á frábærum stað í Grafarvogi. 4 svefnherbergi. Glæsilegur garður og suðurverönd með skjól- girðingum. Eign í toppstandi. Verð 39.8 millj. HOLTSBÚÐ - GBÆ - 2 ÍBÚÐIR Nýkomið í einkasölu mjög fallegt og mikið endurnýjað samtals 272 fm einbýlishús með tveimur íbúðum. Á efri hæð er 152,4 fm og 45,4 fm bílskúr og íbúð á neðri hæð með sérinngangi 74 fm. Falleg og góð eign á frábærum stað. Verð 59 millj. VESTURVANGUR - TVÆR ÍBÚÐIR Glæsilega hannað 311 fm einbýli á frábærum stað í Norðurbænum í Hafnarfirði. Efri hæð er 152,7 fm auk stofu á neðri hæð 36 fm og íbúð á neðri hæð 60 fm og bílskúr 62 fm. Falleg hús á frábærum stað. Verð 56 millj. ASPARHOLT 10 - ÁLFTANESI Glæsilegt 180 fm raðhús (með bílskúr) á besta stað á Álftanesinu. Húsið er fullbúið með fyrsta flokks gólfefnum og glæsilegum innréttingum og tækjum, þ.m.t. uppþvottavél og tvöföldum amerískum ísskáp. Örstutt í skóla og ýmsa aðra þjónustu. Verð 37,9 millj. 4ra herb. LÆKJARGATA HFJ. Mjög björt og falleg 104,7 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð ásamt sérbílastæði í bílgeymslu. Falleg eign á góðum stað. Verð 23 millj. HLYNSALIR - KÓP. Nýleg, glæsileg 4ra herb. íbúð m/bílageymslu á frábærum útsýnisstað. Mjög vel skipulögð og björt íbúð. Stutt í skóla, sund og golf. Verð 27,5 millj. BORGARÁS - GBÆ Mjög góð 104,5 fm efri sérhæð í eldri hluta Ásahverfis. 4 svefnherb. Nýlega mikið lagfærð íbúð á frábærum útsýnisstað. Húsið einnig nokkuð lagfært. HRÍSRIMI - GRAFARV. Glæsileg 94,5 fm íbúð á 3. hæð (efstu) auk bílageymslu. Mjög skemmtilega hönnuð og vönduð íbúð með mikilli lofthæð. Toppeign. Verð 21,4 millj. HRAUNBÆR Mjög björt og falleg 83,8 fm íbúð á 2. hæð. Suðursvalir, geymsla, sameiginleg hjóla- og dekkjageymsla og gott þvottahús. Verð 17,5 millj. AUSTURSTRÖND - SELTJN. Glæsileg 62.5 fm íbúð á 6. hæð (frábært útsýni) auk stæðis í bílageymslu á þessum vinsæla og frábæra stað. Verð 15,9 millj. MIKLABRAUT - RVK. Mjög góð um 70 fm íbúð á jarðahæð ofarlega við Miklubraut. Parket á gólfum, stórt svefnherbergi og góð stofa. Sameiginl. þvottahús á hæð. Verð 12,3 millj. Sumarbústaðir HVAMMUR - SKORRADAL Nú fer hver að verða síðastur - örfáar lóðir eftir. Þeir sem vilja það besta verða að skoða þetta. Sjá myndir á: www.gardatorg.is Hringdu strax og við sendum þér skipulagsgögn. Við svörum alltaf símanum (545-0800). VIÐ SELJUM FASTEIGNIR Þóroddur S. Skaptason löggiltur fasteignasali Þórhallur Guðjónsson M.B.A., sölum., gsm 896 8232 Sigurður Tyrfingsson húsameistari, sölum., gsm 898 3708 Denise Lucil Rix ritari o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.