Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 2
TIMINN FÖSTUDAGUR 30. október 1970 Karine Georgyan og Árni Kristjánsson. TÓNLEIKAR TÓN- LISTARFÉLAGSINS FB—Reykjavík, fimmtudag. Tónlistarfélagið efnir til tónleika fyrir styrktarfélaga sína á laugardaginn kl. 14,30 í Austurbæjarbíói. Þetta eru cellotónleikar, og kemur þar fram celloleikarinn Karine Georgyan, en Árni Kristjánsson aðstoðar. Á efnisskránni eru verk eftir Viva'lili. Schubert, Scbumann og Brahms. Karine Georgyan var aðeins 5 ára þegar hún hóf tónlistar- nám undir handleiðslu föður síns og 17 ára fékk hún fyrstu verðlaun í tónlistarkeppni frá öllu Rússlandi. 1 Tónlistarskól- anum í Moskva stundaði hún nám hjá Mstislav Rostopovitsj og meðan hún var enn við nám lék hún víða í borgum í Sovét- ríkjunum og einnig erlendis og i Berlín tók hún þátt i tónlistar- hátíð, sem hclguð var nútíma- tónlist. Hlaut hún þar önnur verðlaun fyrir flutning sinn á cello-konzert Sjostakowitsj. ÍSLENZK STÚLKA HAND- TEKIN MEÐ HASS FYRIR MILUÓNIR KRÓNA ! OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Tvítug, islenzk stúlka situr nú f fangelsi í Ramleh í ísrael fyrir að hafa reynt að smygla 35 kíló- um af hassi úr landi. Vat stúlk- an handtekin á Lydda flugvelli vi3 Tel-Aviv. Hún var mcð fiug- farseðil tij Kastrup flugvallar við Kaupmannahöfn og lcikur lítill vafi á p.ð þangað áttu eiturlyfin að fara. Þetta magn af hassi er um 1,6 til 3 milljóna ísl. króna virði. Þegar stúlkan kom á Lydda- flugvöll hafði hún tvær ferða- töskur meðferðis og voru þær samanlagt 45 kíló að þyngd. Var henni gert að greiða sem svarar um 12 þús. ísT. kr. fyrir „yfirvigt". Þessi mikla yfirvigt vakti athygli lögreglunnar á flugvellinum og var stúlkunni skipað að opna tösk urnar. Þá komu eiturlyfin í Ijós. Var stúikan úrskurðuð í 15 daga fangelsi. Var stúlkan úrskurðuð í gæzluvarðhald og situr nú í kvenna fangelsi í^Ramleh. Er hún í eins manns klefa, en í næsta klefa er dönsk stúlka, sem var fyrir skömmu tekin í Tcl-Aviv með fjögur kíló af hassi í fórum sín- um. StúTkan sem hér um ræðir hef- ur dvalíð [ Danmöfku í nokkra mánuði. ísraelska lögreglan segist vita hvar stúlkan hafi fengið hassið, en ekkert er látilð uppi um það, en stúikan verður bráðlega dregin fyrir rétt. [FIMETnTDtK AF LAMDSBVGGBINNI -QQl Svarfaðardalur: Mikið keypt af heyi FZ—Hóli, miðvikudag. Slláturtíðin í Svarfaðardalnuim er ofðin með lengsta móti, en henni lýkur væntaniega í þessari viku. Mun fieira fé er nú slátrað, en í fyrra og mun ástæðan vera heyieysi. Heyfengur í dalnum var með afbrigðum lélegur í sumar vegna kals í túnum. Svarfdælingar hafa keypt allnokkuð af heyi úr ýmsum áttum og nú á næstunmi mun væntanlegur stór farmur sunnan ú: Biskupstungum. Mannlífið í sveitinni gengur sinn vanagang, skólar eru byrjaðir og farið að fækka á bæjunum. því unga fólkið fer í skólana og sums staðar eru aðeins hjón eftir. Tæp- lega er hægt að una sér við sjón- varpið á kvöldin, þvi það sézt illa og alls ekki á sumum bæjum. Borgarnes Sameining læknis- héraða í læknamið- stöð í Borgarnesi SJ—Reykjavík, miðvikudag. Ákveðið hefur verið að sameina Borgarnesslæknishérað Klepp- J járnsreykjalæknishérað í eina I læknamiðstöð i Borgarnesi. Búizt j er við að miðstöðin taki til starfa | á næstu 1—2 árum. Gert er ráð fyrir að þrír læknar starfi þar að jafnaði, en undir miðstöðina heyra nú á fjórða þúsund manns, sem búsettir eru í Borgarfjarðar- héruðum. Fulltrúar allra sveitarfélaga í læknishéruðunum tveim undirrit- uðu samkomulag um stofnun iækna miðstöðvarinnar, og á fundi með oddvitum héraðanna tveggja s.l. laugardag var endanleg samþykkt gerð. Þessi breyting er í samræmi við ný læknaskipunarlög. Málið er nú komið til Heilbrigðismálaráðu- neytisins og óskað hefur verið eft- ir fjárveitingu úr ríkissjóði til læknamiðstöðvarinnar. Þegar fé hefur fengizt verður hafizt handa um framkvæmdir. Héraðslæknir í Borgarnesi er Valgarð Björnsson og starfar hann þar einn enn um sinn. Egilsstaðir: Nýr forstjóri Valaskjálfar JK—Egilsstöðum. fimmtudag." í september sl. réðist til Vala- skjálfar nýr forstjóri, Pétur Sturluson, úr Reykjavík. °kýrði Pétur fréttaritara í gær frá rekstri hússins. Gistihúsið hefur verið rekið síðan í júlí í sumar í Vala- skjálf og hefur rekstur þess geng- jð mjög vel, og er talsverð sala á gistingu enn. Gistihúsi® verður op- ið í vetur, og að sjálfsögðu mat- sala hússins. Um næstu helgi verður þing Landssambands hestamanna hqld- ið í Valaskjálf og sitja það um 100 manns, en við tilkomu gistirýmis- ins, hefur aðstoða skapazt til ýmiss konar fundarhalda, og er vaxandi eftirspurn eftir húsinu til þeirra nota. Valaskjálf er mikið notuö til ýmiss konar félagsstarfsemi og er vetrarstarfið á þeim vettvangi. Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs, sem er nýstófnaður félagsskapur gekkst fyirir söngskemmtun um miðjan október. Þar sungu Magnús Jónsson óperusöngvari og Kefla- víkurkvartettinn. Undirtektir voru mjög góðar og mæltist þessi ný- breytni vel fyrir. Bændafél"g Fljótsdalshéraðs hélt fjölmenna árshátið um síðustu helgi. Gestur félagsins var Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, og kona hans. og flutti Halldór Pálsson erindi á hátíðinnl. Um næstu helgi halda ’ ertó- menn árshátíð sína í Valaskjálf i tengslum við landsþing hesta- manna. Þann 7. og 8. og 14. — 15. nóv. verður hin árlega Héraðsve' og verður þar margt til skemmtun- ar og fróðleiks að vanda. Ekki hafa borizt nákvæmar upp- lýsingar um þetta mál til íslands, en 21. okt. s.l. barst utanríkis- ráðuneytinu tilkynning um at- burðinn. Er málið nú í höndum dómsmálaráðuneytisins, að þvi leyti sem íslenzk yfirvöld hafa með það að gera. í Tel-Aviv er ísienzkur aðeTræðismaður, Fritz Naschitz. Mun hann veita stúlk- unni þá aðstoð sem hann getur við komið. Eins og kunnugt er kemur megn ið af því hass sem selt er í Evr- ópu frá löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs, og er miklu magni smyglað frá eða um, ísrael, Líban on og Tyrkland, til Norðurlenda. Sitja margir Norðurlandabúar í fangelsum í bessum löndum fyrir að hafa þetta fýknilyf í fórum sínum. Er sérstaklega strangt tekið á þessu i TyrkTandi, og hljóta þeir lange fangelsisdóma, sem eru staðnir að eiturlyfja- smygli þar i iandi. ísraelsmenn taka ekki eins strangt á slíkum brotum, en langt er frá að þeir taki létt á þeim. Sífellt verður erfiðara að smygla eiturlyfjum frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ekki sízt vegna þess að eftirTit með flugfarþegum og farangri er mjög strangt vegna hættu á flugvéla- ræningjum og spellvirkjum, og kemur ýmislegt í Ijóst við leit að sprengjum í farangri. Þriggja km. hraðbrautar- kafli á Vesturlandsvegi kostar 58.6 millj. krónur Verktakar biSja vegfarendur að fara varlega um framkvæmdasvæðið. KJ—Rpykjavik, fimmtudag. Hraðbrautarkaflinn sem nú er unnið að á Vesturlandsvegi frá Höfðabakka norður fyrir Úlfarsá, er 3 km. að iengd og tók verk- takasamsteypan Aðalbraut s/f verkið að sér fyrir 58.6 miTljónir króna, og er þá miðað við veginn malbikaðan og fullfrágenginn að öðru leyti. Verktakasamsteypan Aðalbraut samanstendur af Steypustöðinni h.f., Véltækni h.f., Hvestu h.f., Landþurrkun s,f., Breiðholti s.f. og verkfræðistofunni Gimli. Kynnti Aðaibraut s.f. verkið fyrir blaðamönnum og fleiri f dag. Raufarhöfn: Atvinnuhorfur slæmar, en læknis- leysið enn verra HH—miðvikudag. Atvinna hefur verið allsæmileg á Raufarh'ifn í sumar, en horfum- ar eru nú ekki beint góðar. Gerð- ir eru út fjórir dekkbátar og tog- skipið Jökull sem gekk ágætlega fram eftir spmri. Siðan fór það i klössun og síðan hefur gengið verr, veg-na bilana og fleira. Þó lagði Jökull upp 20 lestir á Rauf- arhöfn um helgina. í sumar land- aði hann alltaf á Raufarhöfn, r. a í ein tvö skipti, meðan veiðin var h.að mest. Snjór er nú yfir öllu og þæfing- ur á vegum, en þó er caprt um ná- grenmið ennþá. Samgöngur við Raufarhöfn eru ákaflega lélegar Einu sinni í viku er flogið þangað og svo eru vöruflutningabílar ann- að slagið á ferðinni Það sem verst er þó á Raufarhöfn, er læknisleys- ið. Fólk fer til Húsavíkur til lækn- is, ei það getur. Sjónvarpið sést illa, en þeir sem ekki hafa séð, hvað það er miklu betra annarsstaðar, una sér þó við það. Hraðbrautin mun fara sjö sinnum yfir núverandi Vesturlandsveg, og beina verktakar þvj til ökumanna og annarra vegfarenda sem leið eiga um framkvæmdasvæðið, að fara varlega, því þarna verða bráðabirgðavegir og bráðabirgða- brýr óhjákvæmiTegar, en reynt verður að merkja vegina og brýrn ar sem bezt, en í hálku og myrkri aukast hætturnar af bráðabirgða- vegunum til muna. Hæsta fylling er við Grafarholt 15 metrar, en vestan við Grafarholt er hrað- brautin sjö metrum hærri en nú- verandi vegur, en austan við 4 metrum lægri. Fyrirlestur í Háskólanum Dr. med. Povl. Riis, yfirlæknir á lyflæknisdeild B við Amtsspít- alann í Gentofte Danmörku, flyt- ur fyrirlestur í boði Háskóla ís- lands þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20,30 í I. kennslustofu .láskól- ans. Fyrirlesturinm verður fluttur á dönsku og nefnist Klinisk-viden- skabelige underspgelser. Metodo- logi. Etik. Forskningspolitik. Öllum er heimill aðgangur. Kjördæmisþing á Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Austurlandskjördæmi verður haldið í Félagslundi Reyð- arfirði, laugardaginn 31. októbei og sunnudaginn 1. nóv. Hefst þtó? ið kl. 3 á laugardaginn. Auk venju legra bingstarfa verður gengi? á framboðslista Fvamsóknarflokki ins í Kiördæminu við næstu al bingiskosningar. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.