Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. október 1970 TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraimlcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómaa Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur f Edduhúsinu, simar 18300—18306. SkrifstofUT Bankastraeti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 165,00 á mánuðl, innanlands — f lausaisölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hí. Strandferðaskip til farþegaflutninga Fimm þingxnciin Framsóknarflokksins hafa lagt fram í sameinuðu þingi tillögu, þar sem lagt er til, að ríkis- stjóminni verði falið að láta gera áætlanir um smíði og rekstur atrandferðaskips til farþegaflutninga. í greinargerð tillögunnar er það rakið, að Skipaútgerð- in hafi átt tvö góð farþegaskip, þegar flugið ruddi sér til rúms með undraskjótum hætti. Þar sem Esja og Hekla voru jafnframt flutningaskip, sem töfðu dægurlangt á höfnum við lestun og losun, hentuðu þær ekki vel sem farþegaskip við gerbreyttar aðstæður. Engu að síður, veittu þessi skip, á meðan þeirra naut við, íbúum fjarð- anna eystra og vestra mikilvæga farþegaþjónustu og ör- yggi, einkum á vetrum, þ.egar aðrar samgöngur eru örð- ugastar. Og með þessum skipum voru að sumarlagi byggðar upp hringferðir fyrir farþega, innlenda og er- lenda. Með sölu Esju og Heklu má telja, að farþegaflutning- ar á sjó á lengri leiðum séu niður lagðir. Hefur megin- þungi fólksflutninga á langleiðum innanlands færzt yfir á flugið. Ýmsir telja, að þar með séu fólksflutningar á sjó orðnir úreltir og eigi að hverfa úr sögunni. Flutn- ingsmenn þessarar tillögu eru á annarrj skoðun. Þarfir nútímaþjóðfélags fyrir góðar og greiðar sam- göngur eru margvíslegar. Að því er fólksflutninga varð- ar, þá eru verkefnin mjög breytileg og sum þannig, að þau verða trauðla leyst með fluginu einu saman. í sumum landshlutum veldur vetrarríki truflunum á samgöngum á landi og í lofti, mismunandi eftir veður- fari. Þótt „loftbrú“ tengi nokkra helztu þéttbýlisstaði lands- ins höfuðstaðnum, þá gefur flugið ebki nauðsynlega tengingu þessara staða innbyrðis. Ferðir með Esju og Heklu umhverfis ísland á sumar- degi hafa notið vinsælda sem og einstakar hópferðir með þessum skipum, en æskilegt er að greiða fyrir því, að fólk geti ferðazt innanlands í orlofi sínu. Talað er um, að þrefalda megi gestakomu erlendra á fáum árum. Hringferðir ríkisskipa hafa verið einn þátturinn í fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna. Hann ber að efla, en eigi afnema. Flutningsmenn tillögunnar telja auðsætt af framan- greindum ástæðum, að nú þegar beri að hefja undirbún- ing að byggingu farþegaskips í stað Esju og Heklu. Fyrsta skrefið í þá átt er að láta gera nauðsynlegar áætlanir um byggingarkostnað og rekstur skipsins. Þess yegna er tillagan flutt. Bætt skattaeftirlit Þrír þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um þá breytingu á skattalögunum, að árlega skuli fara fram ítarleg athugun á framtölum 10% allra framtalsskyldra aðila. Úrtakið skal byggt á reglum, sem Hagstofan setur. í greinargerð segir, að ekki orki tvímælis, að framtöl eru ekki svo glögg sem skyldi. Með frv. er lagt til, að breytt verði um vinnuaðferð við úrvinnslu á framtölum. Er það skoðun flutningsmanna, að þessi aðferð muni reynast örugg í framkvæmd, ef henni er fylgt svo eftir sem hér er lagt til. Auk þess mætti með því að nota þessa vinnuaðferð draga verulega úr kostnaði við end- urskoðun á skattframtölum frá því, sem nú er. enda væri þá hætt óþörfum og þýðingarlausum bréfaskriftum, eins og nú eiga sér stað. Þ.Þ. EVGENI PRIMAKOF, PRAVDA: Hvernig vilja Sovétríkin ieysa deilu ísraels og Arabaríkja? Tillögur þeirra byggist í öllu á ályktun Öryggisráðsins Hinn 15. þ. m. birti Pravda grein, sem vakti mikla athygli víða nm heim, því að þar var í fyrsta sinn lýst opinberlega, hvernig Sovétríkin vildu leysa deilu ísraelsmanna og Avaba. Bú- ast má við í framhaldi af þessu, að Bandaríkin skýri brátt frá hliðstæðri af- stöðu sinni. Þar sem lausn deilunnar veltur mjög á af- stöðu þessara tveggja stór- velda, þykir rétt að birta hér umrædda grein: GRUNDVALLARATRIÐI i afstöðu Sovétríkjanna til at- burðanna fyrir botni Miðjarð- arhafs er mat þeirra á eðli ágreiningsins milli Araba og ísraelsmanna. Sovétríkin telja að undirrót átakanna í löndun um fyrir botni Miðjarðarhafs- ins sé ekki árekstur þjóðlegra hagsmuna, en tilraun heims- valdastefnunnar til að berja niður þjóðfrelsishreyfinguna í Arabaríkjum með tilstyrk ráða manna í ísrael, sem nota tæki- færið itiL.að; fyigja útþenslu- stefnu sinni. i ól m)at| *uij oiv öiv nuaji’ HVER er grandvallartilaga Sóvétríkjanna um áætlun til að koma aftur á eðlilegu ástandi í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs? Það er fyrri forsenda sov- ézku tillagnanna, að óhjákvæmi legt sé að koma á réttlátum og varanlegum friði í Austarlönd- um nær. Já, einmitt varanleg- um friði, en ekki viðkvæmu vopnahléi. Það liggur í augum uppi að slíkan frið er ekki hægt að tryggja með því að árásaraðilinn hljóti umbun fyr- ir verk sín og getur ekki orð- ið varanlegur nema með því móti að ísraelskur her verði fluttur á brott af víðáttumikl- usn svæðum Araba, sem her- numinn hafa verið. Siðari forsenda sovézku tfl- lagnanna er sú, að öll ríki fyrir botni Miðjarðarhafsins eigi rétt á öryggi og þjóðlegu full- veldi. Það er ekki aðeins nauðsyn- legt að tryggja réttláta lausn á ágreiningnum fyrir botni Mið jarðarhafs af siðferðilegum ástæðum, þá að hinn siðferði- legi réttur sé vissulega miög þýðingarmikill. Án réttlæts getur ekki orðið um neinn traustan frið að ræða, þ. e. að hernámi ísraels á landssvæðum Araba verði aflétt svo sem og hernaðarástandi — en í þess stað verði komið á friði milli ríkja í þessum heimshluta. Og friði verður ekki komið á, án þess að rétbar Palestínu-Araba verið _ virtur. Núverahdi her- nám fsraels á landssvæðum Araba gerir horfur á stríði í þessum heimshluta óhjákvæmi- legar. ÞAÐ ER ALKUNNA, að til er fjöldi af ályktunum frá Sam- einuðu þjóðunum, þar sem gert er ráð fyrir því að palestínskir Gunnar Jarring flóttamannanna. Og þvj telja heim til föðurlandsins, eða að þeim verði greiddar skaðabæt- ur. .Tií þess að komið verðj á fyrir botni Miðjarðarhafsins er augsýnflega nauðsynlegt að leysa úr málum palestfcisku flóttamannanna. Og þvi telja Sovétríkin óhæfar tilraunir til að veita einum .„sjálfsákvörð- unarrétt" með því móti að aðr- ar þjóðir eru sviptar þjóðarrétt indum sínum. Þá er í tillögunum ekki að- eins gert ráð fyrir því, að friði verði lýst í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, en einnig að skuldbindandi sama- ingar verði gerðir milli aðila. Raunbæf leið til að koma á slíkum samningum við núver- andi ‘kringumstæður gæti orðið að komið væri á samböndum fyrir milligöngu Jarrings, fufl- tiúa aðalritara Sameinuðu þjóð anna. SOVÉTRÍKIN voru alltaf og eru fylgjandi því að Jarring takist að vinna ætlunarverk sitt. En er verkefni hans mark- mið í sjálfu sér? Auðvitað ekki. Hlutverk Jarrings er að finna raunhæfar leiðir tfl þess að ályktun Öryggisráðsins frá 22. nóvember 1967 verði fram- kvæmd. Við minnum á að í þessari ályktun er gert ráð fyr ir því að ísraelskur her verði fluttur burt af herteknum landssvæðum Araba, að hern- aðarástandi milli fsraels og Arabaríkja verði aflétt, að rétt- ur ríkja til að lifa í friði og við öryggi innan viðurkenndra landamæra verði virtur, að siglingar eftir alþjóða siglinga- leiðum verði óhindraðar, og að lausn verði fundin á vandamáli flóttamanna frá Palestínu. Sovétríkin telja að fyrst og fremst sé nauðsynlegt — ef Jarring á að geta unnið ætlun- anærk sitt - að báðir aðilar lýsi því yfir skýrt og afdráttarlaust, að þeir séu reiðubúnir að fara eftir ályktun Öryggisráðs Sam- einðu þjóðanna í öllum liðum. Ríkisstjórn Egyptalands hefur þegar gert slíka yfirlýsingu, en á henni hvílir mestur þungi baráttunnar fyrir því að eyða afleiðingunum af árás ísraels- manna. Forráðamenn 1 Tel-Aviv hafa einnig áð nafninu til lýst yfir samþykki við það, að ályktun- in verði framkvæmd. En yfit- lýsingar þeirra hafa verið of óljósar, of almenns eðlis. En síðari yfirlýsingar ísraelskra forystumanna hafa verið svo andsnúnar ákvæðum í :lyktun Öryggisráðsins, að ekki Pr annað hægt en efast um ein- lægni þeirra í samþykkt við ályktunina. TTLLÖGOR Sovétríkjanna tryggja raunhæfar framkvæmd- ir á öllum ákvæðum ofan- nefndrar ályktunar Öryggis- ráðsins. Núna er sérstaklega mikilvægt að fylgja ákveðinni stefnu í hinum tveim megin- þáttum friðarumleitananna — það er að fsrael láti af hendi hin herteknu svæði og jafn- "^amt verði komife 'á réttlátum og varanlegum 'frlði í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Þessi tvö mál eru nátengd og það verður að leysa úr þeim sameiginlega. f tillögum Sovétríkjanna er lausn þessara tveggja mála samræmd á eftirfarandi hátt: Eftir að aðilar hafa lagt hær niðurstöður, sem þeir komust að með millgöngu Jarrings, fyrir Samefciuðu þjóðirnar, verða báðir aðilar að hætta 611 um aðgerðum, sem hindra það, að hernaðarástandi verði af- létt. Lagaleg aflétting hernaðar ástands og friður verður, þeg- ar lokið er fyrri hluta af brott flutningi ísraélskra hemanna (en hægt er að framkvæma brottflutninginn í tveim áföng- um) frá þeim landssvæðum Araba, sem hernumin voru í júní 1967, fsraelskir forystumero setja oft fram hugleiðingar um svo- nefnd „örugg landamæri“ felst undir því yfirskyni að sett verði „örugg landamæri“ felst óheft útþenslustefna fsraels. Forseti herforingjaráðs ísraels- hers hefur meira að segja látið sér þau ummæli um munn fara að „öragg landamæri“ ísraels .... væru áin Jórdan. Það er augsýnilegt, að á vorum tím- um — þegar hernaðartækni fleygir fram — er öryggi einna eða annarra landamæra efcki fólgið í því hvort möguleikar eru á því að færa þau um nokkrar mílur — heldur ó al- mennri viðurkenningu á þeim. HVAD viðvíkur tryggingu á landamærum ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs er hún í sovézku tillögunum fólgin í því ,að báðir aðilar skuldbiadi sig til að, viðurkenna í sam- ræmi við ályktun Öryggisráðs Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.