Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. október 1970 TÍMINN KIRKJAN FLUTT Eins og sagt hefur veri'5 frá, var gamla kirkjan á Svalbarði flutt til Akureyrar á þriðjudaginn, en reyndar var hún þó ekki komin alla leið fyrr en um hádegi á mið- vikudag, ýmissa erfiðleika vegna. Eins og sjá má er kominn tals- verður snjór fyrir norðan. Frost hefur verið allmikið undanfanna daga og voru akureyrskir krakkar farnir að bera það við í gær að skreppa á skauta á pollinum en aðeins með landinu, því ísinn er ótraustur. Þessa mync tók ED á miðvikudagsmorgun, þegar komið var með Svalbarðskirkju á móts við Akureyrarflugvöll. Þungfært eystra Samið um takmörk- un á síldveiði NTB—Bergen, fimmtudag. í dag lauk fundi fulltrúa frá ís- landi. Sovétríkjunum, Noregi og Danmörku, þar sem rætt var um takmörkun á síldveiði í Norður- Atlantshafi. Varð samkomulag um að leggja til við ríkisstjórnir við- komandi landa að semja um tak- mörkun á veiði Noregssíldars"nar. Eo það er sá síldarstofn, sem ís- lendingar hafa veitt þegar hún finnst á sumrin og haustin í ætis- leit og göngu við Færeyjar og Noreg. Síldarstofn þessi er nú illa 1 m inn vegna ofveiði, og er það til- gangur fundarins í Bergen að semja um veiðitakmarkanir á hon- um. Er talin mikil nauðsyn á að friða hann. Varð það að samkomu- lagi á fundinum að lagt yrði til við ríkisstjómir viðkomandi landa, að hver þessara þjóða takmarki veiðarnar á vetrarsíld við það magn sem hún veiddi þar 1969. Einnig að hver þjóð takmarki veið ar á smásíld og feitsíld við strend ur Noregs, og við Múrmansk við 70% af því magni, sem hún veiddi 1969. Framsóknarvist að Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur Framsóknarvist að Hótel Sögu fimmtudaginn 5. nóv. n.k, Nánar auglýst síðar. Áfengi, nælonsokk- um og plötum stolið Ekki er um takmarkanir að ræða I inn Már Elísson, fiskimálastjóri. á veiði Islendinga þar sem þeir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og veiða ekki á greindum miðum. | Þorsteinn Gíslason, varafiskimála- Af hálfu Islendinga sátu fund-1 stjóri. JK—Egilsstö'ðum, fimmtudag. Hér gekk í snjókomu í fyrra- dag, og snjóaði töluvert í gær, en í dag hefur aftur gengið í slyddu og rigningu. Fjarðarheiði er fær, og var farin í dag, en er j 5 þungfær. Fært er milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, en Oddsskarð er ófært. Þungfært var suður á finði í morgun. Síðdegis í dag hefur rignt, og er því allt útlit fyrir, að snjóinn taki fljótt upp aftur. Hoits g □□ Sprautið burt snjo og isingu ... f&*-v •: Aðeins lítil, i & snöggsprauta; losarogeyöir V wrf&M öllu hrími af rúðum. V Ömissandi að vetrinum.^ ••• Hafiö ávalit brúsa af \ ^ Holts De-ícer til taks í hanzkahóifinu. Losar einnig v frosnar dyralæsingar og .. ' handföng. h;. ,'r De-icer Leitíff uppiýsingá um meira en 60 viðhalds- og viffgerffarefni s OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Innbrotsþjófar hafa verið dálít- ið á ferðinni í Reykjavík undan- farið. S.l. nótt var brotizt inn í bílskúr við Faxaskjól. en ekki er vitað hvort einhveriu var stolið. í bílskúrnum er geymdur varn- ingur serr heildsali á og var þar m. a. talsvert af nælonsokkum og verið gæti að stolið hafi verið af þeim birgðum. Á mánudag var farið inn í geymslu í íbúðarhúsi í Vestur- bænum og var stolið baðan 10 flöskum af áfengi. Þá var brotizt inn í herbergi í húsi við Háaleit- isbraut og v:ar stolið baðan um 100 hljómplötum, sem á var að- allega poptónlist. Úr herberginu vár einnig stolið myndavél og sjönauka. Móffuiausar r ú ð u r Strjúkiö rúBurnar einu sinni meB móBuklútnum og þær haldast hreinar og móðufríar I lengri tlma. Klútarnir geymast lengi I plastpoke, sem fylgir. Ánti-Mist Cloth Isvörn í rúðusprautur Mátuleg blöndun á sprautu- geyminn kemur í veg fyrir að í honum frjósi Losar snjó og (singu og heldu þeím hreinum og tærum. Winter Screenwash Ein áfylling af Redweld vatns- kassaþétfi er varanleg viðgerð, sem miklar hitabreytingar eða frostlögur hefur engin áhrif á.. Radweld Ry ff o I í a á sprautubrúsa Inniheldur grafít, sem gefur langvarandi ryðvörn. Hentugt til aö úða með hluti, sem erfitt er að ná til. Rustola Holts vörurnar fást á stærri benzínstöðvum, hjá kaupfélögunum og Véladeild SlS Ármúla 3 Hver er þörf lands- manna fyrir skóla næstu !0—15 árin? Sex þ ngmenn Framsóknar- flokksins lögðu í gær fram á Alþingi tillögu til þingsályktun ar um heildaráætlun um skóla þörf landsmantia næstu 10—15 árin. Skv. tíllögunni skal ríkis- stjórnin láta gera heildaráætl- un um þörf landsmanna fyrir skóla næstu 10—15 ár, bæði að því er varðar almenna skóla og hvei-s kyns sérskóla og aðrar fræðslustofnanir, enda nái áætl unin jafnt til þeirra skóla, sem kostaðir eru sameiginlega af ríki og svitarfélögum, sem hinna, er ríkið stendur eitt und ir eða nú eru reknir af einka- aðilum. Skal áætlunin vertfa grundvöllur undir gerð fram- kvæmdaáætlana á sviði skóla- bygginga. Nauðsynleg undir- staða skynsamlegra framkvæmdaáætlana um skólabyggingar næstu árin í greinargerð segja flutn- ingsmenn m.a.: „f 4. gr. Iaga nr. 49, 1967, um skólakostnað, segir svo, að menntamálaráðuneytið láti gera „framkvæmdaáætlun“ um skólabyggingar fyrir allt land- ið, í fyrsta lagi þess háttar, sem til tíu ára tímabils, og í öðru lagi árlega framkvæmda- áætlun, sem fylgi tillögum til fjárveitinga í fjárlögum. Þar sem skólakostnaðarlögin gilda einungis um þá skóla, sem kostaðir eru sameiginlega af ríki og sveitarfélögum, má ætla, að áætlanir um skólafram kvæmdir samkvæmt nefndri lagagrein yrðu einskorðaðar við þessa ákve'ðnu skóla, og ef við slíkar áætlanir einar yrði látið sltja, mundi það leiða af sér mjög ófullkomna mynd af raun verulegri þörf landsmanna fyr- ir hvers kyns skóla og fræðslu stofnanir í næstu framtíð. Raun ar er flutningsmönnum ókunn- ugt um, að fyrir liggi neins konar áætlunargerð um skóla- framkvæmdir eða skólaþörf næsta áratug, hvort heldur er í þrengri eða rýmri skilningi þess orðs. Með þvi að ekki er á neinn hátt kleift að ge-a sér skyn- samlega grein fyrir þeim verk efnum, sem óhjákvæmilega bíða úrlausnar á sviði skóla- bygginga í næstu framtíð, er brýn þörf áætlunar af því tagi, sem tillaga þessi gerir ráð fyr- ir. Skólabyggingar eru og verða ætíð hvað fyrirferðamestar á vettvangi opinberra fram- kvæmdí. og mynda nú þegar drjúgan hluta heildarfjárfest- ingar þjóðfélaginu árlega. Áætlun á sviði skólabygginga er þvf mikilvæg frá efnahags- legu sjónarmiði séð og hlýtur að teljast nauðsynlegur þáttur í skynsamlegri stjórn efnahags mála, sem öðru fremur verður að byggjast á raunhæfum áætl unum um þróun allra megin- þátta efnahagslífsins Um langt Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.