Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 6
6 TIMINN FÖSTUDAGUR 30. október 1970 IMNGFBÉFTIB Fyrstu lögin afgreidd frá Alþingi Kjaramál B.S.R.B. fara ekki fyrir Kjaradóm fyrr en 1. janúar — takist samningar ekki fyrir þann tíma. ic í gær mælti Þórarinn Þór- arinsson fyrir tveim frum- vörpum í neðri deild, er hann flytur ásamt öðrum þingmönn. um Framsóknarflokksins. Er annað frumvarpið um breyt- ingu á lögunum um tekju- og eignaskatt, en hitt um breyt- ingu á lögum um iðnfræðslu í landinu. — Verður ítarleg grein gerð fyrir þessum mál- um í blaðinu á morgun. ic Jón Kjartansson hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þings ályktunar um framhaldsfram- kvæmdir við flugvöll í Siglu- firði. Lagt er til { frumvarp- inu, að ríkisstjórnin hlutist til um, að flugmálastjórnin láti ljúka hið fyrsta gerð flugvall- ar í Siglufirði. — Nánari grein verður gerð fyrir frumvarpin í blaðinu síðar. ÞIIMGPALLI ★ Frumvarp til laga um að- stoð íslands við þróunarlönd- in hefur verið lögð fram á Alþingi. Flutningsmenn eru Ólafur Jóhannesson, Ólafur Björnsson, Björn Jónsson, Karl Guðjónssn og Jón Ármann Héð insson. í frumvarpinu er lagt til, að komið verði á fót op- inberri stofnun er nefnist Að- stoð íslands við þróunarlönd- in. EB-Beykjavlk. ' í gær voru afgreidd sem lög frá Alþingi frumvarp ríkisstjórn- arinnar um frestun á tímatakmörk um þelm sem gilda um samninga við BSRB um kjaramál ríktsstarfs manna. Kjaramálin áttu samkv. lögum að ganga til Kjaradóms nú 1. nóvember ef sainningar hefðu eliki tekizt, og átti Kjaradómur að hafa lokið dómsorði 1. des. n.k, Lagt var til í frumvarpinu, að fá frestun breytt þannig, að málið gengi til Kjaradóms 1. jan. n.k. hafi samningar ekki tekizt, og Kjaradómur kveði þá upp úr- skurð sinn fyrir 1. febrúar n.k. Var frumvarpið samþykkt samhl. í báðum deildum Alþingis. Magnús Jónsson fjármálaráðh. (S), gerði grein fyrir frumvarp- inu, og sagði að vonir stæðu til, að samningar tækjust fljótlega, þar sem samkomulag hefði tekizt nú þegar á nokkrum þöfuðatrið- um í væntanlegum kjarasamn- ingi og væru samningsaðilar þvi samenála um, að æskilegt væri að fá frestinum breytt, þannig að málið gengi til Kjaradóms tveim mánuðum seinna, en áður væri sagt fyrir í lögum. Kvað Magnús samningaviðræður á því stigi að ekki væri hægt að skýra oplnber- lega frá því, þar sem það gæti spillt viðræðunum. Blaðafregnir um það, á hvaða stigi samninga- viðræður væru. kvað Magnús að ættu ekki vjð rök að styðjast, enda hafi engar upplýsingar verið um það gefnar, af samningsaðil- um. Þá sagði Magnús að kqtnið hefði í Ijós, að þar sem samning- arnir byggðust á nýju kerfi, sem sé starfsmatinu, væri vinnan við þá mun flóknari og tímafrekari en búizt hafði verið við í upp- hafl. Ólafur Jóhannesson (F), sagði að hann féllist á, að frunlvarpið yrði að lögum, en benti á í sam- bandi við fjárlögin, að erfitt væri að 'únna að afgreiðslu þeirra, þar eS ekki lægi fyrir sú upphæð sem hér væri um að tefla og einnig þyrfti að vita hvað um þessa launahækkun yrði í sam- bandi við verðstöðvun. Lagði Ólaf ur áherzlu á, að hann teld} mjög mikilvægt, að þessi kjaramál yrðu leyst af samningsaðilum, og einn- ig að þetta mál mætti ekki vera fordæmi, það yrði að binda sig við lagaákvæði í þessu efni, og að málið lægi tímanlega fyrir. Björn Jónsson (Sfv) vildi fá að vita á hvaða stigi samningarnir stæðu, en ekki fékk hann það, þar san Magnús sagði að um væri að ræða trúnaðarmál, eins og fyrr hefur verið frá greint. Áleit Björn að um væri að ræða verulega kauphækkun ríkisstarfsmanna. Eðvarð Sigurðsson (Ab) sagði, að ef frótt Vfeis fyrir ískömmu, ’að rikisstarfsmenn fengju "83%' kauphækkun við viðbótar þeim 15 “ ’nfllf.nl :>l,- I. Gífurlegur skortur á hjúkmnarkennurum Halldór E. Sigurðsson á Alþingi í fyrradag: Gagnfræðaskólanemar í heimavist fái styrkveitinp til jafns við aðra EB—Reykjavík, fimmtudag. J Sameinuðu þingi í gær, spunnust nokkrar umræður um úthlut- til jöfnunar aðstöðu skólafólks. Beindi Halldór E. Sigurðsson þeirri fyrirspurn til menntamálaráðlierra, hvaða rök lægju fyrir því, að nemendur, sem stunda nám í gagnfræðaskólum og dvelja í heimavist, séu hafðir útundan hvað áhærir dvalqrstyrki af þessu fé. Svaraði Gylfí Þ. Gíslason menntámálaráðherra Því svo til, að styrkir værn ekki veittir vegna þess, að nokkuð værj dregið úr kostnaði hjá gagnfræðaskólaiiemendum, sem eru í heimavist, með þvi að veita þeim húsnæði ókeypis. Þ. Ilalldór E. Sigurðsson (F) sagði það rétt hjá menntamála ráðherra, að það væri nokk- uð dregið úr kostnaði hjá nemendum sem eru í skyldu- námi í heima- vist. En enda þótt það væri gert, hafi þeir nemendur erfið- ari aðstöðu en þeir sem að heiman geti gengið í skóla. Ilins vegar væri það svo, að þegar komið væri í gagnfræða- skóla, féllu þau hlunnindi nið- ur, sem tilheyra skyldunáminu, eips og greiðsla til starfsfólks o.s.frv. Um húsnæði mundi hins vegar vera rétt, að nem- endumir þyrftu enga húsaleigu að greiða. Þess vegna væri það ekki réttmætt, að þessir nem- endur, — sem kannski væri sá hópurinn, sem frá því að þeir hófu bamaskólanám hafi haft mun erfiðari aðstöðn en þeir, sem að lieiman hafa geng- ið, — skuli sitja við það borð nú, að við þeim sé ekki einu sinni litið. — Halldór sagðist vilja undirstrika það, að það væri liróplegt ranglæti, ef þannig ætti að fara með þetta mál í framkvæmd síðar meir. Menntamálarúðherra gæti í þessu tilfelli afsakað sig með því einu, að fjárhæðin væri svo lítil, að það væri ekki hægt, að skipta henni meira en gert sé. En það væri samt sem áður ekki réttlætanleg skipting að skilja nemendur i gagnfræða- skólum, sem heimavist njóta eða nemendur i menntaskólum sem séu í heimaavist, algerlega eftir, eins og nú væri gert. Enda þótt þessir nemendur hafi minni húsaleigukostnað hafi þeir mjög svipaðan fæðis kostnað og auk þess væri mjöa líklegt, að þeir hafl haft erfið ari aðstöðu áður fyrr. Gylfi Gíslason, mentamálaráð herra (A) sagði að alls hefðu nú boi- izt mennta- málaráðuneyt- inu 994 um- sóknir um styrkinn og væru það menntaskólaneniar sem væru flestir umsækenda. Væru þetta um 200 umsóknum minna en ráðuneytið hefði gert ráð fyrir. Hefði umsóknir bor- izt seint og ekki væri enn far- ið að úthluta styrkjunum. Eru það 10 milijónir sem úthluta á í ár, til nemenda á liðnu skóla- ári. Yrði styrkjunum úthlutað nú á næstunni. Menntamálí’i'áðherra viður- kenndi réttmæti orða Flalldórs E. Sigurðssonar með því að lýsa því yfir, að þar sem færri uiu- sóknir hefðu borizt en við var búizt, gæti hugsazt, að veita gagnfræðaskólanemum í heima vist einnig styrki af þessum 10 milljónum. Má af þessum orð- um ráðherrans geta sér þess til að hann þurfi nú, að auglýsa styrkveitinguna á nýjan leik, þar sem í fyrri aug- lýsingum um styrkveitinguna er fyrrgreindum nemendum ekki gefinn kostur á bví, að sækja um dvalarstyrkinn. EB—Reykjavik, fimmtudag. f gær var til umræðu í Sam- cinuðu þingi fyrirspurn frá Ein- ari Ágústssyni til lieilbrigðismála- ráðlierra þess efns, hvað hann hyggðist gera til þess að ráða bót á þeim skorti hjúkrunarfólks, sem nú veldur því, að nýjar full- búnar deildir geti ekki tekið til starfa, Eggqrt G. Þorsteinsson héil- brigðismá'.aráðherra var ekki langorður er hann svaraði fyrir- spurninni, kvað hann nefnd vera starfandi um vandamálið. Einar Ágústs. eon (F) sagð1 að tilefni þess- arar fyrirspurn ar væri það, að hann hafi fyrir J> J 1 skömmu farið ? 1 í heimsókn á BorgarspítaT- ann j kynnis- ! ferð borgarfullbrúa í Reykjavík. Hefði þeim m. a. verið sýndar tvær nýjar sjúkradeildir, sem voru lokaðar vegna þess að starfs fólk fékkst ekki. Það hafi annars vegar verið legudeild við lyflækna dei'ld spítalans með 18 rúmum og hins vegar svonefnd gæzludeild. þar sem fyrir hafði verið komið mjög dýrum og fullkomnum tækj um til þess að vaka yfir lifi manna t.d. þegar þer kæmu úr uppskurðum. Þá hafi verið upp- Týst á viðkomandi sjúkrahúsi. að álagið á skurðstofufóTkinu væri óheyrilegt. Það hafi aðeins verið 5 hjúkrunarkonur sem störfuðu. að verkefnum, sem 12 hjúkrunar- konum væri ætlað samkvæmt fjánhagsáætlun spítalans. Svo koma sumarleyfin, hefðu menn sagt, að hugsað til þeirra með hryllingu, bví qð svo erfitt sem það sé að halda sjúkrahúsum gangandi að öliu venjulegu, kasti þó fyrst tólfunum. þegar nokkur hlufi sjúkraliðsins byrfti að fá sitt venjulega lögboðna sumarfrí Síðan sagði Einar m.a.r Mér fór þá að verða hugsað til þess, hvort betta væri einsdæmi á borgarsjúkrahúsinu eða hvort rík- issjúkrahúsin væru nokkuð í sömu sök seld Ég hef fepgið hér upp- lýsingar frá skrifstofu ríkisspital- anna. Niðurstöður þeirra eru þær, að heimilaður fjöldi samkv. fjárl. eru 190V2 hjúkrunarkona. en i starfi í dap eru 155V2 Samkv þessu vantar því 35 h.iúkrunarkon ur til þess að fylla upd í fjárhags- heimild og ég held. að mér sé óhætt að segja það, að f járlaga- heimildin sé ekki of rúnt. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir, kom björgunin að þv{ er virtist. 35 að ég held, nýjar hjúkrunarkonur voru útskrifaðar úr Hjúkrunar- skólanum og ég hélt þá, að þar með mundi þetta leysast. En því miður er fleira að athuga heldur en þetta og þá fyrst það, að 1987 gerði Kjartan Jóhannsson, verk- fræðingur á vegum fjármálaráðu- neytisins, athugun á því, hve margar hjúkrunai'konur væru í starfi, hve margar hefðu horfið frá störfum, starfsaldri hjúkrun- arkvenna og framtíðarhorfum á grundvelli þein'a athugana, eins og þar segir. Rannsókn þessi leiddi í ljós, að 34% útskrifaðra hjúkrunarkvenna hvei’fa frá starfi sama ár og þær eru kaupskráðar. En að tveimur árum liðnum hafa 60% þessa hóps horfið frá starfi og aðeins 23% starfað að loknum námstíma þar til þær hætta sök- urn aldurs. Gífurlegur skortur á hjúkrunarkonum Þá er enn fremur þess að gæta. að Hjúkrunarskólinn var 198'/ stækkaður þannig að hann getur nú tekið á móti 80—90 nemend- um í einu og samkv. upplýsingum skólastjórans, Þorbjargar Jóns- dóttur. sem birtar eru í tímariti Mjúkrunarfélags íslands í öðru og 3. hefti bessa árs, þá voru 1968 nýir nemendur yfir 80. Síðan segir hún: „En á síðasta ári neyddumst við til að skera töluna niður í 60 þrátt fyrir mikla aðsókn. Útskrif- aðir nemendur í ór og næsta ár verða ea. 85, 1970 og um 80 1971. en tæpast útskrifast fleiri en 50— 60 nemendur 1972 og þetta dugar tæpast til að mæth þeirri miklu eftirspurn eftir hjúkrunarkonum. sem nú er fyrir hendi. Hún segir í þessari grein, að bað sé hægt að kenna milli 80—90 nemendum í einu og að skólinn hafi næailegt rými bæði fyrir bók- legu kennsluna og nógu mörg oláss af sjúkrahúsunum fyrir bá verklegu og stói-an hóp umsæki- enda með betri og samræmdari undirbúningsmenntun en fyrr, sem bíður eftir skólavist. Þrátt fyrir þetta er útlit fyrir, segir hún, að við verðum í framtjðinni að tak marka nemendafjölda verulega kannski jafnvel nú í haust, þa: sem gífurlegur skortur er á hjúfc unarkennurum."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.