Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 30. október 1970 TIMINN u Sovétríkin Framhald af bls. 7 Sameinuðu þjóðanna frá 12. nóv. 1987, að óhæft sé að leggja undir sig lönd með hernaði, að þau virði fullveldi, landssvæði, óhæði og pólitískt sjálfstæði hvers annars, að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að kotna í veg fyrir óvinveittar aðgerðir í garð hvers annars. f sovézku tillögunum er einn- ig gert ráð fyrir, að komið verði á friðlýstum beltum sitt hvoru megin við landamærin oe verði eftirlitssveitir frá Sam einuðu þjóðivnum þar staðset-t ar á ákveðnum stöðum og loks að stórveldin fjögur sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráðinu veiti beinar tryggingar fyrir landamærunum eða þá Ör- yggisráðið sjálfs? Þannig eru sovézku tillög- urnar. AFSTAÐA Sovétríkjanna er mótuð af fullum stuðningi við baráttu Arabarikja fyrir því að eytt yerði afleiðungunum af árás ísraels og þeirri af- stöðu verður ekki breytt. Þetta var enn ítrekað í ræöu L. Bréz- ujefs í Babú og í sameiginlegri yfirlýsingu Sovétríkjanna og Egyptalands. Stefna Sovétríkjanna sem miðar að alhliða stuðningi við Arabaríki — fórnarlömb ísra- elsku árásarinnar, er byggð á hlutlægum og staðföstum þátt- um. Það eru skammsýnir og fullkomlega óraunhæfir út- reikningar, að hægt sé að ná árangri með því að leggja fast að Sovétríkjunum, hvort sem það er viðvíkjandi hinum svo- nefndu „vopnahlésbrotum" við Súezskurð, eða fundi fulltrúa stórveldanna fjögurra um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sovétríkin hafa áhuga á því, að komið verði á traustum og réttlátum friði í löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafs — það er heimshluti, sem liggur að landamæram þeirra og því setja þau fram yfirvegaða og sundurgreinda áætlun um póli- tíska lausn á deilumálum Ar- aba og ísraels. Það er öllum þjóðum í hag, að þessar tillög- ur verði lagðar til grundvallar þeirri viðleitni, sem verður að leiða til þess að komið verði á varanlegum friði í þessum hættulega heimshluta. Evgení Primakof. ALLT Á SAMA STAÐ Vetrarvörur SNJÖKEÐJUR — NOKIA SNJÓHJÓLBARÐAR VATNSHOSUR — VATNSLÁSÁR KVEIKJUHLUTIR — MIÐSTÖÐVAR „EASY-START" GANGSETJARINN RÆSIVÖKVI — GANGSETNINGAR-KAPLAR RÚÐUÞURRKUR, BLÖÐ OG TEINAR VATNSKASSAÞÉTTIR — RAFGEYAAASAMBÖND — VATNSDÆLUR ALLS KONAR LJÓSAPERUR ROFAR ALLS KONAR — LUKTIR RAFGEYMAR — FROSTLÖGUR KRÖFUSENDING UM ALLT LAND Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 2-22-40. íþróttir Framhald af bls. 9 beiðni Fram fyrir á fundi í dag, og verður þá ákveðið hvort leikn- u-m verði frestað, en það þýðir að bikarkeppnin dregst um eina viku. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3 eða skammt tímabil eftir at- vikum. f sambandi við stefnu- mörkun í mennta- og menning armálum, sem að vísu spanna yfir víðáttumikið svið, er höfuð nauðsyn að gera sér grein fyrir eðlilegum „þörfum“ á vetfc vangi skólamála um lengri eða skemmri tíma. Er þá beinlínis átt við það, að leitazt sé við að gera sér grein fyrir og við- urkenna, hvei-jar kröfur nú- tímaþjóðfélag gerir á sviði skólamenntunar og fræðslu- starfsemi yfirleitt. Tillögu þessari er ætlað þa'5 markmið, að könnuð verði og áætluð raunveruleg þörf þjóð- félagsins fvrir skóla á ýmsum stigum og í ýmsum sérgrein- um næstu 10—15 ár.“ — TK Elliðaárbrýr Framhald aí bls. 1 er brúarsporðarnir hvíla á, fimm álna háir þeim megin, sem að ánum veit, og fimm álna breiðir fraamn, hálfubreið ari ofan, eða meir. Skakkinn allur ástreymis. Sigurður Jónsson, járnsmið- ur í Reykjavík hefur smíðað brýrnar sjálfar, en Björn Guð- mundsson, múrari í Reykjavík. staðið fyrir steinsmíðinni. Brýrnar voru teknar út, laug- ardag 3. nóvember í hendur sýslunefnd Gullbringu- og Kjós arsýslu. Til þess að standast kostn- aðinn hefur landshöfðinginn veitt sýsl'unni 1200 krónur af vegabótafé og 4000 króna lán, gegn venjulegum vöxtum og afborgunum á tíu árum. Kostn- aðudnn mun hafa farið tölu- vert fram úr þessu hvoru tveggja. Vantar þó enn nokk- uð, til þess, að verkið megi heita fullgert. Rimlarnir þurfa t.a.m. að ná miklu lengra upp á kampana. Sömuleiðis eru þeir of gisnir. Ennfremur vant ar ofaníburð i brúarsporðana, og svo veg að brúnum, beggja vegna. Þær eru góðan spöl fyr- ir neðan þjóðveginn. En ómet- anlegt hagræði er samt að þeim, eins og þær eru og sömu not í bráð, sem að járnbrúm, sem auðvitað hefðu verið ákjós anlegri, þar með veglegri á að líta og til afspurnar, svona fast við höfuðstaðinn, þar sem jnest er mannaferð á landinu, þar á meðal af útTendingum.“ 15% Framhald af bls. 1 sem athuga þyrfti í því sambandi. I dag kostar mjólkurhyrnan 18 krónur í Reykjavík, og ef mjólk og rjómi lækka í samræmi við hækkun á áfengi on tóbaki, er ekki fjarri lagi að mjólkurlítrinn korni til með að kostaa á milli 13 og 14 krónur. Frá Alþingi sem þeir fengu í sumar, væri rétt, þá væri ljóst, að þetta mál, snerti alla aðila, ekki aðeins ríkisstj. og ríkisstarfsmemn. Minnti hann á að annað launafólk í landinu hefði í sumar fengið 15—18% kauphækk un og bar hana í því sambandi við hugsanlega kauphækkun ríkisstarfs manna. Þórarinn Þórarinsson (F) vakti athygli á því, vegna samburðar, sem gerður hafði verið á opinber- um starfsmönnum og öðrum stétt- um í landinu, að þótt oplnberir starfsmenn hefðu fengið 15% kaup hækkun í sumar, hefðu þeir oft á undar.förmum árum fengið minni kauphækkun en aðrar stéttir. Eðli legt væri, að þeir fengju það bætt í samningunum. — Að lokum sagði Þórarinn að varla \ æri ástæða til að óttast, að rikisstjórnin myndi skamimta opimberum sitarfsmönn- um of mikið kaup. Ráðstefna um „þróunaraðstoð - fylgi þings og þjóðar“ Helgina 31. október — 1. nóvem- ber n.k. efna Herferð gegn hungri og Félag Sameinuðu þjóðamna til ráðstefnu í tilefni 25 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna um „þróunp.r aðstoð — fylgi þings og þjóðar”. Þar verður reynt að finna leiðir til a@ vekja og auka skilning al- memnings og alþingismanna á Þrjú umferðarslys OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Skömmu eftir hádegi í dag varð umferðarsTys á móts við Suðurlandsbraut 4. Skódabíl var ekið út af bílastæðinu sem þar er og þvert yfir akreinarnar, og lenti fyrir vörubíl sem var á leið- inni austur Suðurlandsbraut. Varð áreksturinn harður og skemmdist Skódinn mikið. Var ökumaður hans fluttur á slysavarðstofu, en fékk að fara heim að lokinni at- hugun. Skömmu síðar varð slys á Hverf- isgötu við Smiðjustíg. Þar var piltur á vélhjóli að fara yfir Hverf isgötu, en bíll kom á móti honum og beygði, lenti pilturinn yfir bílimn. Skaddaðist hann lítillega. Annar piltur á vélhjóli varð fyrir bíl á mótum Kringlumýrar- brautar og Sléttuvegar. Ók hann framhjá bíl, sem var við stöðvun- arskyldti og beint fyrir bíl sem ók á grænu Ijósi. Kastaðist pilt- urinn á hlið bílsins og brunaði rúða, síðan hentist hann í götuna, en slapp furðulítið meiddur. Var hann með öryggishjálm. Umferðarslys og árekstrar OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Tvö uimferðarslys urðu með stuttu millibili í Reykjavík í dag. Einnig var mikið um bilárekstra, þrátt fyrir bjart veður og að akst- urskilyrði væru eins góð og bezt getur orðið. Fyrra slysið varð rétt fyrir kl. 12. Varð sjö ára gamall drengur fyrir vörubíl á Lönguhlíð. Bíll- inn var á leið suður Lönguhlíð- ina. Þrír drengir voru á gang- stéttinni, rétt norðan Miklubraut- ar. Einn drengjanna hljóp út á götuna og fyrir vörubíTinn. Lenti hann fyrir hægra framhorni bils- ins, og kastaðist í götuna. Meidd- ist hann talsvert og var talin hætta á að drengurinn hefði skaddast á höfði. Rétt eftir að þetta slys varð' valt bíll á Miklubraut, rétt hjá benzínsölu Shell. Þar var litlum fólksbíl, af Sumbeam gerð ekið á hægri akrein. Til hliðar við hann, á vinstri akreininni ók sendiferð- bíll. Allt í enu beygði síðarnefndi bíllinn til hægri í veg fyrir fólks- blinn, sem lenti á kansteinunum og valt. Stöðvaðist bíllinn á þak- inu. Farþegi sem í honum var meiddist og var fluttur á slysa- varðstofu, og ökumaður kvartaði um meiðsli. Bíllinn er mikið skemmdur. Árekstrar voru óvenju margir í dag þótt veður væri bjart og gott og götur þurrar. vandamálum þróunarlandanna. Starfið mun að mestu fara fram í umræðuhópum, sem fjalla munu um þátt alþingis og fjárveitinga- valds, fjölmiðla og skóla í áróðri fyrir þróunaraðstoð. Framsögu- menn verða Magnús Jónsson fjár- málaráðherra, Haraldur Ólaf.-ron dagskrárstjóri og Ólafur Haukur Árnason deildarstjóri, en Emil Jónsson utanríkisráðherra mun í upphafi rúðstefnunnar flytja stutt ávarp. Seinni daginn verður al- mennur og frjáls umræoufundur um viðfangsefnið og er æskulýðs- samtökum stjórnmálaflokkanna boðið að senda fulltrúa sína þangað til umræðna. Eins og áður er getið fer ráð- stefna þessi fram í Norræna hús- inu og stendur, kl. 14—18 báða dagana þ.e. 31. okt. — 1. nóv. Ráðstefnan er öllum opin og er fólk hvatt til að fjölmenna og taka þátt í umræðum um þýðingarmikið mál. Sérstaklega eru þátttakendur í hungurvökum HGH hvattir til að koma. Tveir sækja um embætti hæstaréttar- dómara Útrunnin er umsóknarfrestui um embætti hæstaréttardómara sem auglýst var laust til umsókn ar 21. september sl. Umsækjendur um ómbættið i Bjarni K. Bjarnasoa, borgardóm ari, Magnús Torfasom, prófessor Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 29. október 1970.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.