Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 20. mars 2003
Nýtt afgreiðslukerfi:
ÁTVR
semur við
Streng
VERSLUN Skrifað hefur verið
undir samning milli Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins og
Strengs hf. um nýtt afgreiðslu-
kerfi fyrir verslanir ÁTVR.
Ríkiskaup bauð verkið út og
fengust tilboð frá tíu aðilum.
Núverandi afgreiðsluhugbún-
aður er kominn nokkuð til ára
sinna. Vélbúnaði eða af-
greiðslutölvum verður skipt út í
áföngum og er þetta lokaáfang-
inn í endurnýjun upplýsinga-
kerfa fyrirtækisins sem hófst
fyrir þremur árum. ■
á hreint ótrúlegu verði
Skrifborðsstóll
Tilboðsverð
49.900
Verð áður
69.975
Hæðarstillanleg seta og bak.
Dýptarstillanleg seta.
,,Fljótandi“ setu- og bakhalli,
fylgir hreyfingum notandans.
Seta og bak læsanlegt í hvaða
stöðu sem er.
Mótstöðustilling í baki.
Hæðar- og hliðarstillanlegir
armar. Hörð og mjúk hjól.
5 ára ábyrgð
Hallarmúli 4 • sími: 540-2000 • fax: 568-9315
penninn@penninn.is • www.penninn.is
T
il
b
o
ð
ið
g
il
d
ir
ú
t
a
p
r
íl
2
0
0
3
e
ð
a
m
e
ð
a
n
b
ir
g
ð
ir
e
n
d
a
s
t
JARÐGÖNG Milli tvö og þrjú hund-
ruð Siglfirðingar komu saman í
Héðinsfirði við væntanlegan jarð-
gangamunna og fögnuðu því að nú
væri búið að senda útboðsgögn
um jarðgöngin til valinna verk-
taka.
Sverrir Sveinsson veitustjóri
flutti ávarp og sagði að langþráðu
takmarki væri náð.
„Stór stund er nú runnin upp í
samgöngumálum Norðurlands
með því að útboðsgögn um þetta
stærsta verkefni Íslendinga í
vegamálum hafa verið send út.
Siglfirðingar mega svo sannar-
lega gleðjast þar sem þeirra hag-
ur verður trúlega mestur af þess-
ari framkvæmd, Ástæða er til að
fagna þessu takmarki sem nú er
náð, sem hefur þegar grannt er
skoðað ekki tekið svo langan tíma
frá því að því var fyrst hreyft,
miðað við umfang verksins og
kostnað,“ sagði Sverrir í ávarpi
sínu. ■
FUNDAÐ Í BRUSSEL
Chris Patten, verðandi kanslari Háskólans í
Oxford, stýrði fundi um uppbyggingu
Afganistans.
Uppbygging Afganistans:
Lofa
stuðningi
BRUSSEL, AP Fulltrúar Bandaríkj-
anna, Evrópusambandsins og Jap-
ans hétu því að styðja myndarlega
við bakið á Afgönum í endurupp-
byggingu landsins eftir tveggja
áratuga borgarastríð.
Eftir fund í Brussel hétu
Bandaríkjamenn því að veita and-
virði 63 milljarða króna í aðstoð á
þessu ári. Japanir hétu nær 40
milljörðum á tveimur og hálfu ári
og Evrópusambandið hét því að
veita Afgönum 35 milljarða króna
stuðning í ár. Ashraf Ghani, fjár-
málaráðherra Afganistan, segir
landið þurfa 1.200 til 1.500 millj-
arða króna í efnahagsaðstoð
næstu tvo áratugina. ■
Íraskur herforingi
í Danmörku:
Stakk af úr
stofufangelsi
KAUPMANNAHÖFN, AP Lögreglan í
Ringsted á Sjálandi hefur gefið út
alþjóðlega handtökuskipun á hend-
ur fyrrum íröskum hershöfðingja,
Nizar al-Khazraji, sem verið hefur í
stofufangelsi í Danmörku síðan í
nóvember 2002. Al-Khazraji hvarf
frá heimili sínu á Suður-Sjálandi en
að sögn sonar hans skrapp hann út
til þess að fá sér sígarettu og sneri
ekki aftur.
Al-Khazraji var settur í stofu-
fangelsi eftir að hann gerði tilraun
til þess að komast til Norður-Írak en
hann er grunaður um að hafa borið
ábyrgð á gasárásum á Kúrda á
svæðinu árið 1988. Hann var rekinn
úr embætti árið 1990 af Saddam
Hussein en hafði nýlega lýst því
yfir að hann vildi komast til Írak til
þess að leiða þjóð sína í baráttunni
gegn Hussein. ■
MIKIL SAMGÖNGUBÓT
Það má með sanni segja að mikil breyting til batnaðar verður á samgöngumálum þeirra
Siglfirðinga við að fá jarðgöngin. Þarna má sjá breytinguna á vegalengdinni til Ólafsfjarðar
með tilkomu ganga.
Siglfirðingar fagna:
Undirbúningur
jarðganga hafin
Hagnaður Pharmaco:
Rúmir þrír
milljarðar
UPPGJÖR Hagnaður samheitalyfja-
fyrirtækisins Pharmaco var rúmir
þrír milljarðar á síðasta ári. Hagn-
aður fyrirtækisins tvöfaldaðist á
milli ára. Velta félagsins jókst um
þrjá milljarða milli ára. Rekstrar-
hagnaður fyrir afskriftir, skatta og
fjármagnsliði var tæpir fjórir millj-
arðar samanborið við 3,2 milljarða
árið áður. Framlegð síðasta árs-
fjórðungs var undir væntingum og
skýrist það meðal annars af breyt-
ingum á gengi krónunnar. ■