Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 20. mars 2003 ■ TÓNLEIKAR Tónleikar gegn fíkniefnum Klukkan hálfníu í kvöld hefj-ast tónleikar á fimm stöðum úti á landi þar sem fram koma kórar og einsöngvarar. Nánar tiltekið á Ólafsvík, Egilsstöðum, Selfossi, Ísafirði og Akureyri. Aðgangseyrir að þessum tón- leikum verður notaður til þess að styrkja forvarnir gegn fíkni- efnanotkun unglinga. Á laugardaginn verða svo stórtónleikar í Hallgrímskirkju með fimm hundruð manna kór og einsöngvurum, einnig til styrktar sama málefni. Það er Kammerkór Reykjavíkur sem hefur skipulagt þetta verkefni í samvinnu við Ungmennafélag Íslands. „Þetta verður notað til að kynna fyrir foreldrum grunn- skólanema helstu einkenni fíkni- efnaneyslu unglinga. Það verða ungmennafélögin og líklega for- eldrafélögin á hverjum stað sem sjá um kynninguna. Hugsanlega verða einnig gerðar kvikmyndir til að sýna í skólunum,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórs Reykjavíkur, sem ásamt núverandi stjórn kórsins hefur skipulagt styrktartónleika fyrir ýmis málefni árlega nú í nokkur ár. Eitt árið var sungið til styrktar geðfötluðum, árið eftir hjartveikum börnum og í fyrra Götusmiðjunni, sem átti þá í fjárhagserfiðleikum. „Það má segja að þetta hafi byrjað fyrir fimm árum. Þá var maður í kórnum hjá okkur sem var í hjólastól. Hann fór að tala um að það væri svo mikið af fólki í þjóðfélaginu sem kæmist ekki á tónleika vegna fötlunar. Þannig að við ákváðum að halda sértónleika fyrir mikið fatlað fólk, og höfðum þá gott pláss fyrir hjólastóla. Síðan hafa verið svona tónleikar árlega.“ ■ SUNGIÐ TIL STYRKTAR GÓÐU MÁLEFNI Í kvöld verða tónleikar víða um land til styrktar forvörnum gegn fíkniefnanotkun. SÖLUHÆSTU PLÖTURNAR Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR 10.-16. MARS 1. Norah Jones - Come Away With Me 2. Írafár - Allt sem ég sé 3. Nick Cave - Nocturama 4. Sigur Rós - ( ) 5. AC/DC - Back In Black 6. Michael Jackson - Thriller 7. Sálin hans Jóns míns - Sól & Máni 8. Massive Attack - 100th Window 9. Sigur Rós - Ágætis Byrjun 10. Turin Brakes - Ether Song NORAH JONES Hefur náð að heilla ís- lenska tónlistarkaup- endur upp úr skónm. ■ ■ LEIKSÝNINGAR  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld með Theo- dór Júlíusson og Berg Þór Ingólfsson í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Guðjón Pedersen.  21.00 Beyglur með öllu í Iðnó. Fáar sýningar eftir.  21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. ■ ■ SKEMMTANIR  19.45 Þriðja kvöld Músíktilrauna Tónabæjar og Hins Hússins verður hald- ið í Hinu húsinu.  20.00 Vinir Dóra verða með blús- kvöld á Vídalín.  21.00 Hljómsveitin Hvanndals- bræður heldur sína fyrstu opinberu tón- leika á Græna hattinum á Akureyri. Tónlistin sem þeir félagar flytja eru aðal- lega þjóðlög, lög sem þeim finnst að ættu að vera þjóðlög, og lög sem þeir telja vafalítið að verði þjóðlög.  22.00 Moody Company skemmtir á Laugavegi 11. Krummi og Franz verða í takt.  Hljómsveitin Tenderfoot verður með tónleika á Kránni, Laugavegi 73. ■ ■ FRAM UNDAN  Dagana 21.-23. mars halda Guð- björg Gissurardóttir hönnuður og Pálína Jónsdóttir leikkona námskeið í Lónkoti, Skagafirði fyrir alla sem hafa áhuga á sköpun, hugmyndum og litrík- ara lífi. Sköpunargáfan verður sett í hleðslu fjarri skarkala hversdagslífsins. ■ ■ SÝNINGAR  Bernd Koberling sýnir verk sín í i8 við Klapparstíg.  Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn sýnir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Verkin á sýningunni nefnast Sálir og Skuggi.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi. Á henni getur að líta málverk, höggmyndir, keramík, vefnað, búninga, ljósmyndir, hljóðfæri, bíómyndir og póstkort.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn- ing á áður ósýndum verkum listakon- unnar Louisu Matthíasdóttur. Sýnd verða málverk og vatnslitamyndir úr vinnustofu listakonunnar á 16. stræti í New York þar sem fjölskyldan bjó lengst af og einnig vinnustofu hennar hér heima í Reykjavík.  Gylfi Gíslason sýnir landslagsmál- verk í kaffihúsinu Mokka við Skóla- vörðustíg.  Jóhannes Geir listmálari sýnir um 70 verk í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Rúmlega tuttugu ár eru frá því Jóhannes Geir hélt síðast sýningu á verkum sín- um.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur valið myndlistarverk eftir ýmsa lista- menn á sýninguna Þetta vil ég sjá í Gerðubergi.  Davíð Oddsson forsætisráðherra valdi tíu listamenn til þátttöku í sýningu sem nefnist Að mínu skapi og stendur yfir í Baksalnum í Galleríi Fold.  Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands á ljósmyndum ársins stendur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Á neðri hæðinni eru auk þess sýndar ljós- myndir Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu 20 árum hans á Morgunblaðinu.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is Ég sá síðasts ý n i n g u Helga Þorgils Friðjónssonar á Kjarvals- stöðum,“ segir Birgir Ár- mannsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Verslunarráðs Íslands. „Ég hafði afskaplega gaman af sýn- ingunni eins og verkum Helga yf- irleitt. Maður er nú orðinn vel kunnugur persónum hans, eða þessum skemmtilegu fígúrum, en ég hafði þó mest gaman af tilraun- um hans með önnur mótív eins og landslag og ýmsar smámyndir.“ Mittmat ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.