Fréttablaðið - 20.03.2003, Page 30

Fréttablaðið - 20.03.2003, Page 30
Glaðbeittur tuttugu manna hóp-ur hélt utan í gær til New York undir forystu Sverris Agn- arssonar, markaðsstjóra Skjás eins. Tilgangur fararinnar er að kynna sér hvernig kaupin gerast á eyrinni meðal stóru strákanna í henni Ameríku. Með í för verða ýmsir markaðs- og auglýsinga- menn svo sem: Sverrir Björnsson hjá Hvíta húsinu og Jón Jóhann Þórðarson hjá Íslensku auglýs- ingastofunni auk Jóhanns Páls Valdimarssonar frá JPV-útgáfunni svo einhverjir séu nefndir. Þetta fríða föruneyti ætlar meðal ann- ars að kíkja við á CBS, NBC, MTV og Tribeca Grill og hitta Erwin Efron, sem mun vera einn helsti auglýsingaspekingur heims. Mun hann leggja okkar mönnum lín- urnar. Hemmi Gunn hefur selt rekst-ur veitingastaðar síns í Tælandi og er það annar Íslend- ingur sem tekur við. Veitinga- staðurinn hefur verið lifibrauð Hemma ytra um árabil og gengið bærilega. En nú hyggur sjón- varpsstjarnan fyrrverandi á nýja landvinn- inga þó að hann gefi ekki upp hverjir þeir eru. Hemmi kom í heimsókn hingað til lands fyrir skemmstu en hélt af landi brott eftir að hafa rekið erindi sín og gekk þá frá sölu á veit- ingastað sínum. Staðurinn er í þriggja stjörnu hótelbyggingu og vel sóttur af hótelgestum. Hefur Hemmi verið með afbragðs starfsfólk sem ætlar að halda áfram störfum undir nýjum eig- anda. Sjálfur býr Hemmi áfram á hótelinu eins og hann hefur gert til þessa. Ytra gengur hann undir nafninu Rambo. Hrósið 30 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR Breytingar í háloftunum: Ráðuneyti skoðar flugfarseðla SAMGÖNGUR „Þetta kallar á nýja hugsun hér í ráðuneytinu,“ segir Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, um nýjar aðstæður sem upp eru komnar í flugmálum þjóðarinnar. Á hann þar við farmiðakaup rík- isins vegna ferða opinberra starfsmanna til útlanda. Tilkoma lággjaldafélagsins Iceland Ex- press, svo og nettilboð alls konar í flugi, hafa breytt forsendum sem fjármálaráðuneytið gekk út frá þegar samið var við Ferða- skrifstofu Íslands um allar utan- landsferðir á vegum hins opin- bera: „Það er vinna í gangi hér í ráðuneytinu sem miðar að því að aðlagast þessum nýju aðstæðum þótt niðurstaða liggi ekki enn fyrir,“ segir Baldur Guðlaugsson og leggur áherslu á að nú verði að horfa til þess hvernig hægt sé að laga þann samning sem í gildi er við Ferðaskrifstofu Íslands að breyttu umhverfi. „Samningur- inn er í gildi fram til næstu ára- móta og við sjáum ekki fyrir hvað gerist þá, hvort sem farið verður í útboð vegna farmiða- kaupanna eða ekki,“ segir ráðu- neytisstjórinn. Þegar hefur ein opinber stofn- un pantað farseðil hjá Iceland Express fyrir starfsmann sinn og er það í trássi við reglur sem gilda vegna samningsins við Ferðaskrifstofu Íslands. Forráða- menn Iceland Express telja þó að fleiri opinberar stofnanir séu í viðbragðsstöðu og geti vel hugs- að sér að eiga viðskipta við félag- ið ef för starfsmanna er heitið til Kaupmannahafnar eða London. Það sé kappsmál stjórnenda rík- isstofnana að spara og þarna sé það bersýnilega hægt. ■ ICELAND EXPRESS Tilkoma félagsins hefur ásamt öðru kallað á nýja hugsun í fjármálaráðuneytinu vegna ferðalaga opinberra starfsmanna til út- landa. STJÓRNMÁL Ungir framsóknarmenn í höfuðborginni hafa skorið upp her- ör gegn formanni sínum í Íraksdeil- unni með samþykkt sem gengur þvert á skoðanir og yfirlýsingar Hall- dórs Ásgrímssonar: „Við erum ósátt- ir við þróun al- þjóðamála og erum að bregðast við því,“ segir Haukur Logi Karlsson, for- maður Félags ungra framsóknarmana í Reykja- víkurkjördæmi suður. Haukur skip- ar sjöunda sætið á lista flokksins í kjördæminu en starfar annars sem járnabindingamaður: „Við erum ekki að hjóla í formanninn þó að við séum ekki sammála honum. Alvar- legra þykir okkur að ekki sé farið eftir samþykktum Sameinuðu þjóð- anna og það er alveg ljóst að Hall- dór Ásgrímsson túlkar ástandið öðruvísi en við,“ segir Haukur Logi, sem gekk í Framsóknarflokkinn fyrir fjórum árum og stefnir að frama innan hans. „Ég á ekki von á neinum eftirmálum vegna þessarar samþykktar okkar. Þetta er eitt- hvað sem við þurftum að gera til að fylgja sannfæringu okkar,“ segir hann. Samhliða starfi sínu fyrir unga framsóknarmenn og framboð í Reykjavík starfar Haukur Logi sem verktaki í samvinnu við aðra í járnabindingum í nýbyggingu Verslunarskólans. Segist vera erfðafræðilegur framsóknarmaður eins og margir aðrir; ættaður úr Flóanum og Skagafirði: „Þar eru margir framsóknarmenn en genin sæki ég í móðurættina. Faðir minn er hins vegar sjálfstæðismaður,“ segir Haukur Logi. Ekki ætlar ungi framsóknar- maðurinn að standa í járnabinding- um allt lífið; starfið sé erfitt og taki á bak og hné. Þess vegna lítur hann vonaraugum yfir til Háskólans í Reykjavík og hyggst hefja þar nám í viðskiptalögfræði næsta vetur: „Maður verður að ná sér í einhverja menntun,“ segir hann hvernig svo sem Íraksdeilan fer eða kosn- ingarnar hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík suður. eir@frettabladid.is Járnabindingamaður gegn formanninum Formaður félags ungra framsóknarmana í Reykjavík suður er á önd- verðum meiði við Halldór Ásgrímsson í Íraksdeilunni. Segist þó ekki vera að hjóla í formanninn heldur frekar að fylgja eigin sannfæringu. Fær Birgir Andrésson myndlistarmaðurfyrir að láta sér detta í hug að nota stækkuð frímerki frá 1930 til að skreyta vínbarinn í Norrænu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Fréttir HAUKUR LOGI KARLSSON Í VINNUNNI Í framboði fyrir Fram- sóknarflokkinn en ályktar gegn yfirlýstri stefnu formannsins í alþjóðamálum. ■ Segist vera erfðafræðilegur framsóknar- maður eins og margir aðrir; ættaður úr Fló- anum og Skagafirði. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Íslandsfugl og Íslandsflug ætla ekki að sameinast undir nafninu Chicken Air. af fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.