Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 12
Fréttablaðið er mest lesna dag-blað á Íslandi. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar fjölmiðla- könnunar Gallups. Það er sama hvaða viðmiðun er notuð; Frétta- blaðið er mest les- ið. Fréttablaðið er mest lesna dag- blaðið á höfuð- b o r g a r s v æ ð i n u , mest lesið á Suð- v e s t u r h o r n i n u , mest lesið á Akur- eyri og mest lesna dagblaðið á landsbyggðinni. Fréttablaðið er mest lesna blaðið meðal ungs fólks, miðaldra fólks og eldra fólks. Og Fréttablaðið er mest lesið meðal karla jafnt sem kvenna. Með öðrum orðum: Fréttablaðið er mest lesna dag- blaðið af öllum og alls staðar. Í mánaðargamalli könnun Gallups var lítill munur á lestri Fréttablaðsins og Morgunblaðs- ins. Forysta Fréttablaðsins var aðeins 0,2 prósent. Nú bregður svo við að lestur á Fréttablaðinu vex um 3,5 prósentustig en lestur á Morgunblaðinu minnkar um 5,7 prósentustig. Munurinn á lestri blaðanna í dag er því næstum 10 prósentustig. Þetta eru miklar breytingar á einum mánuði. Að hluta til má rekja þær til þess að Suðurnes eru nú orðin hluti af dreifingarsvæði Fréttablaðsins og að fyrir mánuði vóg áskriftar- herferð Morgunblaðsins nokkuð þungt. En þetta tvennt dugir ekki til. Þessi mikla sveifla á svo skömmum tíma bendir til að bilið á milli blaðanna kunni að aukast enn meira. Markmið Fréttablaðsins hefur alltaf verið að blaðið verði grunn- urinn að dagblaðalestri á Íslandi. Því markmiði er líklega náð. Þeir landsmenn sem vilja lesa meira en Fréttablaðið munu gerast áskrifendur að hinum blöðunum. Hvort sá hópur er svo stór að hann muni standa undir meira en 50 prósenta meðallestri áskrift- arblaða mun framtíðin leiða í ljós. Það er alls ekki gefið að Fréttablaðið muni grafa undan lestri á áskriftarblöðunum. Sam- anlagður lestur Morgunblaðins og DV var fyrir tilkomu Frétta- blaðsins yfirleitt um eða yfir 100 prósent. Samanlagður lestur áskrifendablaðanna er í dag tæp- lega 75 prósent. Hins vegar hefur samanlagður dagblaðalestur vax- ið í um 136 prósent. Með öðrum orðum les hver Íslendingur að meðaltali eitt dagblað og þriðj- ung úr öðru til viðbótar á hverj- um degi. Tilkoma Fréttablaðsins hefur því aukið mjög dagblaða- lestur á landinu. Það er ekki tilefni í dag til að rifja upp hrakspár um útgáfu Fréttablaðsins. Þær hafa fylgt blaðinu frá upphafi. Í dag er stað- an hins vegar sú að Fréttablaðið hefur afgerandi forystu á hin dagblöðin. Flest bendir til að þessi forysta eigi aðeins eftir að vaxa á næstu mánuðum og miss- erum. Þrátt fyrir mikinn vöxt á skömmum tíma er rekstur Fréttablaðsins í góðu jafnvægi og hefur skilað nokkrum hagnaði alla mánuði frá því í október á síðasta ári. Útgáfufélag Frétta- blaðsins, Frétt ehf., býr að ágætri eiginfjárstöðu og er tilbúið til enn frekari sóknar. Auðvitað var hugmyndin að baki Fréttablaðinu óvanaleg. Flestir þurftu að láta segja sér það tvisvar að hugmyndin væri að gefa út ókeypis dagblað og bera það út án endurgjalds heim til fólks. En sem betur fer er það svo að það eru ekki aðeins vana- legar hugmyndir sem eru góðar. Ef við trúum því búum við til ver- öld sem er bæði fyrirsjáanlegri og leiðinlegri en lífið býður upp á. Til að framkvæma óvanalegar hugmyndir þarf óvanalegt fólk til að framkalla þær. Og Fréttablað- ið hefur verið lánsamt að búa að bæði dugmiklu og kjörkuðu starfsfólki sem hefur leitast við að svara óskum lesenda. Þótt í dag sé tilefni til að fagna góðum viðtökum gerir starfsfólk Frétta- blaðsins sér grein fyrir að vandi fylgir vegsemd hverri. Og það tekur langan tíma að byggja upp gott dagblað. En góðar viðtökur og sífellt vaxandi eru bæði krafa og hvatning til verksins. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stöðuna á dagblaðamarkaði. 12 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sumarið 1937 fóru fram þing-kosningar á Íslandi. Við völd hafði þá setið stjórn Framsóknar og Alþýðuflokks undir forsæti Hermanns Jónassonar, en Her- manni hafði verið stillt upp sem forsætisráðherraefni Framsóknar að kröfu Alþýðuflokksins, sem ekki vildi í samsteypustjórn undir forustu formanns Framsóknar- flokksins, sem var Jónas Jónsson frá Hriflu. Í þá daga, eins og nú, gengu flokkarnir óbundnir til kosninga, en margir töldu þó ein- sýnt að fengist til þess styrkur myndu stjórnarflokkarnir endur- nýja samstarfið. Blikur voru þó á lofti Alþýðuflokksmegin, enda var uppgangur kommúnista tals- verður og háværar raddir um nauðsyn þess að sameina flokkana á vinstri kantinum. Sjálfstæðis- flokkurinn, „stjórnarandstaðan”, hins vegar var að gæla við að ná hreinum meirihluta í kosningun- um. Margir töldu því víglínurnar nokkuð skýrar, þegar Jónas frá Hriflu kom óvænt fram með eitt af sínum mörgu pólitísku útspil- um. Tíu dögum fyrir kosningarn- ar skrifaði formaður Framsóknar- flokksins grein í Nýja dagblaðið sem hann kallaði „Eftir kosning- ar“ og opnaði þar upp á gátt fyrir möguleikann á samstarfi Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks. Grein Jónasar vakti að sjálfsögðu mikla athygli, enda sprengdi hún upp þær óformlegu víglínur sem myndast höfðu milli „stjórnar og stjórnarandstöðu“. Auk þess kom þetta útspil úr óvæntri átt, því eins og Þórarinn Þórarinsson seg- ir í Sókn og sigrum, sögu Fram- sóknarflokksins 1937-1956: „Fram að þessu hafði Jónas verið sá for- ustumaður Framsóknarflokksins, er hafði verið andstæðastur sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Málgögn Alþýðuflokks og Komm- únistaflokksins veittust harðlega að Jónasi fyrir „hægra brosið“, eins og þessi grein var almennt kölluð.“ Hriflu-Jónas í tísku Tilvísunin um „hægra bros Framsóknar“ hefur lifað í hinu pólitíska myndmáli allar götur síðan sem áminning um að í póli- tík getur hið ólíklega á skömmum tíma orðið líklegt. Síðustu daga og vikur hefur komist í tísku að bera þá kosn- ingabaráttu sem nú stendur yfir saman við stjórnmálin á dögum Jónasar frá Hriflu. Þykir baráttan nú bæði harðari og persónulegri en verið hefur um skeið og má það vissulega til sanns vegar færa. Og fyrst menn eru á annað borð byrj- aðir á samanburði við fortíðina er freistandi að halda leiknum áfram. Þannig ber nefnilega við að nú, 66 árum eftir að formaður Framsóknarflokksins spilaði út „hægra brosinu“ tíu dögum fyrir kosningar 1937, kemur formaður Framsóknarflokksins með útspil undir öfugum formerkjum um tíu dögum fyrir kosningar. Þetta nýja útspil mætti hæglega kalla „vinstra brosið.“ Útspil Halldórs Halldór Ásgrímsson, sem margir hafa talið manna hallastan í Framsókn undir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, kom nú í vik- unni fram með mjög alvarlega gagnrýni á skattaloforð sam- starfsflokksins og æðstu herfor- ingjar Halldórs hafa tekið undir með honum. Þannig lýsti Valgerð- ur Sverrisdóttir því t.d. yfir í sjón- varpsþætti í norðlenska sjónvarp- inu Aksjón að hún teldi litlar sem engar líkur til að Framsókn færi í stjórnarsamstarf með Sjálfstæð- isflokknum ef þessi skattapakki ætti að fylgja með. Það merkilega við þessa yfir- lýsingu er að líkt og hægra brosið 1937 sprengir hún upp þá form- legu og óformlegu víglínu sem myndast hefur milli „stjórnar og stjórnarandstöðu“ í kosningabar- áttunni. Jafnframt gefur hún þeim möguleika undir fótinn, að Framsókn horfi til vinstri þegar kemur að stjórnarmyndun. Það eitt út af fyrir sig getur skipt miklu, ekki bara fyrir Framsókn heldur líka fyrir trúverðugleika og líkur á að mynduð verði vinstri- eða miðjustjórn í landinu eftir kosningar. Fleiri kostir hugsanlegir Með þessu er auðvitað ekki verið að segja að vinstra bros Halldórs sé yfirlýsing um að hann stefni á slíka stjórn, síður en svo. Hægra brosið fyrir 66 árum leiddi ekki til stjórnar- skipta þó samstarf stjórnarflokk- anna hafi fljótlega farið út um þúfur af öðrum ástæðum. Vinstra bros Halldórs nú gæti raunar verið brella til að skapa flokkn- um ákveðna sérstöðu gagnvart Sjálfstæðisflokknum, enda er at- hyglisvert að gagnrýnin beinist að kosningaloforðum „í framtíð- inni“ en ekki samstarfinu eða fortíðinni. En það breytir ekki því að vinstra brosið kann líka að vera raunveruleg opnun til vinstri, og sem slíkt fjölgar það hugsanlegum valkostum í stjórn- armyndunarstöðunni. Og þó for- maður Framsóknar hafi mikið brosað í þessari kosningabaráttu er athyglisvert að það er fyrst með vinstra brosinu að fylgið tekur kipp í könnunum. ■ Hveragerði Vilhjálmur Sigurðsson skrifar: Ég heyrði og sá í sjónvarpi aðeinn af núverandi ráðherr- um lofar það umhverfi sem af stöðugleika stafaði og þegar ég fór að velta þessu fyrir mér sá ég að þetta er það sem bæjar- málayfirvöld í Hveragerði virð- ast hafa haft að leiðarljósi í verulegum mæli, bæði bæjar- stjórn og nefndir á vegum bæj- arins. Má þar meðal annars nefna hvað bestu menn á meðal bæjar- ins eiga erfitt með að svara bréfum og hringja í fólk sam- kvæmt skilaboðum, enda geti þetta komið hreyfingu á einhver mál og þá er stöðugleikinn í hættu. Nefna má að fyrir nokkrum árum lenti ungur drengur í mjög erfiðu máli, ekki þótti ástæða til að gera mjög mikið til hjálpar þeim dreng. Vitna má í Frétta- blaðið áttunda og tíunda apríl, svokallað þríburamál þar sem fólkinu er tæpast ansað, greini- legt er að í þessum málum á að gera lítið og helst ekki neitt. ■ Miðbær Reykjavíkur Sigurbjörg skrifar: Á sumrin eru endalausar fram-kvæmdir í miðbæ Reykjavík- ur. Snyrtilegt og fallegt umhverfi er okkur öllum til sóma og býst ég við að það sé álit flestra. En í draumum mínum sé ég fyrir mér eitt sumar í miðbænum sem er laust við uppgröft og lokanir. Þegar hægt verður að ganga um með ís í brauðformi og njóta borgarinnar án þess að ganga fram á lokaðar götur og príla yfir planka. Bara eitt sumar, ætli það hafi gerst síðustu tíu til fimmtán ár? ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um möguleika í stjórnarsamstarfi. Vinstra bros Framsóknar ■ Bréf til blaðsins Mest lesið af öllum – alls staðar Birgir Ármannsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður Engin gjöld í framhalds- skólum reknum af ríkinu Það er ekki skoðun mín eða Sjálfstæðisflokksins að það eigi að leggja á skólagjöld í þeim framhaldsskólum sem eru reknir af hinu opinbera. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með menntamálin í þeirri ríkisstjórn sem nú situr, raunar lengur og hefur ekki tekið skref í þá átt. Framhaldsskólar sem reknir eru af einkaaðilum eða sjálfseignarstofnunum eins og Verslunarskólinn verða að sjálfsögðu að hafa svigrúm að innheimta hófleg skólagjöld af þeim sem velja sér þá námsleið en skóla- gjöldin eiga ekki heima í þeim framhaldsskólum sem eru reknir af hálfu ríkisins. ■ Þórey Edda Elísdóttir frambjóðandi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi Aðalatriðið er jafn réttur allra til náms Mér finnst engan veginn réttlætanlegt að inn- heimta skólagjöld í framhaldsskólum í opinberum skólum, það eiga allir að hafa jafnan rétt til náms. Þegar skólagjöld eru við lýði er verið að loka þá efna- minni frá og gefa þeim efnameiri betri tækifæri til þess að standa enn framar í lífinu en þeir efnaminni. Við hjá Vinstri grænum viljum sjá fjölbreytt náms- framboð, að krakkar hafi nægt val hvort sem um er að ræða verknám eða bóknám. Helst vildi ég sjá þau skólagjöld í framhaldsskólum hverfa og þá eins efnis- kostnað. ■ Deilt um skólagjöld Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Tólf ár ekki nægur tími? „Allt frá því að ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar tók við hefur við- kvæðið verið það að breytingar taki tíma, þær gerist ekki á einni nóttu. Auðvitað er það rétt. Tólf ára tímabil Davíðs Odds- sonar hjá ríkinu hefði þó átt að vera nægur tíma til að skila ár- angri.“ BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Á VEFNUM SAMFYLKING.IS Málefni eða auglýsingar „Það segir mikið um málefna- stöðu Samfylkingarinnar að hún eyðir gríðarlegum peningum og auglýsingaplássi í að níða skó- inn af Sjálfstæðisflokknum í stað þess að kynna eigin málefni.“ ANDRI ÓTTARSSON Á VEFNUM FRELSI.ISMISJAFNAR SKOÐANIR ERU UM HVORT EIGI AÐ INNHEIMTA SKÓLAGJÖLD Í FRAMHALDSSKÓLUM. ■ Með öðrum orðum: Frétta- blaðið er mest lesna dagblaðið af öllum og alls staðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.