Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 17
17FÖSTUDAGUR 2. maí 2003 Það er verið að tala um að eflamenningu úti á landi, með menningarhúsum,“ sagði Arndís Ásta Gestsdóttir, leikskólakennari á Selfossi, sem skipar 3. sæti Frjálslyndra í Suðurkjördæmi. „Ég held að menningin sem verið er að tala um komi fyrst og fremst þegar fólkið hefur atvinnu og þeg- ar fólkinu líður vel. Þá er fólk til- búið að taka þátt í kórastarfi og leiklist og hefur til þess tíma og peninga. Ef við fáum byggðirnar aftur af stað, þá fer allt hitt af stað.“ ■ Um menningarhús á landsbyggðinni: Menningin kemur með atvinnunni ARNDÍS ÁSTA GESTDÓTTIR Ef byggðirnar fara af stað fylgir hitt í kjölfarið. Bókhald Frjálslynda flokksinser opið og hefur verið opið frá fyrstu tíð,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson á fundinum, um bókhald Frjálslynda flokksins. „Við gerum grein fyrir öllum framlögum sem fara yfir 500 þúsund krónur,“ hélt hann áfram. „Okkur finnst, í Frjáls- lynda flokknum, að fjármál flokkanna eigi að vera opin. Fólkið í landinu á að fá að sjá hvernig fjármálin eru hjá flokk- unum og hvernig þeir eru styrkt- ir. Það er ekki í dag, því miður.“ Guðjón segir Frjálslynda hafa sett sér það markmið að eyða ekki meiru en 12 milljónum í kosningabaráttuna. „Ætli það sé ekki um það bil tíundi partur af því sem aðrir eyða í þessa bar- áttu,“ sagði Guðjón Arnar. „Við höfum hugsað okkur að reyna að standa við þetta markmið.“ ■ FRÁ FUNDI FRJÁLSLYNDRA Fundargestir fylgdust með af athygli og tóku virkan þátt í umræðum, sem snerust aðal- lega um sjávarútvegsmál. Guðjón A. um fjármál flokkana: Opið bókhald Ég bý í Grindavík og er sjó-mannsdóttir,“ sagði Kristín María Birgisdóttir, stúdent frá Grindavík, á fundi Frjálslyndra á Selfossi. Hún skipar 6. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Ég hef horft upp á það í mínu bæjar- félagi að fólk hefur fengið ótrú- legt fjármagn út úr fiskveiðum. Það er að rísa nýtt hverfi í Grindavík sem er í daglegu tali kallað Kvótahverfið. Þarna er líka gata sem heitir Árnastígur og heyrst hefur að sumir vilji Dav- íðsgötu líka, eða Halldórsstíg. En á sama tíma er líka í Grindavík fullt af strákum og mönnum sem kitlar í fingurna að komast út á sjó og stunda fiskveiðar, en geta ekki. Það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara mikilvæg at- vinnugrein. Þetta er líka ákveðinn lífsmáti fólks.“ ■ KRISTÍN MARÍA BIRGISDÓTTIR Skipar 6. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Um misskiptingu í sjávarútvegi: Kvótahverfið í Grindavík FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.