Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 13
■ Evrópa 13FÖSTUDAGUR 2. maí 2003 Allt í gar›inn ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 09 53 0 4/ 20 03 Er mosi í grasinu? á góðu verði 799kr. 890kr. 10 kg Blákorn Frítt Áburðarkalk Með hverjum 10 kg Blákornapoka færðu frían 5 kg poka af Áburðarkalki að verðmæti 399 kr. 15 ltr Hænsnaskítur SKOÐANAKÖNNUN Samband ríkis og kirkju er mjög umdeilt sam- kvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar Fréttablaðsins. Fólk skiptist í tvo hópa þegar það er spurt hvort það sé fylgj- andi eða andvígt algjörum að- skilnaði. Af þeim sem tóku af- stöðu er tæplega 51% fylgjandi algjörum aðskilnaði en rúmlega 49% eru andvíg. Rúmlega 22% sögðust vera óákveðin. Fólk í þéttbýli er hlynntara al- gjörum aðskilnaði ríkis og kirkju en landsbyggðarfólk. Um 54% íbúa í þéttbýli eru fylgjandi að- skilnaði, samanborið við 46% landsbyggðarfólks. Þá er einnig greinilegur munur á afstöðu kynjanna til málsins. Rétt tæp 55% karla eru fylgjandi aðskiln- aði ríkis og kirkju en rúmlega 46% kvenna. Karlar búsettir í þéttbýli eru hlynntastir aðskiln- aði því um 58% þeirra sögðust vera fylgjandi honum. Aftur á móti eru tæplega 59% kvenna bú- settra á landsbyggðinni andvíg algjörum aðskilnaði. Úrtakið í könnuninni, sem gerð var 26. apríl, var 1.200 manns og tóku um 75% þeirra af- stöðu. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) algjörum aðskiln- aði ríkis og kirkju? ■ Stríðið gegn fíkniefnum: Kostaði 2.000 manns lífið BANGKOK, AP Þrátt fyrir 2.000 óút- skýrð dauðsföll meðan á þriggja mánaða stríði taílenskra stjórn- valda gegn fíkniefnum stóð segir Thaksin Shinawatra forsætisráð- herra að mikill árangur hafi náðst. Átaki stjórnvalda gegn fíkniefna- verslun lauk á miðvikudag. Samkvæmt opinberum tölum féllu 42 grunaðir fíkniefnasalar fyrir hendi lögreglumanna. Yfir- völd telja flesta aðra hafa fallið í innbyrðis átökum fíkniefnasala. Mannréttindafrömuðir og Samein- uðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjum af að lögregla hafi tekið marga þeirra af lífi án dóms og laga. ■ AUKIÐ ATVINNULEYSI Fleiri voru atvinnulausir í Frakklandi í mars síðastliðnum en verið hefur í tvö og hálft ár. 9,3% vinnufærra Frakka eru án vinnu, en það er um tvær og hálf milljón ein- staklinga. BYSSUM SKILAÐ Eftir að lögregl- an hvatti almenning til að skila inn ólöglegum vopnum án þess að eiga lögsókn á hættu hefur 20.000 skotvopnum verið skilað inn til lögreglu í Bretlandi. Átakið kem- ur í kjölfar þess að tvær stúlkur voru skotnar til bana í Birming- ham. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Ráðherra skipar nefnd HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur til- kynnt að ráðuneyti hans muni ráð- stafa 35 milljónum króna til þess að styrkja rekstur Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja á árinu 2003. Jafnframt því verður leitað heimildar til þess að hækka rekstrargrunn stofnunarinnar sem þessari upphæð nemur á næstu árum. Auk þess verður leitað heimild- ar í fjáraukalögum 2003 til þess að ljúka frágangi lóðar við sjúkra- húsið. Heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd um framtíðarupp- byggingu, þróun og skipulag Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja, bæði heilsugæslu- og sjúkrahús- þjónustu. Nefndinni er ætlað að koma með tillögur um áframhald framkvæmda við stofnunina að loknum þeim áföngum sem ákvarðanir hafa verið teknar um og í ljósi þeirra áfanga sem þegar er lokið. Í vinnu sinni skal nefndin taka tillit til þeirra álitsgerða sem þegar liggja fyrir, svo sem skýrslu vinnuhóps sem skilað var til ráðherra í október 2001 um heilbrigðisþjónustu á Suðurnesj- um og framtíðarhlutverk D-álmu. Nefndin skal skila fyrstu skýrslu sinni fyrir 1. júlí 2003. ■ Karlar eru hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en konur: Umdeilt samband ríkis og kirkju Fylgjandi (39%) Andvígur (38%) Óákveðnir (23%) Ertu fylgjandi eða andvígur algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju? GRENSÁSKIRKJA Fjöldi þeirra sem vilja algeran aðskilnað ríkis og kirkju og hinna sem eru mót- fallnir aðskilnaðnum eru nær jafnstórir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.