Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 33
35FÖSTUDAGUR 2. maí 2003 Booker-verðlaunahafi á Bókahátíð: Skipbrotsdrengur og tígrisdýr BÓKMENNTIR Kanadíski rithöfund- urinn Yann Martel er einn þeirra rithöfunda sem munu mæta á Bók- menntahátíðina í Reykjavík í haust. Hann hlaut hin eftirsóttu Booker-verðlaun í október síðast- liðnum fyrir skáldsögu sína Life of Pi, sem segir frá drengnum Pi sem elst upp í indverskum dýragarði. Fjölskylda hans ákveður að flytj- ast til Kanada, en bátur fjölskyld- unnar ferst á leiðinni og Pi þarf að lifa af á fleka með tígrisdýri sem gengur undir nafninu Richard Parker. Lisa Jardine, formaður dóm- nefndar, lauk miklu lofsorði á bók- ina þegar verðlaunin voru afhent og sagði meðal annars: „þessi bók fær fólk til að trúa á guð, eða spyrja sig af hverju það trúi ekki.“ Bjartur tryggði sér útgáfurétt- inn á bókinni skömmu eftir verð- launaafhendinguna og hún kemur væntanlega út í íslenskri þýðingu í næsta mánuði. Bjartur hefur áður gefið út þýðingar Judith Her- mann, Hanif Kureishi, Haruki Murakami og Jan Sonnergaard, sem öll hafa staðfest komu sína í haust. Snæbjörn Arngrímsson, út- gáfustjóri Bjarts, segir áhuga fólks á Íslandi hafa mikið um það að segja hversu glæsilegur gesta- listinn er. „Murakami mætir til dæmis yfirleitt ekki á svona hátíð- ir en hann ætlar að vera hérna í viku og ferðast um landið.“ Snæ- björn segir að þó Íslandsheim- sóknin skili höfundum ekki mikl- um peningum sjái þeir sér engu að síður hag í því að koma. „Það góða við þessa hátíð er að hún hefur öðl- ast smá nafn úti í heimi og hér gefst höfundunum tækifæri til að hitta aðra höfunda af svipuðu kalí- beri, en þetta eru mjög stór nöfn. Henning Mankell er til dæmis orð- inn yfirburðamaður í krimma- heiminum og það er alveg sama hvar í heiminum maður kemur inn í bókabúð, bækur hans eru alls staðar.“ ■ YANN MARTEL Fæddist á Spáni fyrir 34 árum. Hann er sonur diplómata og ferðaðist um heiminn þveran og endilangan með foreldrum sínum og byrjaði að semja skáldsögur þegar hann var að nálgast þrítugt. og Legionärerna hafa verið kvik- myndaðar. Henning Mankell Rithöfundurinn og leikstjórinn Henning Mankell fæddist árið 1948 í Stokkhólmi og er einn af þekktustu rithöfundum Svía. Fyrsta skáldsaga hans, Berg- sprängaren, kom út 1973 en það var þó ekki fyrr en 1991 að hann sló í gegn sem spennusagnahöf- undur með sögunni Mördare utan ansikte um rannsóknarlögreglu- manninn Kurt Wallander, en fyrir hana hlaut hann Glerlykilinn, fyrir bestu glæpasögu Norður- landa. Bækurnar um Wallander urðu níu talsins og lauk með Pyramiden 1999. Mikael Niemi Mikael Niemi er fæddur árið 1959 í bænum Pajala, sem er í Tornedalen í norðurbyggðum Sví- þjóðar við landamæri Finnlands. Í Pajala er töluð finnska en Mikael Niemi skrifar þó bækur sínar á sænsku og talar um að hann hafi finnska sál í sænskri tungu. Ljóðabókin Näsblod under hög- mässan frá 1988 er hans fyrsta bók en hann hefur auk þess skrif- að skáldsögur og leikrit. Árið 2000 hlaut hann August-verðlaunin fyr- ir skáldsögu sína Populärmusik från Vittula eða Rokkað í Vittula og ári síðar var hún tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Bókin kom út í fyrra í íslenskri þýðingu Páls Valssonar. Arto Paasilinna Arto Paasilinna er fæddur árið 1942 í Kittilä í Finnlandi. Hann er metsöluhöfundur í Finnlandi og er einn af fáum núlifandi finnskum rithöfundum sem hafa skapað sér nafn á alþjóðlegum vettvangi. Vinsælasta bók hans er án efa Jäniksen vuosi eða Ár hérans frá 1977 en hún kom út árið 1999 í ís- lenskri þýðingu Guðrúnar Sigurð- ardóttur. José Saramago José Saramago er fæddur árið 1922 í bænum Azinhaga, sem er rétt fyrir utan Lissabon í Portú- gal. Hann gaf út sína fyrstu bók, The Land of Sin, árið 1947 en missti móðinn og tók ekki upp þráðinn að nýju fyrr en 1966 með ljóðasafninu Possible Poems. Saramago vakti fyrst verulega at- hygli 1982 með skáldsögunni Baltasar og Blimunda, þá sextug- ur að aldri, en í framhaldi af því gaf hann út hverja skáldsöguna á fætur annarri. Saramago hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1998. Jan Sonnergaard Jan Sonnergaard er fæddur árið 1963 í Kaupmannhöfn. Hann hefur vakið athygli fyrir róttæk- an stíl sem hann sjálfur lýsir sem félagslegum súrrealisma. Fyrsta bók hans, Radiator, eða Ristavél, frá 1997 fjallar um hversdagslegt og innantómt líf ungs undirmáls- fólks í Danmörku og hlaut góðar viðtökur jafnt hjá dönskum gagn- rýnendum sem og lesendum. Bók- in er nýkomin út í íslenskri þýð- ingu Hjalta Rögnvaldssonar. thorarinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.