Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 31
 20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Sumarævintýri eftir William Shakespeare og leikhópinn verður sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins.  20.00 Rómeó og Júlía eftir Willi- am Shakespeare er sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í uppfærslu Vestur- ports.  Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austurvöll. ■ ■ SKEMMTANIR  Mannakornin Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson verða á Kringlukránni um helgina.  Shango Band og Englishman eru komnir frá Jamaíku og ætla að leika reggítónlist eins og hun gerist best á Fjörukránni í Hafnarfirði.  DJ Kári og Svartfuglarnir, Savsir og hljómsveitin DOD koma fram á Reggí- hátíðinni miklu á Grand Rokk.  Johnny dee verður í Leikhúskjall- aranum.  Greifarnir spila á skemmtistaðnum Players í Kópavogi.  DJ Einar, sem einnig er þekktur und- ir nafninu Tólftónar, verður á Laugavegi 11 ásamt Singapore Sling. ■ ■ SÝNINGAR  Þrjár sýningar standa yfir Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Á annarri hæð safnsins er Sólveig Aðalsteinsdóttir með sýninguna Úr möttulholinu en á þeirri þriðju eru Hanne Nielsen og Birgit Johnsen með Stað-hæfingar eða Territorial Statements í suðursal. Í norð- ursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj Nyborg með sýninguna Nágranni eða Next door neighbour.  Þrjár myndlistarkonur eru með sýn- ingar í Hafnarborg, Menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Björg Þorsteins- dóttir sýnir þar akrýlmálverk og vatns- litamyndir, sem unnar eru á tveimur síð- ustu árum. Auður Vésteinsdóttir er með tvær sýningar á listvefnaði og ljós- myndum. Loks sýnir Sigríður Ágústs- dóttir handmótuð, reykbrennd leirverk.  Í Listasafni Íslands stendur yfir yfir- litssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jónsson- ar og vídeóinnsetning eftir Steinu Va- sulka.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt farartæki, vídeómyndir og örsögur. Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk- um Jóhannesar Kjarval.  Í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún er innsetning Eyglóar Harðar- dóttur. Í safninu stendur einnig yfir sýningin Listin meðal fólksins, þar sem listferill Ásmundar Sveinssonar er settur í samhengi við veruleika þess samfélags sem hann bjó og starfaði í.  Jóna Þorvaldsdóttir sýnir átta svart- hvítar ljósmyndir á Mokka við Skóla- vörðustíg. Myndirnar eru teknar í Sló- veníu, Bandaríkjunum, Portúgal og á Kúbu á árunum 2000 til 2002. Jóna vinnur myndirnar allar í höndum, bæði framköllun og stækkun.  Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardóttur. Verkin eru unnin í ull, hör, sísal og hrosshár. Hugmyndir að verkum sínum sækir Þorbjörg til ís- lenskrar náttúru og vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt. Sýningin er opin daglega kl 9-17 og lýkur 26. maí.  Í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, stendur yfir sýning á kosningaáróðri frá árunum 1880 til 1999. Á henni má fræðast um hvernig baráttumál flokkana fyrir alþingiskosn- ingar í Reykjavík hafa breyst í gegnum tíðina.  Egill Örn Egilsson sýnir ljósmyndir í galleríinu Tukt í Hinu húsinu við Póst- hússtræti. Heiti sýningarinnar er Til allra englabarna og hún stendur til 10. maí.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helgadóttur. Safnið er opið á skírdag og laugardag kl. 11-17, en lokað á föstu- daginn langa, páskadag og annan í páskum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. FÖSTUDAGUR 2. maí 2003 ■ TÓNLIST JÓN AÐALSTEINN Ég lét kaupa klarinettið fyrirmig úti í París. Það er af gerð- inni Buffet, sem er gott merki, og er smíðað í Frakklandi. Ég hug- leiddi að fara sjálfur til að kaupa það, en kollegi minn var þarna á ferð svo ég gat sparað mér ferð- ina,” segir Jón Aðalsteinn Þor- geirsson klarinettleikari. „Svona hljóðfæri þarf að vera byggt af bestu kunnáttu og stemma sem best innbyrðis. Það er mikið ná- kvæmnisverk og margra alda þróun sem liggur þar að baki. Klarinett eru ekki eins og fiðlur og rauðvín sem batna stöðugt með aldrinum. Ef maður spilar mikið tekur um eitt ár að spila hljóðfær- ið til. Svona hljóðfæri endast ekki nema í 20 til 30 ár í toppformi.“ Hljóðfæriðmitt 33 Ég hef séð fjöl-m a r g a r Shakespeare-sýn- ingar í London og ef ég miða við þær þá standa tvær upp úr þar sem þær eru öðruvísi. Ein í Old Vic og svo þessi í Borgarleikhúsinu,“ segir Borghildur Anna Jónsdóttir myndlistarmaður um Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. „Maður gæti auðvitað verið neikvæður og spurt hvort það sé ekki hægt að fá fólk til að sjá Shakespeare án þess að láta leikarana hanga niður úr rjáfri. Þetta er hins vegar bráð- skemmtilegt og það kemur mjög vel út að láta leikarana hanga svona.“ Mittmat fjorukrain.is - Sími 565-1213 Fjörukráin 13 ára Afmælistilbo› í maí AFMÆLIS TILBO‹ á næstu  dögum og vikum  Fjaran firiggja rétta kvöldver›ur á a›eins 2.500 krónur me› fordrykk á Hótelbarnum. 1. til 10. maí ver›a reaggie-dagar á Fjörukránni. Í tilefni fless ver›um vi› me› spennandi kræklingarétt úr ferskum kræklingi frá Hrísey Gó›ur kræklingur og glas af víni er rómantísk upplifun. •Fjörugar›urinn Í hádeginu glæsilegur salatbar alla daga me› súpu, brau›i og heitum réttum, á a›eins 1.100 krónur. Víkingaveislur öll kvöld í Fjörugar›inum me› syngjandi víkingum og valkyrjum og óvæntar uppákomur fyrir matargesti. 2. 3. 9. og10. maíafmælisdaginn Shango Band og Englishman fráJamaíku leika reaggie-tónlisteins og hún gerist best.      St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n / 31 61 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 TOPP 20 – SÖLUHÆSTU PLÖTUR SKÍFUNNAR VIKA 17 Ýmsir POTTÞÉTT 31 Pink Floyd DARK SIDE OF THE MOON Linkin Park METEORA Botnleðja ICELAND NATIONAL PARK The White Stripes ELEPHANT Madonna AMERICAN LIFE Justin Timberlake JUSTIFIED Celine Dion ONE HEART 50 Cent GET RICH OR DIE TRYING Norah Jones COME WITH ME Michael Jackson THRILLER Björk GLING GLÓ Írafár ALLT SEM ÉG SÉ AC/DC BACK IN BLACK Placebo SLEEPING WITH GHOSTS Úr söngleik BENEDIKT BÚÁLFUR Spaðar SKIPT UM PERU Eminem THE EMINEM SHOW Era THE MASS Rod Stewart IT HAD TO BE YOU Mest selduplöturnar Þór Jónsson, fréttamaður á Stöð2, er mikill áhugamaður um söng. Hann syngur sjálfur í kórÍslensku óperunnar og tók meðal annars þátt í uppfærslunni á Macbeth eftir Verdi nú í vetur. Svo hefur hann verið að dunda sér við það í annríkinu að setja saman gamanóperettu fyrir nem- endur Nýja söngskólans „Hjart- ansmál“, sem verður flutt í kvöld og á mánudagskvöld í tónlistar- húsinu Ými. „Þetta er allt til gamans gert. Gamanóperetta á náttúrlega að vera farsi og ég held að þessi sé það,“ segir Þór. „Við skírskotum til þekktra persóna úr samtíman- um og setja þarna upp svolítið ást- ardrama.“ Leikstjórn er í höndum Guð- björns Guðbjörnssonar óperu- söngvara, en þeir Þór eru gamlir skólabræður úr söngnáminu og báðir hamhleypur til verka. „Guðbjörn gaf mér ekki langan frest til að setja þetta saman. Ég settist niður eina kvöldstund og skrifaði part af þessu og það vakti lukku svo ég settist niður aðra kvöldstund og kláraði verkið. Síðan hafa söngnemendur Guðbjörns fínpússað og betrum- bætt það.“ ■ ÞÓR JÓNSSON Gamanóperettan „Að vera eða vera ekki!“ verður flutt í Ými við Skógarhlíð í kvöld. Farsi úr samtímanum ✓ ✓ ✓ föst 2. maí, NASA, örfá sæti lau 3. maí, SJALLINN AKUREYRI sun 4. maí, SJALLINN AKUREYRI fim 8. maí, NASA, nokkur sæti „TAKK FYRIR AÐ BÚA TIL LEIKRIT UM MIG. SELLÓFON ER ÓBORGANLEGT LEIKRIT.“ GUÐRÚN HELGA JÓNASDÓTTIR, FRAMA- KONA, LEIKFIMIDÍS OG TVEGGJA BARNA MÓÐIR. „SALURINN LÁ Í HLÁTRI ALLAN TÍMANN ENDA TEXTINN STJÓRSNJALL OG DREPFYNDINN.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BLAÐAMAÐ- UR OG BÓKMENNTAGAGNRÝNANDI Á DV. „HUGMYNDIN ER BÆÐI SNJÖLL OG TÍMABÆR OG MAÐUR VELTIR ÞVÍ FYRIR SÉR HVERS VEGNA Í ÓSKÖPUNUM ENGINN HEFUR DOTTIÐ NIÐUR Á HANA FYRR.“ SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR LEIKLISTAR- GAGNRÝNANDI Á MORGUNBLAÐINU. Miðasala í NASA: 511-1318 og á sellofon@mmedia.is FORSALA Á MIÐUM Í SJALLANN FER FRAM Í PARK RÁÐHÚSTORGI OG PENNANUM EYMUNDSSON GLERÁRTORGI.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.