Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 30
■ ■ FUNDIR  14.00 Málþing í félagsfræði verð- ur haldið í tilefni 60 ára afmælis Þor- bjarnar Broddasonar í stofu 101 Lög- bergi. Erindi flytja Helgi Gunnlaugsson, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Jón Rúnar Sveinsson, Kjartan Ólafsson, Guðbjörg Hildur Kolbeins, Tómas Bjarnason og El- ías Héðinsson. Einnig verða pall- borðsumræður um félagsfræði og fjöl- miðla.  20.00 Chandra Easton, ástralskur sjáandi, stjörnuspekingur og fyrirlesari, verður með fyrirlestur um öldur breyt- inga á jörðinni árin 2003-2005 út frá sjónarhóli stjörnuspekinnar í húsnæði Guðspekisamtakanna að Hverfisgötu 105, 2. hæð. ■ ■ TÓNLIST  20.30 Söngnemendur Nýja söng- skólans „Hjartansmál“ sýna gam- anóperettuna „Að vera eða vera ekki!“ í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. Sungnar eru margar þekktar söngperlur óperubókmenntanna sem Þór Jónsson fréttamaður hefur tengt saman með frjálslega ofnum söguþræði. Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari leikstýrir.  20.00 Vortónleikar Tónsmíða- deildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða í Salnum í Kópavogi. Frumflutt verða verk eftir nemendur í tónsmíða- deildinni. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Breski farsinn Öfugu megin uppí með Eggert Þorleifsson í aðalhlut- verki verður sýndur á Stóra sviði Borg- arleikhússins. 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 29 30 1 2 3 4 5 MAÍ Föstudagur Hundrað og fimmtíu ára gamallpappír er ekki á hverju strái. Japanski listamaðurinn Kunito Nagaoka segist hafa frétt fyrir allmörgum árum af geymslu í Japan, sem var full af pappír frá miðri 19. öld. Hann fékk leyfi til að hirða pappírinn því það átti að henda honum. Þessi pappír hafði verið notaður í sekki, sem áður fyrr voru notaðir til að varðveita lirfuhýði silkiorma. „Í lífinu kynnist maður stund- um fólki sem hefur mikla þýðingu fyrir mann. Ég varð fyrir því happi að kynnast þessum pappír, sem hefur haft mikla þýðingu fyr- ir mig,“ segir Kunito Nagaoka. Undanfarinn áratug hefur hann notað þennan ævagamla pappír í listsköpun sinni, og má sjá afraksturinn á sýningu hans í Listasafni ASÍ. Hann nuddar ýms- um litarefnum í þennan grófa pappír og gefur honum þannig áferð sem minnir á steina af ýms- um gerðum. „Steinhäutungen“, eða steinhúðir, kallar hann þessi sérstæðu verk sín. Listamaðurinn Sigrid Valting- ojer bauð honum hingað til lands til þess að sýna með sér í Lista- safni ASÍ við Freyjugötu. Þau kynntust fyrst árið 1984 þegar Kunito dvaldist um hríð hér á landi sem gestaprófessor við Myndlistar- og handíðaskóla Ís- lands. Bæði eru þau grafíklista- menn og hafa unnið mikið með náttúruna og landslagið í verkum sínum. Fyrir nokkrum árum fann Sigrid hjá sér þörf til þess að setj- ast niður og hugsa listsköpun sína upp á nýtt. Afraksturinn var nokkrar tréristur sem hún kallar „Footnotes“, eða neðanmálsgrein- ar. Þessi verk sýnir Sigrid ásamt öðrum verkum á sýningunni í Listasafni ASÍ. „Ég byrjaði bara að leika mér, hafði ekkert í huga, og þegar mað- ur sest bara niður og fer að vinna þá myndast eitthvað.“ Upp úr þessum tilraunum vann hún svo aðra myndröð sem hún kallar Hljóðform. „Landslagið hefur alltaf skipað stóran sess í verk- um mínum, en alltaf ein- faldað þannig að maður þekkir það ekki,“ segi Sigrid. „Nú eru þetta hins vegar meira hljóð sem ég hef verið að vinna með.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ MYNDLIST Notar pappír frá nítjándu öld DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Einleikurinn Sellófon eftirBjörk Jakobsdóttur vakti mikla lukku hér á Akureyri um daginn og ég er staðráðin í að sjá það,“ segir Dagný Jónsdóttir, sem skipar 3. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi. „Þá hef ég einnig hug á að sjá Rómeó og Júlíu. Þarna eru á ferð- inni einstaklega hæfir leikarar, sem ég hef heyrt afar vel látið af, og mig langar því að sjá verkið, sem er að sjálfsögðu klassískt. Mér líst líka mjög vel á sýninguna á kosningaáróðri frá árunum 1880 til 1999 en það er ótrúlega spenn- andi viðfangsefni að sýna þróun- ina í kosningabaráttunni. Sú mikla sérstaða sem Listasafnið hér á Akureyri hefur skapað sér kristallast meðal annars í hinni metnaðarfullu sýningu Undir fíkjutré, sem full ástæða er að skoða. Yfirskriftin á sýningu nemenda í Listaháskóla Íslands, Fórn eða fífldirfska, vekur áhuga minn og forvitnin er líkleg til þess að reka mig þangað.“  Val Dagnýar Þetta lístmér á! SIGRID VALTINGOJER OG KUNITO NAGAOKA Þau sýna verk sín um þessar mundir í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. ✓ Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Ljósmyndasafn Reykjavíkur er lokað yfir páskana. Gleðilega páska! www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 LOKAÐ. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnuð 10. maí KJARVALSSTAÐIR 10-17- Helgi Þorgils, Mobiler, Kjarval Leiðsögn sunnudag kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN 13-16 Eygló Harðardóttir, Ásmundur Sveinsson Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hóp- um eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.gerduberg.is • sími 575 7700. Þetta vil ég sjá! Ingibjörg Sólrún velur verk á sýninguna. Athugið síðasta sýningarhelgi. Sýning í Félagsstarfi, málverkasýning Jóns Ólafssonar Sýningar opnar frá kl. 11-19 mán.-fös., kl. 13-17 lau.-sun. s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma: s. 552 7545 og á heimasíðu www.bokasafn.is Hefurðu kynnt þér bókamenntavef Borgarbókasafns? www.bokmenntir.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009 32 STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Í kvöld kl 20 Lau 10/5 kl 20 Lau 17/5 kl 20 Lau 24/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 4/5 kl 20 Su 11/5 kl 20 Fi 22/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau 3/5 kl 20 Fö 9/5 kl 20 Fö 16/5 kl 20 Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20 Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR „DANS FYRIR ÞIG“ 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins Frumsýning fi 8/5 kl 20 2.sýn fi 15/5 kl 20 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. Aðeins þrjár sýningar NÝJA SVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Í kvöld kl 20 Su 4/5 kl 20 Lau 10/5 kl 20 Lau 17/5 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 9/5 kl 20 Fö 16/5 kl 20 ATH: Fáar sýningar eftir KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 3/5 kl 20 Fi 8/5 kl 20 Fi 15/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20 Su 18/11 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi Gestaleiksýning TEATER MARS frá Finnlandi Mi 7/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 3/5 kl 20 Su 11/5 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 3/5 kl 14 Lau 10/5 kl 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í dag kl 11 - UPPSELT Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT Fö 9/5 kl 20 Fö 16/5 kl 20 Lau 17/5 kl 20 Fö 23/5 kl 20 Miðasalan er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu er 568 8000 og opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is Gestaleiksýningin Sjö bræður kemur hingað með styrk frá Teater og dans i Norden.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.