Fréttablaðið - 21.05.2003, Page 9

Fréttablaðið - 21.05.2003, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2003 SUMARSKÓLAR AÐ HEFJAST Sumarskólarnir byrja um það leyti sem öðrum skólum landsins er slitið. Sumarskólastarfið að hefjast: Í skólann að sumri SUMARSKÓLI Tveir sumarskólar verða starfræktir í sumar, Sumar- skólinn í FB og Sumarskólinn. Að sögn Ólafs Hauks Johnson, skóla- stjóra Sumarskólans, hefur verið stöðug aukning nemenda ár frá ári síðan skólinn var stofnaður. Rúmlega 600 nemendur stunduðu nám við skólann síðasta sumar. „Þetta eru áfangar á framhalds- skólastigi sem nemendur geta tekið og fengið síðan metna inn í sína skóla,“ segir Ólafur, sem seg- ir að stærðfræði og íslenska séu vinsælustu greinarnar. Að sögn Ólafs eru ástæður þess að fólk fer í sumarskóla að minnsta kosti tvíþættar. „Það eru nemendur sem hafa fallið og eru að bæta upp fyrir það,“ segir hann. „En ekki síður eru hér dug- legir nemendur sem vilja flýta fyrir sér í náminu.“ „Ég fór í sumarskóla til að geta útskrifast á þremur og hálfu ári,“ segir María Dalberg, nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð. Að hennar sögn var nokkuð álag að vera bæði í sumarskólanum og í fullu starfi. Sumarskólinn stendur líka aðeins yfir í mánuð en farið er yfir námsefni heillar annar í framhaldsskóla. ■ SMS sífellt vinsælli: Þú ert rekinn ÁSTRALÍA, AP Maður í Ástralíu hefur lögsótt fyrrum atvinnurekanda sinn fyrir að segja sér upp með smáskilaboðum. „Þú vinnur ekki lengur fyrir Umferðarþjónustu JNI og hefur fyrirgert öllum þínum rétti,“ sögðu boðin. Talsmenn JNI segja þessu þver- öfugt farið, maðurinn hafi sent upp- sögn með SMS og þeir svarað dag- inn eftir á sama máta. „Uppsögnin var á ákaflega litríku máli.“ Forsvarsmenn fjarskiptamála í landinu mæla eindregið með gam- aldags aðferðum eins og bréfsefni eða fundum með viðkomandi í stað þess að nota nútíma tækni. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.