Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 11
■ Evrópa 11LAUGARDAGUR 13. mars 2004 Orkídeusýning í Sigtúni, fjöldi tegunda. Veljið fallegustu orkídeurnar. 3 heppnir fá fallega orkídeu að gjöf, hverja að verðmæti 8.000 kr. Veisluhelgi Blómavals Tilboð 999 kr . Þarftu að undirbúa veislu? Komdu á Veisluhelgi Blómavals 13.-14. mars • Brúðkaupsveisla • Fermingarveisla • Skírnarveisla • Afmælisveisla • Útskriftarveisla • Garðveisla Allt á einum stað í Sigtúni Ís og Nóa páskaegg nr. 2 (Gildir í Sigtúni) 199 kr. Lukkupottur Láttu sjá þig á Veisluhelgi Blómavals í Sigtúni. Skráðu nafn fermingarbarnsins í lukkupottinn og það gæti fengið fartölvu að gjöf frá Blómavali. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 29 88 03 /2 00 4 STORMUR Mikið rok og brim hefur verið í Vest- mannaeyjum undanfarna daga. Loðnuflotinn allur í höfninni: Rólegt þrátt fyrir landleguna LÖGREGLAN „Það hefur verið rólegt undanfarna daga þrátt fyrir land- leguna,“ segir Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum. Mikið rok og brim hefur verið í Eyjum og hefur nánast allur loðnu- flotinn þurft að hætta veiðum. Á eyjar.net kemur fram að hátt í tutt- ugu aðkomuskip hafi verið í höfn- inni eða í vari fyrir utan síðustu daga. „Það er langt síðan það hefur verið svona líflegt í höfninni,“ segir Tryggvi. Þrátt fyrir að skemmti- staðir bæjarins hafi verið þéttsetnir hefur lögreglan lítil afskipti þurft að hafa af fólki. „Þetta eru hinir bestu menn eins og gefur að skilja með sjómenn. Þetta er ekki eins og var á vertíðunum hérna áður fyrr þegar það logaði allt í slagsmálum,“ segir Tryggvi. ■ SPRENGT VIÐ FORSETABÚSTAÐ- INN Handsprengju var kastað að bústað Ibrahim Rugova, forseta Kósóvó, snemma í gær. Einn vörður særðist lítillega í sprengingunni en forsetinn og fjölskylda hans sluppu ómeidd. GRUNAÐUR UM MANNDRÁP Breskir lögreglumenn hafa hand- tekið og yfirheyrt rúmlega þrítugan Kínverja vegna dauða tuttugu sam- landa hans, sem létust við skelja- tínslu í Morecambeflóa á norður- vesturströnd Englands í síðasta mánuði. Maðurinn er grunaður um að hafa skipulagt söfnunina og verð- ur ákærður fyrir manndráp ef svo reynist. ERFIÐLEIKAR Í VEGI AÐILDAR Spilling hefur stuðlað að mikilli fátækt í Rúmeníu, segir Emma Nicholson sem stýrir mati Evrópu- sambandsins á því hvort Rúmenía geti gerst aðili að sambandinu. Mik- il fátækt íbúanna veldur áhyggjum sagði Nicholson þegar hún kynnti skýrsluna og benti á að sumir íbú- arnir hefðu hvorki aðgang að renn- andi vatni né frárennsli. FJÁRSJÓÐUR Í GARÐINUM Ken Allen brá heldur betur þegar hann var að grafa í garði sínum og fann mynt frá fjórðu öld. Alls gróf hann upp milli 15.000 og 20.000 róm- verska myntpeninga, stærsta fjár- sjóð sem hefur fundist í Bretlandi síðustu 30 árin. Myntin fer væntan- lega á safn en hann fær verðlaun sem nema verðmæti hennar í dag, óvíst er hversu há þau verða. MÓTMÆLT UNDIR REGNHLÍFUM Hundruð komu saman á aðaltorgi Pamplona á Spáni í gær til að lýsa and- stöðu sinni við hryðjuverkaárásirnar í Madríd í fyrradag. Það rigndi meðan á mótmælunum stóð en fólkið dró upp regnhlífar og lét regnið ekki trufla sig. Bræla á miðunum: Óvenju mörg skip í höfn SJÁVARÚTVEGUR Óvenju mörg skip hafa legið í vari í höfnum sunnan- lands undanfarna daga. Stormur hefur verið að ganga yfir suðvest- urhornið og hafa skipin ekki komist til veiða vegna hvassviðris og mik- illar ölduhæðar. Að sögn tilkynningarskyldu skipa voru um 200 skip á sjó í gær en á þessum árstíma eru þau yfir- leitt um 300 ef veðrið er skaplegt. Loðnuflotinn sunnan við land hefur nær allur þurft að hætta veiðum og leita til hafnar í Vestmannaeyjum. Búist er við því að veðrið gangi niður um helgina og veiðar geti þá hafist að nýju. ■ Vægi félaga í úrvalsvísitölu: Þrjú vega yfir sextíu prósent MARKAÐUR Þrjú ný félög koma inn í úrvalsvísitölu aðallista Kauphallar Íslands um næstu mánaðamót. Þetta eru Marel, Opin Kerfi og Medcare Flaga. Marel og Opin Kerfi koma nú á ný inn í vísitöluna, en Medcare Flaga hefur ekki verið skráð áður. Val fyrirtækja nú í vísitöluna er út frá annarri aðferðafræði en áður. Fyrra val var með ríkjandi áherslu á markaðsvirði fyrirtækja. Nýja að- ferðin metur markaðsvirði á grund- velli viðskiptatíðni og magni, auk þess sem verðbil kaup og sölu- tilboða hefur áhrif. KB banki vegur þyngst í nýju vísitölunni eða 24,6 prósent. Pharmaco sem er verðmætasta fyrirtækið vegur 20,1 prósent. Í þriðja sæti er svo Íslandsbanki með 18 prósenta vægi í úrvalsvísitöl- unni. Þessi þrjú félög vega því yfir 60 prósent af vísitölunni. Heildar- fjöldi félaga í vísitölunni er fimmt- án. Minnst vægi af þessum fyrir- tækjum hefur Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, eða 0,3 prósent. Vísitalan nú gildir í þrjá mánuði, en þá verður aftur valið í vísitöluna til sex mánaða. Ef eldri aðferð hefði verið beitt hefðu Flugleiðir, Kalda- bakur og Tryggingamiðstöðin verið í vístölunni í stað þeirra félaga sem nú komu ný inn í úrvalsvísitöluna. ■ VÆGI Í NÝRRI ÚRVALSVÍSITÖLU Kaupþing Búnaðarbanki hf. 24,6% Pharmaco hf. 20,1% Íslandsbanki hf. 18,0% Landsbanki Íslands hf. 7,5% Bakkavör Group hf. 7,2% MEST VÆGI KB banki vegur þyngst í nýrri úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Bankinn er næstverð- mætasta fyrirtækið í kauphöllinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.