Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 22
22 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Bjarni Haukur Þórsson, stundum kallaður Hellisbúinn, hefur verið á fleygiferð síðustu ár. Leikritið Hellis- búinn hefur verið sett upp í fjórum löndum og það fimmta bætist brátt við. Bjarni Haukur er tilnefndur til leikstjóraverðlauna í Svíþjóð. Hann eignaðist nýverið barn og ætlar að standa sig í föðurhlutverkinu. Það hefur verið í nógu að snúasthjá Bjarna Hauki Þórssyni, leik- ara og leikstjóra. Hann hefur sett upp leikritið Hellisbúann í nokkrum löndum, mun leikstýra söngleiknum Grease í Svíþjóð og hefur skrifað handrit að norskum sjónvarpsþátt- um. Þar að auki var Bjarni Haukur að taka að sér stærsta hlutverk sitt til þessa – föðurhlutverkið. Þjóðfélagslega meðvitaður Bjarni Haukur ólst að hluta til upp í Svíþjóð en foreldrar hans voru þar við nám. Í Svíþjóð kviknaði áhugi Bjarna á leiklistinni. „Svíar eru alltaf að reyna að gera krakka þjóðfélagslega meðvitaða. Það er strax tekið á öllum þáttum samfélagsins. Eitt af því er til dæm- is að fá krakkana í leikhúsið,“ segir Bjarni Haukur um aðdraganda þess að hann fór að leika. „Þegar ég var sjö ára fór ég í leikhús sem sett var upp í íþróttahúsinu í skólanum. Ég man því miður ekki hvaða sýning þetta var en ég gjörsamlega heillað- ist af henni. Eftir hana fór ég að setja upp leikrit heima með krökk- unum. Ég varð eiginlega heltekinn af leikhúsinu og er eiginlega fastur þar ennþá.“ Þegar Bjarni var tvítugur fór hann í leiklistarskóla í Bandaríkjun- um, fyrst í New York-háskóla en skipti síðan yfir í American Academy of Dramatic Arts. Eftir útskrift lék hann um hálfs árs skeið í Bandaríkjunum en þegar hann flutti heim tók hann sýninguna Standing On My Knees með sér heim, og var hún sýnd í Loftkastal- anum. Fyrsta verkið sem Bjarni leikstýrði var í Íslensku óperunni, Masterclass eftir Terrence McNally sem fjallaði um Mariu Callas. Síðan tók Trainspotting við og uppfærslur á nemendamótssýningu í Verslunar- skóla Íslands. Hellisbúinn „Við settum upp Hellisbúann árið 1998 og ég vann að honum í tvö til þrjú ár,“ segir Bjarni Haukur en hann fékk verkið upp í hendurnar í gegnum danskt leiklistarforlag sem hann hefur átt í góðum samskiptum við. „Ég fékk bunka af verkum frá forlag- inu, þar á meðal Shakespeare eins og hann leggur sig, Popp- korn, Hellisbúann og mig minnir að Píkusögur hafi einnig verið með. Mér fannst Hellisbúinn áhugaverðastur og ákvað að kýla á hann,“ segir Bjarni Haukur. Sýningar á Hellisbúanum gengu framar vonum en hún er vin- sælasta sýningin sem sett hefur verið upp hér á landi og um níu- tíu þúsund manns sáu hana. Bjarni segist ekki vita hvað hafi gert sýninguna svona vinsæla. „Það var bara eitthvað sem gerð- ist. Allir sem komu að henni stóðu sig að ég held ágætlega. En þegar sýning verður svona vin- sæl er bara eitthvað sem gerist. Hún fer að lifa sínu eigin lífi,“ segir Bjarni Haukur. „Þetta var líka kannski eitthvað nýtt. Það hafði enginn staðið einn uppi á sviði og talað um samskipti kynj- anna á kómískan hátt. Það hefur líka oft verið talað um Ísland sem litlu Ameríku. Við erum svo- lítið hrifin af svona eins manns uppistandi og það blundar í okk- ur eftir áralangt áhorf á þætti á borð við Cosby Show og Sein- feld.“ Velgengni Hellisbúans kom af stað ýmsum sögusögnum um að aðstandendur sýningarinnar hefðu grætt á tá og fingri á henni. Bjarni Haukur segir að sýningin hafi vissulega komið undir þá fótunum en gróðinn hafi verið miklu minni en fólk haldi. „Þetta gerði okkur samt kleift að lifa af þessu og við gátum aðeins planað framtíðina,“ segir Bjarni. Hugvitið sem skiptir máli Bjarni Haukur starfar hjá 3 Sagas sem hefur tryggt sér sýn- ingarréttinn að þó nokkrum verk- um. Fyrirtækið hefur meðal ann- ars komið að uppsetningu á Hell- isbúanum í Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku. Sýningin verður einnig brátt sett upp í Jap- an. Bjarni Haukur er einnig fram- leiðandi að söngleiknum Grease sem sýndur hefur verið í Borgar- leikhúsinu. Söngleikurinn verður settur upp í Svíþjóð í september en Bjarni Haukur mun leikstýra verkinu. Bjarni segir að öllum sé frjálst að kaupa sýningaréttinn en vand- inn sé að sannfæra umboðsmenn höfundanna og fjármagna verkin. „Þetta er í raun mjög einfalt og ekki eins flókið og fólk heldur. Réttinn að Hellisbúanum keypt- um við til að mynda fyrir nokkrum árum og um leið og hann fór að ganga keyptum við réttinn í fleiri löndum. Það er ekki svo dýrt að kaupa réttinn að sýningum enda er það ekki aðalatriðið. Þetta snýst um að vita hvernig á að setja verkin upp – það er hugvitið sem skiptir máli,“ segir Bjarni. „Peningana lít ég í raun á sem aukaatriði. Ef þú færð góða hug- mynd færðu alltaf peninga til að framkvæma hana.“ Tilnefndur til verðlauna Bjarni Haukur er tilnefndur til leiklistarverðlauna í Svíþjóð fyrir leikstjórn Hellisbúans. Verðlaunin verða afhent á mánu- daginn kemur og ætlar Bjarni Haukur að verða viðstaddur at- höfnina. Hann vill þó ekki gera mikið úr tilnefningunni: „Ég fer ekki út til að taka við verðlaunun- um því ég veit að ég vinn ekki. En það verður gaman að upplifa þetta,“ segir hann. Bjarni Haukur skrifaði einnig handrit að sjónvarpsþáttum fyrir TV2 í Noregi. „Þetta er kómísk sería sem heitir My Wife Can’t Cook. Norski titillinn er Hos Mart- in. Það eru þættir sem ég gerði með Sven Nordin, þeim ágæta leikara sem lék Hellisbúann í Nor- egi,“ segir Bjarni. Nordin þessi lék meðal annars í Hafinu og hinni stórkostlegu mynd Elling. Bjarni skrifaði og leikstýrði fyrstu þrett- án þáttunum en er búinn að koma þeim í hendur annarra. „Ég hef voðalega lítinn áhuga á að festa mig í því að gera það sama dag eftir dag. En þættirnir eru farnir af stað og ganga vel,“ segir hann. Bjarni hefur verið duglegur við að setja upp sýningar á Norð- urlöndunum. Hann kennir þó hræðslu um að hann sé ekki búinn að reyna fyrir sér á enn stærri markaði. „Vesturportfararnir, Baltasar og allt þetta unga hæfi- leikafólk fer beint til Bretlands og Bandaríkjanna, sem er ósköp eðli- legt. En ég held að það sé einhver hræðsla hjá mér. Ég vil sjá hvern- ig verkin ganga í Noregi og Sví- þjóð áður en lengra er haldið,“ segir Bjarni. „Ég er samt ekki með neina drauma um að slá í gegn í Bandaríkjunum.“ Erfiðir tímar Bjarni Haukur átti hlut í fyrir- tækinu Lífsstíl ásamt þeim Krist- ján Ragnari Kristjánssyni, Árna Þór Vigfússyni og fleirum. Fyrir- tækið kom talsvert fyrir í fréttum um fjárdráttarmálið í Landssím- anum en Árni Þór og Kristján Ragnar hafa verið bendlaðir við það. Bjarni Haukur vill lítið tjá sig um málið. „Það er einstaklega óheppilegt hvað mál þetta allt hef- ur dregist. Enn leiðinlegra er hversu hátt hefur heyrst í dómara götunnar. Það hlýtur að vera eitt- hvað að kerfi þegar það getur beinlínis eyðilagt æru manna sem og stór og mikilvæg sóknartæki- færi án þess að nokkur ákæra eða í raun dómur hafi verið kveðinn upp,“ segir hann. „Fjölmiðlar voru kannski ekki beint að hugsa um þá sem voru í nálægð við þessa atburði. Málið var sett fram með það í huga hvernig best væri að selja frétt- ina. Á vissan hátt skil ég að það þurfi að selja fjölmiðla en öllu má ofgera. Það eru ekki öll kurl kom- in til grafar og vonandi fá þeir tækifæri til að skýra frá því hvernig raunverulega er í pottinn búið.“ Stærsta hlutverkið Bjarni eignaðist sitt fyrsta barn nú í janúar og segir föður- hlutverkið stærsta hlutverk sem hann hafi tekið að sér. „Aðalmark- miðið hjá mér nú er að reyna að standa mig sem faðir. Ég hræðist samt mest að vera of linur. Mér finnst drengurinn vera guð,“ seg- ir Bjarni og hlær. „Ég á sennilega alltaf eftir að lúffa fyrir honum.“ Á leiklistarsviðinu segist Bjarni eiga sér marga drauma en framtíðin hjá honum er þó algjör- lega óráðin. „Ég held að ég taki bara hvert verkefni fyrir sig eins og það kemur upp. Nú er ég búinn að skila af mér sjónvarpsþáttun- um í Noregi og svo gæti farið að ég geri þá fyrir sænska sjónvarp- ið. Það væri nú asskoti gaman að gera bíó einn daginn,“ segir Bjarni Haukur að lokum. kristjan@frettabladid.is Stærsta hlut- verkið til þessa HELLISBÚINN Bjarni hefur hingað til verið hvað þekktastur fyrir kómísk leikrit. Hann segist nú vera farinn að snúa sér frekar að söngleikjum en vonar að einhver hafi það mikla trú á honum að honum verði treyst til að gera dramatískt verk. Það hlýtur að vera eitthvað að kerfi þegar það getur beinlínis eyðilagt æru manna sem og stór og mikilvæg sóknar- tækifæri án þess að nokkur ákæra eða í raun dómur hafi verið kveðinn upp. ,, Ég varð eiginlega heltekinn af leik- húsinu og er eiginlega fast- ur þar ennþá. ,,FRÉTTABLAÐIÐ/TE IT U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.