Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 42
DMX - Grand Champ „DMX hljómar á nýju plötunni eins og hann sé að reyna að gera upp fortíð sína. Það hefur greinilega sitthvað legið á sál hans og textalega er DMX einlægur sem fyrr. Eini gallinn er að meiri vinnu hefði mátt leggja í takta og grúv... það hefði svo sem ekki skemmt að hafa þau meira grípandi hér og þar. Hann heldur þó höfði. Ef þetta er í rauninni svanasöngur DMX á hiphopið örugglega eftir að sakna hása harðjaxlsins, þó að hann sé orðinn svolítið mjúkur.“ BÖS Jet - Get Born „Jet skilar af sér hörku frumraun. Þó vopnin séu gömul og fá eru þau vel brýnd og notuð á réttum stöðum. Laga- smíðarnar eru allar skotheldar og minna á Rolling Stones, Oasis og T-Rex. Jet á margt sameiginlegt með Kings of Leon og liðsmenn sjá eflaust fortíðina í hilling- um.“ BÖS Heiða og heiðingjarnir - Tíu- fingurupptilguðs „Niðurstaða: Góð plata en nokkuð sund- urleit. Hugljúfa Heiða er betri en sú harð- skeytta.“ FB Ilya - They Died for Beauty „Pottþétt tónlist fyrir kvikmyndir, leik- og kaffihús. Hér eru nokkrar perlur og tón- listin framkallar afbragðs kvikmyndasenur í höfði manns. Senurnar eru flestar stór- fenglegar og dreymandi en inni á milli eiga leikararnir það til að ofleika, og míkrófónninn kemur einu sinni inn í ramann.“ BÖS Courtney Love - America’s Sweetheart „Sama hversu duglegur ég yrði að finna jákvæða punkta á þessari plötu myndi það ekki breyta þeirri staðreynd að mér fannst hún hundleiðinleg. Óspennandi hljómur, óspennandi lög og Love hljómar full sjálfsvorkunnar og gremju. Ég held bara að hún eigi of mikið af peningum, hún kemst upp með það að þurfa ekki að hlusta á neinn og góð ráð ná þannig ekki eyrum hennar. Hún er á villigötum. Beint á útsöluna!“ BÖS Joss Stone - The Soul Sessions „Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára hafa hæfileikar hennar laðað að sér hóp fag- manna og hér nýtur hún m.a. aðstoðar Angie Stone og liðsmanna hiphop-sveit- arinnar The Roots sem aðstoða við út- setningar. Öll platan er hrein sálarsveifla og hljómar eins og hún sé hljóðrituð á áttunda áratugnum. Röddin gerir plötuna, og hún er það stórkostleg að það er ekki hægt að kalla þetta annað en stórkost- lega frumraun.“ BÖS Incubus - A Crow Left of the... „Enn og aftur nær Incubus að endurupp- götva sig sem hljómsveit. Segir skilið, að mestu, við poppklisjudaðrið frá síðustu plötu og er komin í margra mílna fjar- lægð frá númetalinu sem sveitin hóf feril- inn á. Hér er verið að gefa bensínið í botn í hreinu rokki og róli. Nett skvetta af artí hljóðskúlptúrspælingum hér og þar. Meira Red Hot Chili Peppers en Limp Bizkit. Útkoman er besta plata sveitarinn- ar frá upphafi.“ BÖS 42 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Fréttiraf fólki Þó fáir kannist við nafnið Ge-orgios Kyriatou Panayioutou hefur hann þó selt rúmlega 80 milljón platna á heimsvísu. Georgios, eða George Michael eins og við þekkjum hann, lætur þó bíða eftir sér. Átta ár eru liðin frá því að hann gaf út plötuna Older og nánast ótrúlegt að við skulum enn muna hver hann er. Nokkur ný lög fengu þó að fljóta með á safnplötu hans Ladies & Gentlemen árið 1998. Síðasta breiðskífa Georgios hét Songs from the Last Century og kom út árið 1999 en á henni söng kappinn lög eftir aðra. Frá því að Georgios hóf sóló- feril sinn árið 1987 með útgáfu Faith hefur hann lifað tímana tvenna. Eftir að hafa slegið ræki- lega í gegn með fyrstu plötunni og selt rúmlega 7 milljónir ein- taka floppaði hann með aðra plötu sína Listen Without Prejudice, Vol. 1, sem seldist „aðeins“ í milljón eintökum. Það var tals- vert undir væntingum plötufyrir- tækisins Sony, sem hætti við að gefa út Vol. 2 eins og til stóð. Þetta fór auðvitað í taugarnar á Georgios litla sem kærði Sony og hélt því fram að fyrirtækið hefði ekki staðið sig sem skyldi í því að auglýsa plötuna. Hann lof- aði því svo að gefa aldrei út fleiri plötur ef hann tapaði. Hann tap- aði og neyddist til þess að kaupa sig lausan undan samningnum. Næst gerði hann samning við Dreamworks og árið 1996 gaf Georgios út plötuna Older og end- urheimti fyrri vinsældir. Næsta lægð var þó rétt handan við hornið. Árið 1998 var Georgios handtekinn fyrir að fletta sig klæðum á almenn- ingssalerni. Í kjölfarið kom söngvarinn fram á CNN og opin- beraði samkynhneigð sína fyrir almenningi og staðfesti þar með þrálátan orðróm sem gengið hafði árum saman. Í kjölfarið gerði hann myndband við lagið Outside þar sem hann flaggaði í fyrsta skipti kynhneigð sinni. Lagið hlaut frábærar viðtökur í Evrópu en myndbandið var nánast aldrei spilað í Bandaríkjunum þar sem orðspor Georgios þykir enn vafa- samt. Eftir það atvik hefur Georgios litli haft sérstakt dálæti á því að reyna að róta til í hvert skipti sem hann hreyfir sig. Eftirminnileg- ast er líklegast þegar hann skaut föstum skotum á samband George W. Bush og Tony Blair í myndbandi lagsins Shoot the Dog. Í dag hefur Georgios sæst við Sony og er nýja platan afsprengi nýs samstarfs þar á milli. Fimmta breiðskífa George Michael, Patience, kemur í búðir eftir helgi. Hún hefur þegar feng- ið afbragðsdóma gagnrýnenda. biggi@frettabladid.is Leikkonan Charlize Theronbrast í grát í sérstakri veislu sem Nelson Mandela hélt henni til heiðurs í Suður-Afr- íku, heima- landi henn- ar. Stúlkunni varð um megn þegar Nelson sagði í ræðu sinni að hún hefði komið landi sínu aftur á kortið með velgengni hennar í kvikmyndaheimi Hollywood. Leikkonan þakkaði fyrir sig eftir að hún hafði strokið tárin burt og sagðist hafa mikinn kærleika í hjarta sínu í garð Mandela. Brad Pitt og Angelina Jolie hafasíðustu daga verið að smita hvort annað af kvefi. Þau eru nú við tökur á nýrri mynd, Mr. and Mrs. Smith, og vegna fjölda ást- aratriða hafa þau smitað hvort annað aftur og aftur af kvefbakter- íunni. Þau eru ekki þau einu á tökustað sem eru með kvef og vírusinn er til mikilla vand- ræða fyrir kvikmyndaverið. TÓNLIST Síðasta lagið sem Nick Drake hljóðritaði verður gefið út á væntanlegri safnskífu síðar á þessu ári. Lagið fannst nýverið og hefur aldrei komist fyrir eyru al- mennings áður. Talið er að hann hafi hljóðritað lagið árið 1974, stuttu áður en hann fannst látinn eftir of stóran skammt af þung- lyndislyfjum. Drake var 26 ára þegar hann lést. Lagið heitir Toe the Line og verður að finna á 13 laga safnplöt- unni sem heitir I Was Made to Love Magic. Á plötunni má heyra tónlistarmanninn flytja aðrar út- gáfur af lögum sínum en eru þekktar á breiðskífunum þremur sem hann gaf út. Gagnrýnandi Mojo setur týnda lagið í flokk með þeim sem var að finna á síðustu plötu hans, Pink Moon frá árinu 1972. ■ GEORGE MICHAEL „I’m never gonna dance again, guilty feet have got no rhythm. Though it’s easy to pretend, I know you’re not a fool. Should’ve known better than to cheat a friend, and waste the chance that I’d been given. So, I’m never going to dance again... the way I danced with you.“ - George Michael segist ætla að hætta að gefa út diska eftir útgáfu nýju plötunnar. Árið 1984 sagðist hann nú ætla að hætta að dansa í laginu Careless Whisper með Wham! en hann hefur nú ekki staðið við það. Popptextinn Týnt lag komið í leitirnar NICK DRAKE Á sér stóran hóp dýrkenda um all- an heim, þrátt fyrir að hafa aldrei slegið í gegn í lifanda lífi. SMS um nýjustu plöturnar DMX Nýjasta plata rapparans DMX er víst hans síðasta. Hann heldur höfði samkvæmt gagnrýnanda Fréttablaðsins. Fall og upp- risa Georgios Tónlist GEORGE MICHAEL ■ Átta ár eru síðan George Michael gaf síðast út breiðskífu fulla af nýjum frum- sömdum lögum. Ný plata kemur út eftir helgi. Hún heitir réttilega Patience. GEORGE MICHAEL Fimmta breiðskífan kemur í búðir á mánudag en kappinn hefur ekki gefið út plötu með frumsömdu efni í átta ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.