Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 57
57LAUGARDAGUR 13. mars 2004 hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 MARS Laugardagur Landsvirkjun hefur sett á stofn sjó› til styrktar nemendum á fram- haldsstigi háskólanáms (meistara- og doktorsnám) sem eru a› vinna a› lokaverkefnum sínum og ver›a styrkir veittir úr sjó›num árlega. Ákve›i› hefur veri› a› verja samtals 3 milljónum króna í námsstyrki á flessu ári og ver›ur fyrstu styrkjunum úthluta› í maí næstkomandi. Hver styrkur ver›ur a› lágmarki 400 flúsund krónur. Markmi› me› námsstyrkjunum er a› efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum margvíslegu svi›um sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til a› kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsí›u fyrirtækisins. Styrkjunum er ætla› a› standa undir hluta af kostna›i vi› lokaverkefni sem hafi› er e›a mun hefjast á flessu ári. Umsækjendur flurfa a› leggja fram l‡singu á verkefninu, me›mæli lei›beinanda og rökstu›ning fyrir flví a› verkefni› tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „NÁMSSTYRKIR LANDSVIRKJUNAR 2004“. Umsóknarey›ublö› og nánari uppl‡singar um styrkveitinguna og starf- semi Landsvirkjunar er a› finna á vefsí›u Landsvirkjunar, www.lv.is. Einnig veitir Ólöf Nordal upplýsingar í síma 515 9000 og olof@lv.is. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2004. Öllum umsóknum ver›ur svara› og fari› me› flær sem trúna›armál. Styrkir til nema á framhaldsstigi háskólanáms Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrir- tækja landsins. Tilgangur fyrirtækisins er a› stunda starfsemi á orkusvi›i ásamt annarri vi›skipta- og fjármála- starfsemi. Hjá Landsvirkjun starfa um 330 starfsmenn me› mjög fjölbreytta menntun. Forgangsverkefni fyrirtækisins eru m.a. a› taka flátt í fyrirhugu›um breyt- ingum á skipulagi orkumála til a› tryggja stö›u Landsvirkjunar á orku- marka›i og efla gæ›a- og umhverfis- stjórnun. Mikil áhersla er lög› á nú- tíma mannau›sstjórnun me› áherslu á flekkingarstjórnun, fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafnrétti og tækifæri til starfsflróunar. L a n d s v i r k j u n a u g l ‡ s i r e f t i r u m s ó k n u m u m s t y r k i v e g n a m e i s t a r a - e › a d o k t o r s v e r k e f n a RAFMAGN Á ÍSLANDI 1904–2004 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 0 1 4 1 4 • s ia .i s Deildabikarkeppni KSÍ: KR vann Fylki FÓTBOLTI KR-ingar unnu Fylki 2-1 í A-riðli deildabikarkeppni karla í gær- kvöldi. Sölvi Davíðsson og Arnar Jón Sigurgeirsson skoruðu mörk KR á fyrsta korterinu en Ólafur Stígsson skoraði glæsilegt mark fyrir Fylki snemma í seinni hálfleik. KR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Fylkismenn voru mun aðgangs- harðari í þeim síðari og bjargaði Kristján Finnbogason KR-ingum nokkrum sinnum með góðri mark- vörslu. KA er efst í A-riðlinum með níu stig. KR-ingar eru í öðru sæti með sjö stig en KA og KR leika á Akureyri um næstu helgi. Fylkir hefur þrjú stig eftir þrjá leiki. ■ ■ ■ LEIKIR  14.00 Kvennalandslið Íslands og Skotlands eigast við í vináttuleik í fótbolta í Egilshöll.  15.00 Fram tekur á móti KA í Remax-úrvalsdeild karla.  15.00 Stjarnan og Haukar eigast við í Remax-deild kvenna í handbolta.  16.00 Hamarsmenn taka á móti Snæfelli í Hveragerði í körfubolta.  16.00 Tindastóll og Keflavík mæt- ast á Sauðárkróki í körfubolta.  16.00 ÍR taka á móti Gróttu KR í Remax-úrvalsdeild karla.  16.30 Haukar og Valsmenn eigast við á Ásvöllum í handbolta karla.  17.,00 HK sækir Stjörnuna heim í Remax-úrvalsdeild karla. ■ ■ SJÓNVARP  12.15 Bolton og Chelsea í beinni á Sýn.  14.24 Þýski fótboltinn, beint frá leik Bayern og Hansa Rostock  14.45 Enski boltinn á Stöð 2. Beint frá leik Blackburn og Arsenal.  16.20 ÍBV og Brodosplit frá Króatíu í 8-liða úrslitum Evrópu í beinni.  20.20 Spænski boltinn í beinni á Sýn. Real M. og Zaragosa  2.00 Hnefaleikar í beinni á Sýn. ÍBV mætir Brodosplit Vranjic í áskorendakeppni Evrópu: Erfitt verkefni en skemmtilegt HANDBOLTI Þetta er fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum áskor- endakeppninnar en sá síðari er á morgun. Báðir verða þeir leiknir úti í Eyjum. Að sögn Aðalsteins Eyjólfs- sonar, þjálfara Eyjastúlkna, er mikill hugur í mannskapnum og stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast áfram. Hann játar að verkefnið verði erfitt en engu að síður skemmtilegt. „Þetta er lið sem er í öðru sæti í króatísku deildinni og er með gríðarlega sterka leikmenn innanborðs, þar á meðal þrjá til fjóra króatíska landsliðsmenn sem spiluðu á síð- ustu HM,“ sagði Aðalsteinn. „Þetta lið spilar mjög agressíva 3-2-1 vörn. Það er mikið um brot og liðið er að spila mjög hraðan bolta.“ Aðalsteinn segist ekki breyta leikskipulagi sínu sérstaklega fyrir þennan leik. „Þú bjargar engu núna á stuttum tíma. Vinnan sem hefur verið unnin í vetur hef- ur verið lögð fram til að geta átt í höggi við svona lið. Það er bara spurning hvort hún skili sér eða ekki.“ Elísa Sigurðardóttir, fyrirliði ÍBV, er meidd og verður ekki með í dag og skyttan Alla Gorkorian er tæp vegna meiðsla. Óvíst er hvort hún geti spilað. ■ KR vann í Grindavík KR og Njarðvík unnu sína leiki í átta liða úrslitum Intersport-deildarinnar. KÖRFUBOLTI KR vann Grindavík 99-95 í átta liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfubolta í gær. Leikurinn var jafn allan tímann ef frá er talinn kafli um miðjan fyrsta leikhluta þegar Grindvíkingar skoruðu ellefu stig í röð og komust í 24-11. KR-ingar náðu að minnka muninn í 25-19 fyr- ir lok leikhlutans og komust yfir með átta fyrstu stigum annars leikhluta. Grindvíking- ar náðu aftur forystunni 34-33 og bættu við forystuna fram að leikhléi. Páll Axel Vilbergs- son skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili en Magnús Helgason náði að svara fyrir KR með þriggja stiga körfu og laga stöðuna í 49-46 fyrir leikhlé. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu fljótlega átta stiga for- ystu, 55-47. KR-ingar unnu muninn upp hægt og bítandi og náðu forystu, 65-63, með þriggja stiga körfu Skarp- héðins Ingasonar. KR-ingar létu forystuna ekki af hendi. Þeir leiddu 78-74 eftir þriðja leikhluta og náðu mest tíu stiga forskoti í þeim fjórða. Grindvíkingar sóttu hart að KR-ingum undir lokin og tókst að minnka muninn í eitt stig, 96-95, en KR-ingar héldu út og unnu frækilegan sigur. Darrel Lewis skoraði 33 stig fyrir Grindvíkinga, Páll Axel Vilbergsson 22 og Anthony Jones sautján en hann átti einnig tíu stoðsendingar. Elvin Mims skoraði 25 stig fyrir KR, Joshua Murray átján og Jesper Sörensen og Skarphéð- inn Ingason þrettán hvor. Njarðvíkingar gersigruðu Hauka á heimavelli 100-61. Þeir leiddu 20-10 eftir fyrsta leikhluta og 40-32 í leikhléi. Njarðvíkingar stungu Hauk- ana af í þriðja leikhluta, sem þeir unnu 33-14, og bættu tólf stigum við forskotið í fjórða leikhlutanum. Brandon Woudstra skoraði 21 stig fyrir Njarðvíkinga, Páll Kristinsson átján, William Chavis sautján og Brenton Birmingham sextán. Michael Manciel skoraði tólf stig fyrir Hauka og Þórður Gunnþórsson tíu. ■ GORKORIAN Óvíst er hvort Alla Gorkorian geti leikið með ÍBV í dag vegna meiðsla. MAGNI HAFSTEINSSON KR-ingurinn Magni Hafsteinsson sækir að körfu Grindvíkinga.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.