Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 30
Neyðarlína sálarinnar 30 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Ástarsorg, þunglyndi, einmana-leiki, sjálfsvígshugleiðingar, samskiptaerfiðleikar, ofbeldi. Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að fólk á öllum aldri, um allt land, tek- ur upp símann og hringir í Hjálpar- síma Rauða krossins. Þar er svarað allan sólarhringinn, allan ársins hring, og reynt að lina þjáningar með því að hlusta og gefa góð ráð. Á síðasta ári bárust Hjálparsím- anum um fjögur þúsund símtöl af ýmsu tagi. Reyndar hringdi síminn mun oftar en stundum var skellt á. Það hafa sig ekki allir í að tala í fyrstu tilraun og slá því á þráðinn nokkrum sinnum áður en erindið er borið upp. Eins og áður sagði eru sjálfsvígs- hugleiðingar oft ástæða þess að fólk hringir. Ýmist eru hringjendur sjálfir í slíkum hugleiðingum eða hafa áhyggjur af maka, börnum eða öðrum ástvinum. En erindindin eru ekki alltaf svona alvarleg, stundum þarf fólk bara að tala. Er ekki á höttunum eft- ir góðum ráðum heldur vantar ein- hvern sem hlustar. Það eiga nefni- lega ekki allir vini sem geta hlustað þegar þörf er á. Þá er gott að geta hringt í 1717, númer Hjálparsím- ans. Nafnleynd á báða bóga Algjör leynd hvílir yfir símtölun- um, hringjendur eru ekki spurðir til nafns né heldur hvaðan þeir hringja. Að sama skapi gefa þeir sem svara ekki upp sín nöfn. Þetta tryggir ákveðna og nauðsynlega fjarlægð, eyðir tortryggni og eykur öryggi. Hægt er að hringja úr öllum símum í 1717 og ekki sést á sím- reikningum að hringt hafi verið í númerið. Þjónustan er algjörlega gjaldfrjáls. Tilgangurinn með Hjálparsímanum er að vera til stað- ar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu. Margir vilja svara Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins rekur Hjálparsímann en er í góðri samvinnu við Landlæknis- embættið, Landspítala - háskóla- sjúkrahús og Neyðarlínuna. Nýlega varð Brynhildur Barðadóttir verk- efnisstjóri, en hún ber sumsé rekstrarlega og faglega ábyrgð á Hjálparsímanum. Hún segir gott að fá fólk til starfa. „Síðast þegar við auglýstum eftir sjálfboðaliðum til að svara í Hjálparsímann sóttu hundrað manns um. Úr þeim hópi voru sjötíu og tveir valdir til að fara á námskeið og það er í gangi núna.“ Nemar í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands eru fjölmennir í þessum hópi en fólk kemur víða að: „Þarna er hjúkrunarfræðingur, þroska- þjálfi, viðskiptafræðingur og reyndar fólk úr fjölmörgum stétt- um samfélagsins og á ýmsum aldri. Sá yngsti er 23 ára og sá elsti 68 ára,“ segir Bryn- hildur. Fólk hlýtur góðan undirbún- ing áður en það tekur til við sím- svörunina, eng- um er hent út í djúpu laugina. „Þetta byrjar á tveggja kvölda grunnnámskeiði, þaðan liggur leið- in á námskeið í sálrænni skyndi- hjálp og svo fer heil helgi í kennslu í viðtals- tækni og notkun réttra boðleiða. Að endingu fá ný- liðar þjálfun frá sér reyndara fólki og að þessu búnu eru þeir færir í flestan sjó.“ Eldra fólk oft einmana Hann hefur mikla reynslu af að svara í Hjálparsímann og hliðstæð- ar símalínur. Hefur enda unnið við það mörg undanfarin ár. Vegna nafnleyndarinnar sem ríkir á báða bóga köllum við hann Sigga. Hann stendur vaktina á næturnar, þegar mest er að gera. „Það er allur gang- ur á því hvort margir hringi. Stundum enginn, stundum mjög margir. Stundum er mjög rólegt framan af en svo hringja margir á milli fjögur og sex.“ Siggi segir fólk hringja af ólíkum tilefnum. „Stundum er hreinlega allt að. Fólk sem neytir fíkniefna glímir t.d. við alls konar vandamál, unglingarnir hringja fyrst og fremst vegna erf- iðleika í samskiptum við forráða- menn og þeir sem eru eldri eru daprir, einmana eða í sjálfsvígs- hugleiðingum.“ Einmanaleiki gerir oft vart við sig hjá eldra fólki sem býr eitt og Siggi segir það oft nýta sér þjónustu Hjálparsímans: „Fólk ber gjarnan sorg í hjarta vegna makamissis en vill ekki leggja nema vissar byrðar á börnin sín. Þá finnst því gott að geta tjáð sig undir nafnleynd við einhvern sem það þekkir ekki.“ Ekkert er of smávægilegt Siggi segir að ekkert vandamál sé svo smátt í sniðum að ekki sé til- efni til að hringja ef fólki líður illa. „Við viljum heyra frá öllum sem eiga erfitt. Ekki síst unga fólkinu. Mín reynsla er sú að ungt fólk tekur ákvarðanir um sjálfsvíg mun hrað- ar en þeir sem eru eldri. Ástarsorg getur t.d. ýtt slíkum hugleiðingum af stað.“ Hann þekkir mörg dæmi þess að sambandsslit ungs fólks marki djúp spor á sálir þess: „Það vill brenna við að ungt fólk hafi verið saman í kannski eitt ár. Svo vill annað ljúka samband- inu en hitt ekki og þá hefjast hót- anir: Ef þú ætlar að hætta með mér þá geri ég eitthvað við mig. Fólk stendur v a r n a r l a u s t gagnvart svona löguðu og hring- ir til að spyrja ráða.“ Siggi segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparsímans geti aðstoðað með ýmis mál en sumt sé þess eðlis að ekki verði við það ráðið á þeim bæ. „Þá flytjum við samtalið yfir á Geð- svið Landspítalans eða Neyðarlín- una, eftir því sem við á.“ Réttu spurningarnar Eins og fyrr var rakið hlýtur fólk staðgóða þjálfun áður en það sest við símann og svarar þeim sem eiga bágt. Óreyndur á erfitt með að átta sig á hvurs lags ráð hægt er að gefa eða yfir höfuð hvernig á að koma fram í símann. „Þetta gengur út á að fá fólk til að tjá sig. Og til að svo megi verða beitum við svokallaðri virkri hlustun sem snýst um að örva fólk til frásagnar. Við þurfum að kunna að spyrja réttu spurning- anna, sýna fullkomið traust og jafn- vel grínast ef það á við. Raddbeiting skiptir líka miklu máli. Stundum þarf fólk líka að gráta og þá leyfum við því að gera það.“ Siggi segir að grunnmarkmið Rauða krossins séu höfð að leiðar- ljósi í starfinu og bera þar hæst mannúðin, hlutleysið og óhlut- drægnin. Reynir á Eins og nærri má geta reynir það á að svara erfiðum símtölum frá fólki sem er t.d. í sjálfsvígshugleið- ingum. Siggi segir að vissulega taki hann þau sum inn á sig: „Auðvitað losnar maður aldrei við alvarleg- ustu símtölin en við notum hvort annað mikið, ræðum saman á vakta- skiptum og njótum handleiðslu ef svo ber undir. Við getum líka leitað til sálfræðings en ég hef ekki þurft að nýta mér það.“ Hann segist búa að áralangri reynslu af svona sam- skiptum og sé því betur í stakk bú- inn en margir aðrir til að takast á við erfiðleika. „Skrápurinn má þó aldrei verða of harður, þá þarf mað- ur að endurskoða sín mál.“ Hann segir alla ganga til verka vitandi það að aldrei verði öllum bjargað. „Stundum er myrkrið svo ofboðs- lega svart að við fáum litlu sem engu áorkað.“ Langaði að hjálpa öðrum Hún hefur stutta reynslu að baki við að svara í Hjálparsímann. Við köllum hana Siggu. „Mig langaði til að gera eitthvað fyrir aðra án þess að bera það sérstaklega á torg,“ seg- ir hún. „Ég var í námi með vinnu og eftir að því lauk hafði ég tíma af- lögu sem ég vildi nýta í þágu ann- arra.“ Sigga vinnur í banka og hefur kynnst ýmsum vandamálum fólks í gegnum starf sitt. „Ég verð oft vör við að margt hvílir á fólki og veit að margir þurfa að létta á áhyggjum sínum með því að tala við einhvern sem það þekkir ekki.“ Henni líður vel yfir að finna að hún geti látið fólki líða ögn betur með því að hlusta á það og veita þau ráð sem möguleg eru. „Mörgum er mikill léttir af að tala um hlutina og svo er gott að geta bent fólki á færar leiðir út úr vanda.“ Gott og gefandi Sigga er ýmsu vön úr vinnunni og segir að símsvörunin í Hjálpar- símann hafi ekki reynt of mikið á sig: „Það hefur ekkert komið upp sem hefur gengið mjög nærri mér, sem betur fer.“ Og hún segir nám- skeiðin hafa gert sér gott. „Ég held að það sé bæði gott og gefandi fyrir alla að ganga í gegnum þessi nám- skeið. Þau auka skilning og víkka hugsunina.“ Fólk hefur rætt um alls konar vandamál í samtölum við Siggu en hún segist ekki hafa feng- ið símtöl frá fólki í sjálfsvígshug- leiðingum. „Þetta hafa frekar verið samtöl við fólk sem hefur áhyggjur af ástvinum sínum. Áhyggjur af að þeir kunni að taka upp á einhverju slæmu.“ Brynhildur verkefnisstjóri seg- ir að álagið á Hjálparsímann sé mest á kvöldin og að næturlagi. „Á þessum tímum sólarhringsins er langmest að gera,“ segir hún. „Fólk virðist ekki hringja yfir há- bjartan daginn.“ Hún segir að tals- vert álag sé um hátíðir enda fari þær illa í marga og eins megi merkja aukið álag þegar tiltekin málefni séu ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni: „Ef t.d. mikið er rætt um einelti eða þung- lyndi í fjölmiðlum merkjum við það í fjölgun símtala.“ bjorn@frettabladid.is Á síðasta ári bárust um fjögur þúsund símtöl í Hjálparsíma Rauða krossins. Vandamálin sem fólk vill ræða um í skjóli nafnleyndar eru af öll- um stærðum og gerðum, allt frá ástarsorg til meiriháttar ofbeldis og sjálfsvígshugleiðinga. Mikil eftirsókn er eftir því að fá að starfa við hjálparsímann og færri komast að en vilja. BRYNHILDUR BARÐADÓTTIR „Síðast þegar við auglýstum eftir sjálfboða- liðum til að svara í Hjálparsímann sóttu hundrað manns um,“ segir Brynhildur. „Úr þeim hópi voru sjötíu og tveir valdir til að fara á námskeið og það er í gangi núna.“ MARGS KONAR ERFIÐLEIKAR „Stundum er hreinlega allt að,“ segir Siggi. „Fólk sem neytir fíkniefna glímir t.d. við alls konar vandamál, unglingarnir hringja fyrst og fremst vegna erfiðleika í samskiptum við forráðamenn og þeir sem eru eldri eru daprir, einmana eða í sjálfsvígshugleiðingum.“ SVARAÐ Í SÍMA „Mig langaði til að gera eitthvað fyrir aðra án þess að bera það sérstaklega á torg,“ segir Sigga. „Ég var í námi með vinnu og eftir að því lauk hafði ég tíma aflögu sem ég vildi nýta í þágu annarra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.