Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 41
■ Hvað merkir skiltið? 41LAUGARDAGUR 13. mars 2004 Nú eru liðin 15 ár síðan BMWkynnti síðast bíl úr 6 línunni. V8 vélin er hin sama og er í 7 lín- unni sem kynnt var á síðasta ári, átta strokka línuvél sem skilar 333 hestöflum. BMW kynnti fyrstu sjálf- stæðu coupé-bílgerðina árið 1937, BMW 327. Nægur tími var tekinn í það að hanna nýja coupé-inn og koma fyrstu eintökin á göt- urnar nú í mars um allan heim. BMW 645Ci Coupé fékk fullt hús stiga í umsögn hjá tímaritinu WhatCar, meðal annnars fyrir vel heppnaða útlitshönnun og sérstaka þyngd- ardreifingu á undirvagni sem gefur aksturseiginleika sem jaðra við fullkomnun. Bíllin verður sýndur milli kl. 12 og 16 í dag. ■ SVAR: Bannað að stöðva ökutæki. Í árslok 2003 voru ökutæki ágötum höfuðborgarsvæðisins skráð 131.251 talsins. Þann mikla bílafjölda upplifa flestir öku- menn á annatímum hversdagsins og víst að ekki fer sem best um bak margra að sitja fastir í um- ferðarhnút eða við langkeyrslur innanbæjar sem utan. Margir kannast við trékúluteppi sem smokrað er yfir bílstjórasætið til aukinnar vellíðunar og baknudds, en framþróunin í þeim geira er stöðug. Nú er hægt að fá í Bílanausti nýjustu týpur trékúluteppis með mjúkum kanti á alla vegu, en einnig kúluteppi sem eru bólstr- uð og nudda bæði bak og aftur- enda, bílstjórum til mikils batn- aðar. Teppin fást í svörtu, bláu og gráu; litum sem falla vel að sæta- áklæðum. Nýjasti meðlimur nuddteppafjölskyldunnar er upp- blásið nuddteppi sem veitir há- marksstuðning við mjóbakið um leið og það nuddar bak og herðar bílstjórans. Nuddteppin má líka nota heima og á skrifstofunni. ■ ÞREYTT Í BAKINU? Leyfðu þér smá lúxus og fáðu nudd í bílnum. Nudd í ökuferðinni: Bólstruð og uppblásin nuddteppi í bílinn BMW 645CI COUPÉ Fékk fullt hús stiga í umsögn hjá tímaritinu WhatCar. BMW 645Ci Coupe kynntur hjá B&L: Fyrsta sexan í 15 ár Það besta við bílinn minn erhvað hann er stór,“ segir Péturína Laufey Jakobsdóttir, sem varð akstursíþróttamaður ársins 2001 en hefur nú látið akst- ursíþróttirnar víkja í bili fyrir móðurhlutverkinu. „Þetta er Landcruiser á 38“ dekkjum. Það taka náttúrlega allir eftir svona stórum bíl og þegar ég kem í bæ- inn fréttist það. Þegar ég legg í stæði þarf ég heldur ekkert að hafa áhyggjur af því að fólk skelli hurðum eða öðru utan í bílinn, það lendir bara á dekkjunum og brett- unum. Svo get ég bara hoppað upp í bílinn og keyrt af stað, hvernig sem veðrið er. Þetta er mjög mik- ið frelsi og ekkert vesen.“ Péturína segist stundum fara í fjallaferðir á jeppanum og þá sé gott að hafa mikið pláss inni í hon- um. „Ég bý á Skagaströnd og keyri oft til Reykjavíkur, þannig að ég er mjög mikið á ferðinni.“ Hún er nú samt að fara að selja bílinn og segist ætla að fá sér bæði jeppa og fólksbíl í staðinn. „Ég mun örugglega alltaf eiga jeppa en svo þarf maður stundum líka að fara hratt,“ segir hún hlæjandi. ■ PÉTURÍNA LAUFEY JAKOBSDÓTTIR Akstursíþróttakona sem er ánægð með að vera á stórum bíl. Það besta við bílinn minn: Mikið frelsi sem fylgir stórum bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.