Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 2
2 13. mars 2004 LAUGARDAGUR “Já - það má segja að hún sé það.“ Kristinn Kristinsson er formaður Félags sjóntækja- fræðinga. Nýsamþykkt lög veita sjóntækjafræðing- um heimild til að mæla sjónina í fólki og fullvinna gleraugu og snertilinsur. Spurningdagsins Kristinn, er þá sjónmælingalausnin í sjónmáli? ■ Noregur MADRÍD, AP Milljónir Spánverja streymdu út á götur í gærkvöldi til að sýna samstöðu og mótmæla hryðjuverkunum sem framin voru í Madríd á fimmtudagsmorgun. Sjö mánaða stúlka sem lést síðdeg- is í gær var 199. fórnarlamb árásanna til að láta lífið. Móðir stúlkunnar er á sjúkrahúsi en ekk- ert er vitað um afdrif föður henn- ar. Engin kennsl hafa verið borin á 84 lík. Spænskt þjóðfélag var sem lamað í gær. Spánverjar komu víða saman til að minnast hinna látnu, byrjuðu í gærmorgun og héldu því áfram fram á kvöld. Stjórnvöld báðu fólk um að hafa einnar mín- útu þögn til minningar um fórnar- lömb árásanna, sums staðar stóð fólk enn í sömu sporunum, þögult, tíu mínútum síðar. Mikil taugaspenna ríkir í Madríd. Lögregla rýmdi lestarstöð- ina í Atocha í gær vegna ótta við að sprengju hefði verið komið fyrir. Sá ótti reyndist ástæðulaus. „Ég sá lestirnar og brast í grát. Mér fannst ég svo hjálparlaus og varð svo reið,“ sagði ung spænsk kona, Isabel Galan. Jose Maria Aznar forsætisráð- herra hét því að finna þá sem bera ábyrgð á árásunum. „Við munum koma þeim seku í hendur réttvís- innar,“ sagði forsætisráðherrann fráfarandi. „Við útilokum ekkert við rannsóknina,“ sagði hann og tók fram að enn hefði ekki verið slegið fast hverjir hefðu skipulagt árás- irnar, þær verstu í sögu Spánar. Böndin bárust strax að ETA, hryðjuverkahreyfingu Baska, sem hefur áður reynt svipuð til- ræði en án árangurs. Í gær af- tóku forsvarsmenn ETA með öllu að hafa átt aðild að voðaverkun- um. Þá lýstu samtök sem segjast tengjast al-Kaída ábyrgð á hend- ur sér og bíll með sprengihettur og Kóraninn fannst nálægt til- ræðisstað. Fjölmennt lið sér- fræðinga leitar vísbendinga í flökum lestanna og allar deildir lögreglunnar koma að málinu. Bandaríkjamenn buðu í gær fram aðstoð sína við rannsókn málsins. „Þú getur ekki ímyndað þér hryllinginn,“ sagði Carmen Santos, hjúkrunarkona á einu sjúkrahúsa Madrídar. „Við sáum barka fólks óvarða, brotin bein standa út í loftið og fólk sem mis- sti húðina. Þetta var ólýsanlegt.“ Þingkosningar á morgun fara fram eins og til stóð. Árásirnar eru sagðar geta ráðið úrslitum. Telji kjósendur að ETA beri ábyrgð á þeim kjósi þeir frekar Lýðflokkinn sem verið hefur við völd. Telji þeir að al-Kaída standi að baki þeim kjósi þeir frekar gegn stjórninni sem dró Spán- verja óviljuga inn í innrás í Írak. Í gærkvöldi bárust fregnir um að Ana Palacio utanríkisráð- herra hefði sent tilmæli til sendi- herra Spánar um að ETA bæri ábyrgð á ódæðinu. ■ HRYÐJUVERK Í MADRÍD Kári Gunn- laugsson, sem búsettur er í næsta nágrenni við Atocha lestarstöðina þar sem öflugustu sprengingarn- ar urðu, segir sterkustu viðbrögð Madrídarbúa og Spánverja vegna hermdarverkanna á fimmtudag vera samstöðu. Þó eru bæði reiði og ótti einnig áberandi viðbrögð við atburðinum og segir Kári að fólk óttist að þessi árás kunni að vera byrjunin á einhverju meiru. Að sögn Kára voru viðbrögð lögreglu til mikillar fyrirmyndar og nefnir hann sem dæmi að um hádegi á fimmtudag hefði verið hægt að hringja í neyðarlínur til þess að fá upplýsingar um afdrif ástvina. Þá segir hann að sam- staða Spánverja hafi meðal annars komið fram í því að einungis fáeinar klukkustundir hafi tekið að safna því blóði sem þurfti til þess sinna þeim fjórtán hundruð mönnum sem slösuðust í sprengingunum. Kári segir að víða megi sjá kertaljós loga í gluggum og svarta sorgarborða en þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Spáni vegna hryðjuverksins. Hann segir að Spánverjar taki þjóðarsorgina mjög hátíðlega. „Flestir vilja meina að þetta sé ETA einfaldlega vegna þess að allt í kringum þetta bar keim af því sem ETA hefur verið að gera,“ segir Kári um það hverjir séu taldir bera ábyrgð á ódæðinu. Hann bendir hins vegar á að svo mikill mannskaði samræmist ekki þeim aðferðum sem ETA hefur beitt hingað til. ■ KJARNORKUVOPNUM MÓTMÆLT Grænfriðungar hafa barist gegn kjarnorku- vopnum, meðal annars vegna hættu á slysum. Kjarnorkusprengja: Skaddast í flutningum SEATTLE, AP Langdræg eldflaug, vopnuð kjarnorkuoddi, skaddaðist þegar verið var að flytja hana úr kafbáti í flotahöfn nálægt Seattle í Bandaríkjunum síðla á síðasta ári. Gat kom á hlífina yfir kjarnorku- oddinum en að sögn embættis- manna í bandaríska varnarmála- ráðinu lak ekkert geislavirkt efni út. Hernaðarsérfræðingar segja hættuna á kjarnorkuslysum mjög litla en fjórir yfirmenn sem báru ábyrgð á flutningi kjarn- orkuflaugarinnar voru leystir frá störfum. ■ STJÓRNARFLOKKAR STYRKJAST Norsku stjórnarflokkarnir bæta allir við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Hægri- flokkurinn mælist með 21%, Kristilegir demókratar með níu prósent og Venstre með fjögur prósent. Verkamannaflokkurinn fengi aðeins 24% samkvæmt könnuninni en Framfaraflokkur- inn sautján prósent. Sósíalistar fá fimmtán prósent. LÖGREGLUMÁL „Lögreglumennirnir sneru við og óku burt á ofsahraða þegar þeir sáu ljósmyndarann,“ segir Ástþór Magnússon forseta- frambjóðandi. Ástþór var staddur á skrifstofu Friðar 2000 í gær- morgun að bíða eftir því að lög- reglan skilaði tölvum sem lagt hafði verið hald á í tengslum við rannsókn á dreifingu á tölvupósti með viðvörunum um sprengju- tilræði gegn íslenskri flugvél. Að sögn Ástþórs hafði lögregl- an samband við hann í gærmorg- un og tilkynnti að komið yrði með tölvurnar um ellefuleytið. Ljós- myndari frá Fréttablaðinu var á staðnum þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn á ómerktum bíl komu á skrifstofur Friðar 2000. Mennirnir stigu út úr bílnum en þegar þeir sáu ljósmyndarann snerust þeir á hæli og óku síðan hratt á braut. Skömmu síðar var hringt í Ástþór og sagt að hann yrði að sækja tölvurnar sjálfur niður á lögreglustöð. Ljósmyndari Fréttablaðsins segist hafa orðið vitni að því þegar lögreglumennirnir óku á 100 kílómetra hraða niður Breið- holtsbrautina og síðan áfram eftir Reykjanesbraut og Sæbraut. Ljós- myndarinn segir að lögreglu- mönnunum hafi verið mikið niðri ef marka má ökulag þeirra og handapat. ■ Lögreglan ók burt á ofsahraða með tölvur Ástþórs: Flúðu ljósmyndara Fréttablaðsins ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Ástþór segist undrandi á háttalagi lögreglumannanna sem komu á skrifstofur Friðar 2000 til að skila til hans tölvubúnaði. SAMSTAÐA Í VERKI Hundruð þúsunda fylktust út á torg í Madríd og víðar á Spáni í gær til að sýna samstöðu með fórnarlömbum hryðju- verkanna í Madríd og mótmæla hryðju- verkunum. Kári Gunnlaugsson: Samstaða meðal Spánverja áberandi MINNAST FÓRNARLAMBA Spánverjar minntust fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Madríd með því að kveikja á kertum. Þessi mynd er tekin í Barcelona. Þjóðarsorg á Spáni Spánverjar sýndu samstöðu með því að fjölmenna á götum úti í gærkvöldi. Þjóðlíf er í lamasessi. ETA neitar aðild að árásunum. Talið er að ódæðin geti haft áhrif á þingkosningar á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.