Fréttablaðið - 13.03.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 13.03.2004, Síða 2
2 13. mars 2004 LAUGARDAGUR “Já - það má segja að hún sé það.“ Kristinn Kristinsson er formaður Félags sjóntækja- fræðinga. Nýsamþykkt lög veita sjóntækjafræðing- um heimild til að mæla sjónina í fólki og fullvinna gleraugu og snertilinsur. Spurningdagsins Kristinn, er þá sjónmælingalausnin í sjónmáli? ■ Noregur MADRÍD, AP Milljónir Spánverja streymdu út á götur í gærkvöldi til að sýna samstöðu og mótmæla hryðjuverkunum sem framin voru í Madríd á fimmtudagsmorgun. Sjö mánaða stúlka sem lést síðdeg- is í gær var 199. fórnarlamb árásanna til að láta lífið. Móðir stúlkunnar er á sjúkrahúsi en ekk- ert er vitað um afdrif föður henn- ar. Engin kennsl hafa verið borin á 84 lík. Spænskt þjóðfélag var sem lamað í gær. Spánverjar komu víða saman til að minnast hinna látnu, byrjuðu í gærmorgun og héldu því áfram fram á kvöld. Stjórnvöld báðu fólk um að hafa einnar mín- útu þögn til minningar um fórnar- lömb árásanna, sums staðar stóð fólk enn í sömu sporunum, þögult, tíu mínútum síðar. Mikil taugaspenna ríkir í Madríd. Lögregla rýmdi lestarstöð- ina í Atocha í gær vegna ótta við að sprengju hefði verið komið fyrir. Sá ótti reyndist ástæðulaus. „Ég sá lestirnar og brast í grát. Mér fannst ég svo hjálparlaus og varð svo reið,“ sagði ung spænsk kona, Isabel Galan. Jose Maria Aznar forsætisráð- herra hét því að finna þá sem bera ábyrgð á árásunum. „Við munum koma þeim seku í hendur réttvís- innar,“ sagði forsætisráðherrann fráfarandi. „Við útilokum ekkert við rannsóknina,“ sagði hann og tók fram að enn hefði ekki verið slegið fast hverjir hefðu skipulagt árás- irnar, þær verstu í sögu Spánar. Böndin bárust strax að ETA, hryðjuverkahreyfingu Baska, sem hefur áður reynt svipuð til- ræði en án árangurs. Í gær af- tóku forsvarsmenn ETA með öllu að hafa átt aðild að voðaverkun- um. Þá lýstu samtök sem segjast tengjast al-Kaída ábyrgð á hend- ur sér og bíll með sprengihettur og Kóraninn fannst nálægt til- ræðisstað. Fjölmennt lið sér- fræðinga leitar vísbendinga í flökum lestanna og allar deildir lögreglunnar koma að málinu. Bandaríkjamenn buðu í gær fram aðstoð sína við rannsókn málsins. „Þú getur ekki ímyndað þér hryllinginn,“ sagði Carmen Santos, hjúkrunarkona á einu sjúkrahúsa Madrídar. „Við sáum barka fólks óvarða, brotin bein standa út í loftið og fólk sem mis- sti húðina. Þetta var ólýsanlegt.“ Þingkosningar á morgun fara fram eins og til stóð. Árásirnar eru sagðar geta ráðið úrslitum. Telji kjósendur að ETA beri ábyrgð á þeim kjósi þeir frekar Lýðflokkinn sem verið hefur við völd. Telji þeir að al-Kaída standi að baki þeim kjósi þeir frekar gegn stjórninni sem dró Spán- verja óviljuga inn í innrás í Írak. Í gærkvöldi bárust fregnir um að Ana Palacio utanríkisráð- herra hefði sent tilmæli til sendi- herra Spánar um að ETA bæri ábyrgð á ódæðinu. ■ HRYÐJUVERK Í MADRÍD Kári Gunn- laugsson, sem búsettur er í næsta nágrenni við Atocha lestarstöðina þar sem öflugustu sprengingarn- ar urðu, segir sterkustu viðbrögð Madrídarbúa og Spánverja vegna hermdarverkanna á fimmtudag vera samstöðu. Þó eru bæði reiði og ótti einnig áberandi viðbrögð við atburðinum og segir Kári að fólk óttist að þessi árás kunni að vera byrjunin á einhverju meiru. Að sögn Kára voru viðbrögð lögreglu til mikillar fyrirmyndar og nefnir hann sem dæmi að um hádegi á fimmtudag hefði verið hægt að hringja í neyðarlínur til þess að fá upplýsingar um afdrif ástvina. Þá segir hann að sam- staða Spánverja hafi meðal annars komið fram í því að einungis fáeinar klukkustundir hafi tekið að safna því blóði sem þurfti til þess sinna þeim fjórtán hundruð mönnum sem slösuðust í sprengingunum. Kári segir að víða megi sjá kertaljós loga í gluggum og svarta sorgarborða en þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Spáni vegna hryðjuverksins. Hann segir að Spánverjar taki þjóðarsorgina mjög hátíðlega. „Flestir vilja meina að þetta sé ETA einfaldlega vegna þess að allt í kringum þetta bar keim af því sem ETA hefur verið að gera,“ segir Kári um það hverjir séu taldir bera ábyrgð á ódæðinu. Hann bendir hins vegar á að svo mikill mannskaði samræmist ekki þeim aðferðum sem ETA hefur beitt hingað til. ■ KJARNORKUVOPNUM MÓTMÆLT Grænfriðungar hafa barist gegn kjarnorku- vopnum, meðal annars vegna hættu á slysum. Kjarnorkusprengja: Skaddast í flutningum SEATTLE, AP Langdræg eldflaug, vopnuð kjarnorkuoddi, skaddaðist þegar verið var að flytja hana úr kafbáti í flotahöfn nálægt Seattle í Bandaríkjunum síðla á síðasta ári. Gat kom á hlífina yfir kjarnorku- oddinum en að sögn embættis- manna í bandaríska varnarmála- ráðinu lak ekkert geislavirkt efni út. Hernaðarsérfræðingar segja hættuna á kjarnorkuslysum mjög litla en fjórir yfirmenn sem báru ábyrgð á flutningi kjarn- orkuflaugarinnar voru leystir frá störfum. ■ STJÓRNARFLOKKAR STYRKJAST Norsku stjórnarflokkarnir bæta allir við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Hægri- flokkurinn mælist með 21%, Kristilegir demókratar með níu prósent og Venstre með fjögur prósent. Verkamannaflokkurinn fengi aðeins 24% samkvæmt könnuninni en Framfaraflokkur- inn sautján prósent. Sósíalistar fá fimmtán prósent. LÖGREGLUMÁL „Lögreglumennirnir sneru við og óku burt á ofsahraða þegar þeir sáu ljósmyndarann,“ segir Ástþór Magnússon forseta- frambjóðandi. Ástþór var staddur á skrifstofu Friðar 2000 í gær- morgun að bíða eftir því að lög- reglan skilaði tölvum sem lagt hafði verið hald á í tengslum við rannsókn á dreifingu á tölvupósti með viðvörunum um sprengju- tilræði gegn íslenskri flugvél. Að sögn Ástþórs hafði lögregl- an samband við hann í gærmorg- un og tilkynnti að komið yrði með tölvurnar um ellefuleytið. Ljós- myndari frá Fréttablaðinu var á staðnum þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn á ómerktum bíl komu á skrifstofur Friðar 2000. Mennirnir stigu út úr bílnum en þegar þeir sáu ljósmyndarann snerust þeir á hæli og óku síðan hratt á braut. Skömmu síðar var hringt í Ástþór og sagt að hann yrði að sækja tölvurnar sjálfur niður á lögreglustöð. Ljósmyndari Fréttablaðsins segist hafa orðið vitni að því þegar lögreglumennirnir óku á 100 kílómetra hraða niður Breið- holtsbrautina og síðan áfram eftir Reykjanesbraut og Sæbraut. Ljós- myndarinn segir að lögreglu- mönnunum hafi verið mikið niðri ef marka má ökulag þeirra og handapat. ■ Lögreglan ók burt á ofsahraða með tölvur Ástþórs: Flúðu ljósmyndara Fréttablaðsins ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Ástþór segist undrandi á háttalagi lögreglumannanna sem komu á skrifstofur Friðar 2000 til að skila til hans tölvubúnaði. SAMSTAÐA Í VERKI Hundruð þúsunda fylktust út á torg í Madríd og víðar á Spáni í gær til að sýna samstöðu með fórnarlömbum hryðju- verkanna í Madríd og mótmæla hryðju- verkunum. Kári Gunnlaugsson: Samstaða meðal Spánverja áberandi MINNAST FÓRNARLAMBA Spánverjar minntust fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Madríd með því að kveikja á kertum. Þessi mynd er tekin í Barcelona. Þjóðarsorg á Spáni Spánverjar sýndu samstöðu með því að fjölmenna á götum úti í gærkvöldi. Þjóðlíf er í lamasessi. ETA neitar aðild að árásunum. Talið er að ódæðin geti haft áhrif á þingkosningar á morgun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.