Tíminn - 15.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. marz. 1973 TÍMINN 3 Hvað veldur skemmdum á malbiksgötum borgarinnar? Grunnskóla- frumvarpið Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna óska eftir sérfræðilegri athugun ó þessum mólum Harry Frederiksen. Harry Frede- riksen sextugur A borgarstjórnarfundi i dag flytja borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins, Alþýöubanda- lagsins, Alþýbuflokksins og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna tillögu þess efnis, aö fram fari athugun vegna skemmda sem orbib hafa á maibiksgötum borgarinnar aö undanförnu. Til- lagan er svohljóöandi: Borgarstjórn samþykkir aö láta fram fara sérfræöilega at- hugun, er hafi þaö aö markmiöi, aö fá sem raunhæfust svör viö eftirfarandi atriöum: 1. Hvaöa ástæöur valdi þeim stór- felldu skemmdum, sem oröiö hafa nú i vetur á malbiksgötum borgarinnar. í þvi sambandi veröi öll atriöi viö undirbyggingu, gerö og lagn- ingu malbiksins sérstaklega rannsökuö, svo og áhrif negldra hjólbaröa og salts, sem boriö er á göturnar. 2. Hvort saltburöur á götur dregur I reynd nokkuö úr slysa- hættu og hvaö áætla megi, aö hann kosti árlega bileigendur i borginni vegna örari ryömyndunar og lélegri endingar bilanna. Borgarstjórn felur borgarráöi ! aö annast framkvæmd þessarar samþykktar, en leggur i þvi sam- bandi áherzlu á, aö leitaö veröi bæöi til innlendra og erlendra sérfræöinga, og allt gert, sem unnt er, til aö finna úrbætur á þvi ófremdarástandi, sem rikjandi er i gatnamálum borgarinnar. Þing norræns sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólks DAGANA 11.-16. i febrúar slöastl. var haldiö á Voksenasen fyrir utan Osló þing kvikmynda- og sjónvarpsfólks á Noröurlönd- um. Það var Norræni menningar- málasjóöurinn, sem stofnaöi til þingsins og var umræöuefni þess „Efnahagsleg og pólitisk staöa sjónvarpskvikmyndamanna. Tveir menn frá islenzka sjón- varpinu sóttu þingiö, þeir Erlend- ur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Þingið stóö frá klukkan 9 á morgnana til 11 á kvöldin og á eftirmiödögum var þátttakendum skipt niður I umræðuhópa. Mark- miöiö meö þessu þingi var aö skiptast á upplýsingum og ræöa samstarf milli landanna á þessu sviði. 1 ályktun, sem þingið gerði, er m.a. fjallað um stööu kvik- myndam. gagnvart hinum rikis- reknu sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndum, þar sem allar ákvarðanir um dagskrá og um vinnuaðstæöur eru teknar af öðr- um aðilum en kvikmyndamönn- unum. beir hafi aðeins það hlut- verk að vinna úr hugmyndum yfirmanna sinna. Þingiö gerði þá kröfu, að kvikmyndamenn fái „beinan meöákvörðunarrétt” i dagskrárráöum og öörum ráð- andi nefndum sjónvarpsstofnana, i ráöum hinna ýmsu kvikmynda- stofnana. Kvikmyndamenn skuli einnig hafa bein áhrif á dreifingu og kynningu kvikmynda. Þá taldi þingið að núverandi uppbygging kvikmynda- og sjónvarpsfyrir- tækja geri það að verkum, að stór hluti kvikmyndamanna verði að snúa sér að lausamennsku og notfæri þessar stofnanir einka- leyfisaöstöðu sina til þess ,,að arðræna og undirborga kvik- myndagerðarmenn” og stuðli þannig að þvi ,,aö skapa öreiga- stétt kvikmyndamanna.” Miklar umræöur urðu um sam- starf milli Noröurlanda á þessu sviði og var lögð mikil áherzla á skipti milli sjónvarpsstöðva land- anna á norrænum myndum. Kom m.a. fram sú hugmynd, að komiö yröi á fót samnorrænu dreifingar- kerfi, reknu af félögum kvik- myndagerðarmanna á grundvelli sameiginlegrar skrifstofu og sjóðs, þannig aö ekki komi til ágóða hjá sjóðnum, heldur renni hann til höfunda verkanna. fslenzku fulltrúarnir á þinginu segjast hafa rekið sig á það á þinginu, að tslendingar séu mjög einangraðir frá þeim hugmynd- um, sem uppi eru nú i nágranna- löndunum um sjónvarp og kvik- myndir og telja bráða nauösyn bera til að sú einangrun verði rof- in. Harry O. Frederiksen, fram- kvæmdastjóri IðnaÖardeildar SIS er sextugur i dag. Harrý 0. Fred- eriksen hóf störf hjá samvinnu- hreyfingunni ungur að árum og hefur alla tið siöan starfað fyrir hana, bæði innanlands og erlend- is, og gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir hana. Hann á sæti í fram- kvæmdastj. SÍS. Um langt skeið var hann formaöur stjórnar Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. Harry 0. Frederiksen hefur einnig komið við sögu hjá iþróttahreyfingunni, var um skeið virkur keppnismaður I Fram og átti sæti i stjórn félags- ins og er nú formaður fulltrúa- ráðs þess. Tlminn vill viö þetta tækifæri þakka Harry fyrir góða samvinnu á undanförnum árum og árnar honum og fjölskyldu hans allra heilla á þessum timamótum. —alf. Gæzluvellir í Breiðholti III Talsverðrar óánægju gætir meðal ibúa Fella- og Hólahverfis I Breiðholti vegna þess, að ekki eru starfræktir gæzluvellir I hverfinu. A fundi borgarstjórnar i dag flytur Alfreð Þorsteinsson eftir- farandi fyrirspurn: Hvenær má vænta þess, að gæzluvellir þeir, sem risa eiga i Fella- og Hólahverfi (Breiðholti III), verði teknir i notkun? Blaðamannaráðstefna í Norræna húsinu Jörð til sölu Jörðin Holtsmúli I i Landssveit i Rangár- vallasýslu er til sölu. Bústofn og vélar geta fylgt. Skipti á ibúð eða húseign i Reykjavik, Kópavogi eða Hafnarfirði koma til greina. Nánari upplýsingar gefur Benedikt Björnsson.Þingholts- stræti 15, Reykjavik, simi 10-2-20 og utan skrifstofutima I sima 17-2-87, og Ingvar Loftsson, bóndi, Holtsmúla. Blaðamannafélag tslands held- ur ráðstefnu I Norræna húsinu um helgina. Ráöstefnan hefst báða dagana klukkan tvö. Umræöuefni ráðstefnunnar er: Abyrgö og skyldur blaðamanna. Ráöstefnan hefst á laugardag- inn kl. 2 meö þremur framsöguer- indum. Dr. Gunnar Thoroddsen prófessor ræðir um ábyrgð og skyldur blaðamanna samkvæmt Islenzkum lögum. Indriöi G. Þor- steinsson rithöfundur, sem á sæti i Siðaregiunefnd Blaðamanna- félagsins, fjallar um siðferðislega ábyrgð blaðamanna, og Freysteinn Jóhannsson ritstjóri ræöir um ábyrgð og skyldur blaöamanna frá sjónarhóli starf- andi blaðamanns. Aætlað er, að umræður fari fram I umræðuhópum, en niður- stöðum umræðuhópanna verði teknar til almennrar umræöu sið- ari dag ráöstefnunnar. Ráðstefnan er opin öllu áhuga- fólki um fjölmiðla. GRUNNSKÓLAFRUMVARP- IÐ hefur verið lagt fyrir al- þingi i endurskoðaðri útgáfu, og hefur fyrsta umræða um málið þegar farið fram. Menntamálanefnd neöri deild- ar hefur fengið málið til með- ferðar og frekari skoðunar. Eins og fram hefur komið i fréttum, hafa allverulegar breytingar verið gerðar á frumvarpinu miðað við upp- haflega gerð þess. M.a. eru ákvæðin um framkvæmd skólaskyldu i dreifbýli frjáls- legri en gert var ráð fyrir I fyrstu. Framkvæmd skyldundms 1 ræðu sinni við 1. umr. málsins i neðri deild sagði Ingvar Gislason m.a: „Ég fanga þvi, aö grunn- skólanefndin hefur gert sér far um aölfta með skilningi á við- horf sveitafólks I sambandi við framkvæmd skyldunáms- ins, án þess að hún hviki frá meginstefnu frumvarpsins um sem jafnasta skólasetu barna og unglinga hvar sem er á landinu. Eins og frum varpið er nú úr garði gert, ætti að vera kleift að haga fram- kvæmd skólaskyldu og ööru skólastarfi I eðlilegu sam- ræmi við óskir þær og skoð- anir, sem fram hafa komið hjá mörgu sveitafólki og tals- mönnum bændastéttarinnar. Aö visu er mér ljóst, aö enn munu heyrast raddir um það, aö heimild til styttingar ár- legs starfstima grunnskólans sé ekki nægilega rúm. Sjálf- sagt munu ýmsir veröa til þess aö krefjast enn meiri styttingar en frumvarpið gcrir nú ráö fyrir. Ef slikar kröfur koma fram, er aldrei nema eðlilegt, að alþingismenn Ihugi þær nánar, eins og nauð- synlegt er að gera um aörar ábendingar, sem berast kunna.... Þó að grunnskóla- nefndin hafi unnið ágætt starf við endurskoöun frv„ þá leysir það alþingismenn ekki undan þeirri skyldu að gaumgæfa hverja grein þess áöur en það verður að lögum”. Menntun kennara Ennfremur sagði Ingvar Gislason m.a.: „Við verðum án efa að halda vel á spöðum, ef okkur á að auðnast að gera stefnumiö grunnskólafrum varpsins aö veruleika i öllum greinum. Það kostar ekki einasta mikið fjármagn, heldur krefst það fyrst og fremst nægilegs úr- vals og framboðs starfs- krafta... Er augljóst, að þegar i stað veröur að hefjast handa um skipulega menntun nauð- synlegra sérfræðinga. Enda getur það ekki fariö milli mála, að allt þetta kerfi stend- ur og fellur með hæfu starfs- fólki, Hér er mikill vandi á höndum. Ég held, að yfir- stjórn fræðslumála veröi öör- um fremur að beita sér á þessu sviði”. Snertir hvern mann Máli sinu lauk Ingvar með þessum orðum: „Ég vil minna á það, að hér er um ákaflega veigamikið mál aö ræöa, sem snertir hvern einasta mann i landinu og hverja fjölskyldu aö meira eöa minna leyti. Ef til vill er engin löggjöf svo nátengd fjöl- skyldulifi og persónulegum högum samfélagsþegnanna sem skóla- og fræðslulöggjöf- in. Það skiptir þvi miklu máli, að hún sé vel úr garði gerð og m.a. I sem nánustu samræmi við almenningsálitiö i landinu og raunverulega getu þjóð- félagsins til þess að fram- fylgja ákvæöum hennar’’T K

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.