Tíminn - 15.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 15. marz. 1973 rOOo Vill vera prinsessa Þaö er erfitt að vera sjö ára gömul og vera ástfangin, en það er þó sinu verra þegar viðkom- andi er ástfangin af prinsi, sem er 12 ára og heitir Andrew og er prins af Bretlandi. Sú, sem hér um ræðir heitir F'iona Amey. Hún hefur meira að segja gengið svo langl, að hún hefur heitið þvi að giftast engum öðrum en prinsinum, hvernig sem hún fer að þvi að krækja i hann. Hún er búin að Ævintýri á Antarktis James Lowry, Graham Fenwick, Paul Sager og Honald Farelly fóru i sjóferð, sem þeir koma seint til með að gleyma. beir höfðu tekið þátt í visinda- leiðangri Canterburyháskóla til Antarktis, og hafði leiðangurinn aðsetur á Cape Bird. Tilgangur fararinnar vað aö kanna skil- yrði i hafinu þar um slóðir. Dag nokkurn höfðu fjórmenningar- nir farið út á báti, en uröu að yfirgela bátinn vegna iss. Komust þeir upp á stóran is- jaka, og lótu þar fyrir berast. Að lokum fann bandarfsk þyrla mennina, og voru þeir þá mjög langt leiddir, kalnir og með snjóblindu. Þeir höfðu borðað hrátt mörgæsakjöt til þess að halda i sér lifinu. Strax og þeim hal'ði verið bjargað voru þeir fluttir á sjúkrahús, en þeir hafa allir tilkynnt að þeir muni snúa aftur til Suðurheimskautsins um leið og heilsa þeirra leyfir. Hér á myndinni sjást mennirnir liggjandi á isnum, eins og þeir voru, þegar þyrlan fann þá. skrifa honum bréf til hallar- innar, þar sem hann býr og til- kynna honum um ákvörðun sina, og að hún ætli að komast i Buckingham Höll áður en langt liður og þá sem prinsessa. Þangað til það verður, lætur Fiona sér nægja að horfa á mynd af prinsinum sinum og láta sig dreyma um framtiðina við hlið hans. Prinsinn mun reyndar vera búinn að svara bréfi ungu dömunnar, og þar segir hann, að hann sé enn of ungur til þess að geta tekið ákvörðun um hjónaband. — Það gerir ekkert segir Fiona, þvi ég hef nógan tima og get beðiðeins lengi og þörfin krefur eftir að hann ákveði sig, en ég ætla að giftast honum, hvað sem tautar og raular. Pillan til að fegra þig Sú pilla er ekki lengur óska- draumur, eftir því sem nýjustu fréttir frá Lyon I Frakklandi herma. Þaö var aö minnsta kosti staðhæft á ráöstefnu lyfja- fræðinga þar, aö hún væri nú loksins upp fundin. Þar sátu 150 læknar, lyf jafræðingar og fegrunarsérfræöingar og hlustuöu á fjölbreyttar skýrslur um dásemdir þeirra og annarra fegrunarlyfja. Mest at- hygli er veitt ýmsum húðkrem- um, og áhiríum ýmissa inn- tökulyfja, ekki allra geðslegra, er flokkast undir fegrunarfræö- ina. Hið bezta þeirra, var aö áliti Cottes prófessors viö Lyon háskóla, efni sem kemur á „staðviöri” I húöinni og heldur rakastigi hennar i eölilegu ásig- komulagi, fitar hana eða megrar eftir þvl sem við á. Ahrif þess vara aö vlsu stutt, varla nema eitt kvöld, en það er lika nóg fyrir margar konur, aö missa hrukkurnar eitt kvöld i senn, svona rétt á meöan þær fara út að skemmta sér, eða þó ekki væri nema að þær brygðu sér i saumaklúbb. Það væri lika séð fyrir umræöuefninu það kvöldiö. En það er önnur að- ferö, sem gefur langvarandi áhrif aö dómi prófessorsins. Fegrunarpillan er komin til, hún er ekki lengur til I visinda- fikti einu saman, heldur i raun- veruleikanum. Prófessor Cotte á þarna við hina svo kölluðu „æskupillu,” sem hefur inni aö halda firn af alls konar söltum og vitamínum auk hvers konar bætiefna, þá er einnig i henni nokkuð af procaini en þaö er nokkru veikara deyfilyf en kókain. Notkun þessarar pillu segir prófessorinn að sé nauösynleg ýmsum, og hún geti veriö nokkurs konar öryggisloki til að koma i veg fyrir hrukkur og ýmis húölýti. Pillurnar koma I veg fyrir húðskemmdir sagöi hann, miklu fremur en að iækna þær. Pillur þessar hafa veriö I notkun viöa um Evrópu á undanförnum arum einkum I býzkalandi, Sviss og i Rúmentu. I sumum löndum er litiö á þær sem allra meina bót. Pró- fessorinn sagöi, að notkun fegrunarpillunnar hefði mikil áhrif, og spáði henni miklum frama. En hann mælti meö þvi, aö mismunandi tegundir hennar yrðu notaðar, hver til að koma i veg fyrir mismunandi sjúk- dóma. * Víða hafa þekktir menn komið við I Parfs eru 1167 veggskildir, sem gefa til kynna, aö á viökomandi stað hafi t.d. Alexander Dumas verið fæddur, Chopin búiö þar, eða einhver stórfrægur maður dáið þar. Nú er i undirbúningi bók, sem heldur til haga öllum þessum söguleglegu stöðum. Höfundur hennar er Jacques Levron, en hann er þekktur sagnfræðingur og hefur gefiö út um 30 sagn- fræöirit. í bókinni ætlar hann aö gefa stutt yfirlit yfir ævi viö- komandi og segja þar ýmsar smáskrýtlur af þeim, en slikar sögur eru ætið mjög vinsælar, t.d. af Oscar Wilde, Gambetta og Söru Bernhardt. Húsiö, þar sem Sara kom fyrst fram á sviöi, er kyrfilega merkt, en hún var aðeins 12 ára, er það gerðist. Um hana er sögð þessi saga: Stúlkurnar i skólanum voru að æfa leikþátt úr bibiiunni, sem átti að sýna i sambandi við heimsókn erkibiskupsins i Paris I skólann Sara, sem var gyöingur, en viö nám i þessum kaþólska skóla, átti að fara meö lftilfjörlegt hlutverk i leiknum, en daginn, sem átti að sýna verkiö, biluðu taugar þeirrar, sem átti aö fara meö aðalhlutverkið, Gabriel erkiengil , og hún neitaði aö fara inn á sviðiö. Sara var sett I hlutverkiö og stóð sig meö ágætum. Eftir sýninguna klappaði erkibiskupinn á kollinn á henni mjög ánægður með frammistööuna og sagði: „Ég er viss um, að þú átt eftir að verða alveg ágæt nunna.” Sara var svo kurteis, aö hún horfði niður fyrir tærnar á sér og þagði til aö styggja hann ekki. ☆ Slysum fækkar i sænska flughernum Þaö þykir tíöindum sæta i Sviþjóð, að einungis þrir flug- menn I sænska flughernum létu lifiö á s.l. ári og tiu flugvélar fórust. Þetta er lægsta slysatala I sögu flughersins I nær 50 ár. Sagt er, að þessi slysatala sé mjög lág á alþjóðlegum mæli- kvarða, þegar tillit er tekiö til þess, aö hér er um aö ræöa slys á 100.000 flugstundir. ■ * * r i : " , "v # . s t P' V * * , %st *' s f ■ * J • m DENNI DÆMALAUSI Það var Jói, sem sló mig. Maöur má ekkert segja um systur hans lengur. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.