Tíminn - 15.03.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.03.1973, Blaðsíða 16
Gistió á góöum kjörum ftHOIWI pSri \m\ 1——IIIIIU Inl GOÐI fyrir yóúan mat $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Fullir kassar af loönu, sem blOur löndunar. Myndin var tekin I Reykja vikurhöfn fyrir nokkrum dögum. Timamynd Gunnar. ■ I f ‘ 's' í?v 1 1" 1 / íív ' FÍ TEKUR AÐ SÉR SÖLUUMBOÐ FYRIR EIMSKIP ERLENDIS NÝLEGA undirrituöu Flugfélag tslands og Eimskipafélag tslands h.f. samning um aO Flugfélag is- lands tæki aO sér söluumboO fyrir farþegaflutninga Eimskipa- félagsins, á nokkrum stöOum er- lendis. Flugfélag tslands tekur, sam- kvæmt þessum samningi aö sér aöalsöluumboð fyrir Eimskipa- félag tslands i Oslo, Stokkhólmi og London. Ennfremur söluum- boö I Glasgow, Kaupmannahöfn og Frankfurt. Samtimis gerðu félögin meö sér annan samning um farþegaflutn- inga meö skipi aöra leiðina og flugvél hina, en það hefur færzt i vöxt á undanförnum árum aö skipafélög og flugfélög vinni sam- an aö farþegaflutningum. Margir farþegar óska eftir aö fljúga aðra leiöina en sigla hina, og hefur þetta oröið til þess, aö flugfélög og skipafélög hafa gert þar um gagnkvæma flutningasamninga. ísafjörður: Mikill og góður afli Gs—isafirði. —Um helgina voru skuttogararnir Július Geirmundsson og Páll Pálsson hér inni og lönduðu um 80 lestum hvor. Afli á linu hefur einnig ver- ib ágætur og hafa bátarnir flestir fengið þetta 10-15 tonn i róðri. Helmingur þess afla er steinbitur og hitt þorskur. Þá hefur rækju- veiöi einnig verið góö að undan- förnu og rækjan bæöi stór og gób. Atvinna hefur þvi veriö mikil, og menn hressir i bragði. Veðriö aö undanförnu hefur ekki heldur verið til þess að angra menn, en siðustu daga hefur verið stillt og gott, þó að hiti sé ekki alltaf mikill. Snjór hefur sigið mikið i byggð, en litið tekið upp. T.d. er ekki vöxtur i neinum læk þrátt fyrir bliöuna. Snjórinn var orðinn geysimikill og er það enn, einkum i fjöllum, þar sem allt er á kafi. Það er þvi ekki farið að hugsa til að moka neinn fjallveg, og verður ekki fyrr en hlákan sýnir meira af sér. Vegna þess, hve mikill snjór hefur verið og heiðar lokaðar, hefur verið mikið að gera hjá Herði Guðmundssyni flugmanni, sem hér er með flugfélagið Erni. Hann hefur þó að undanförnu að- eins verið með eina litla vél, þvi að tveggja hreyfla vél, sem hér hefur verið, var i viðgerð I Heykjavik. Þegar svo Hörður ætl- aði, að fara suður að sækja hana var ekkert búið aögera, þvi að sá, sem viðgeröina átti að annast, var horfinn á burt og ekki skemmra en til Hong Kong. Vélin mátti þvi biða afturkomu hans þaðan. Það má þó segja, að þetta atvik sé skárra en það sem gerð- ist hér fyrir tveim árum, er þessi sama vél var nýkomin úr við- gerö, en þá duttu af henni báðar skrúfurnar hér rétt yfir flugvell- inum. Það eina, sem bjargaði i það sinn var, hve stutt var I brautina, svo að hægt var að láta hana svifa inn á hana til lending- ar. 1 þetta skipti mun hafa gleymzt að festa blöðin til fulln- ustu, eða að vitlausar pakkningar hafi verið látnar undir þau. Þó að þetta atvik hafi verið alvarlegt, greiddist þó vel úr þvi. Þvi er kannski betra að ekkert hafi verið gert við, en þegar svona tekst til, þó að það valdi miklum truflun- um og töfum. Mönnum verður spurn, hvort loftferðaeftirlitið taki ekki út vélar og yfirfari þær eftir viðgerð. Veiðisvæðið frá Hrollaugseyjum að Bjargtöngum Klp-Reykjavik. Frá miðnætti og þar til klukkan sex i gærdag höfðu 32 skip tilkynnt um afla til loðnu- löndunarnefndar, samtals 9400 lestir. Vitað var um fleiri skip á miðunum, sem búin voru að kasta, en áttu eftir að tilkynna aflann, og má þvi telja vist að sólarhringsaflinn verði eitthvað á milli 10 og 12 þúsund lestir. Aflahæstu skipin I gær voru Guðmundur með 700 lestir, sem hann fékk ut af Skaftárósum, en með þann afla ætlaði hann að sigla til Seyðisfjarðar. Þá kom Eldborg með 520 lestir sem hún fékk noröarlega i Breiðafirði og er nú á leið meö til Siglufjarðar. Onrtur skip, sem tilkynntu um mikinn afla i gær, voru Héðinn KJ-Reykjavik.Varöskipiö Þór var lieldur betur athafnasamt I gær- morgun norö-vestur af Horni, þvi aö þeir varöskipsmenn skáru á virana hjá hvorki meira né minna en fjórum brezkum togurum, og þar af var skoriö I annaö sinn á virana hjá einum. Fyrsti togarinn, sem Helgi skipherra Hallvarösson á Þór skipaði að skyldi klippt á i gær- morgun, var Boston Blenheim FD 137. Heppnaðist skuröurinn á báð- um virunum, en þegar skorið var á hjá Blenheim 7. janúar s.l. fór aðeins annar virinn. Um leiö og Þór sigldi fyrir aftan Glenheim i gærmorgun, og skar á virana, reyndi skipstjóri togarans að bakka skipinu á Þór, en þaö tókst ekki, samkvæmt upplýsingum 450 lestir og Loftur Baldvinsson, Súlan og Heimir SU, sem voru með 420 lestir hvert. Veiðisvæðið I gær náði allt frá Hrollaugseyjum að Bjarg- töngum, en bezta veiðisvæðið virtist vera um 20 sjómilur norður af Garðskaga, á svo- nefndu Hrauni, en þar fylltu 12 skip sig á stuttum tima. Landhelgisgæzlunnar. Annar I röðinni i gærmorgun var Boston Explorer FD 15, en ekki mun hafa tekizt að skera á nema annan vir þess togara, svo hann hefur eytt drjúgum hluta dagsins i gær, I að hifa inn trolliö á öðrum virnum. Sá þriöji i röðinni i morgun var Hulltogarinn Benvolio H-22. Siðastur i þessari lotu var svo Grimsby-togarinn Northern Sceptre GY 297. Allir þessir togarar voru að ólöglegum veiðum um 34 milur norð-vestur af Horni. Eftir þessa miklu „törn” i gærmorgun, er bú- ið að halastífa 34 brezka togara frá þvf fiskveiðilögsagan var færö út 1. september og auk þess hefur verið skorið á virana hjá þrem vestur-þýzkum togurum. Vopnfirð- ingar vilja loðnu SS-Vopnafirði. Hér hefur verið sumarbliöa undanfarna daga, 10-11 stiga hiti á daginn. Hefur snjóa leyst mjög og má viöa heita autt. Það sem af er þessum vetri hefur verið heldur hagstæð tið. Samgöngur hafa verið góðar, lengst af bilfært með ströndinni vestur á bóginn, og flogið hefur veriö hingað sex sinnum i viku I föstu áætlunarflugi, fjórum sinnum frá Akureyri og tvisvar frá Egilsstöðum. Búið er að bræöa hér liðlega 3000 tonn af loðnu og við erum reiðubúnir að taka við meiru, ef bátar vilja landa hér. Um þetta leyti fara menn að hugsa til hákarlaveiða, og um mánaöamótin kemur grá- sleppan til sögunnar, en útgerð á henni hefur farið vaxandi hér undanfarin ár. Nýtt frystihús er I smiðum og nýr togari væntan- legur hingað innan skamms, og ætti þvi að vera bjart framundan i atvinnumálum staðarins. Þýfinu eytt eftir sólarhring SIÐARI HLUTA dags á þriðjudag var brotizt inn i mannlausa Ibúð á Melunum og stoliö þaðan 25 þús. kr I peningum og rándýru arm- bandsúri. Innbrotsþjófarnir náðust i gær og reyndust þeir vera tveir piltar 16 og 17 ára gamlir. Voru þeir enn með úrið i fórum sinum, en ekki gátu þeir skilað neinu af pening- unum, þótt ekki væri liðinn nema sólarhringur frá þvi þeir stálu þeim og þar til þeir voru hand- teknir. A þriöjudagskvöld var einnig brotizt inn I Gleriðjuna við Þver- holt, en engu stolið. Hins vegar var unnið mikiö tjón, þvi að þeir, sem þar voru á ferðinni spörkuðu upp nokkrum huröum og brutu upp hirzlur. BLENHEIM REYNDI AD BAKKA Á ÞÓR NÝ MJÓLKURSTÖÐÁ HÖFN Öll mjólkin flutt til hennar d tankbíl Erl-Reykjavík. — Föstudaginn 9. marz sl. var hin nýja mjólkurstöð Kaupfélags A-Skaftfellinga á Höfn formlega tekin i notkun. Af þvl tilefni var mjólkurinnleggj- endum, sem nú eru um 80 talsins, og fleiri gestum, boöiö að skoða stöðina og til kaffidrykkju i boði kaupfélagsins. Þar töluðu Óskar Helgason, formaður Kaupfélags- ins, sem lýsti gangi byggingar- innar, og Asgrimur Halldórsson framkvæmdastjóri. A eftir héldu svo mjólkurinnleggjendur form- legan fund. Mjólkursamlagsstjóri er Gisli Arason og sagði hann Timanum, að mjólkurstöð hefði tekið til starfa Höfn i marz 1956. Fyrst i stað var einkum gert ráð fyrir móttöku rjóma, og aðeins reiknað með að taka á móti 500 litrum af nýmjólk á dag. Húsnæðið varð fljótt of þröngt, en skömmu eftir 1960 var skipt um vélar I samlaginu og mjólkur- magnið, sem borizt hefur árlega hefur vaxiö jafnt og þétt. A sið- asta ári var það um 1,8 milljónir litra, og útlit er fyrir að þaö vaxi ört i framtiðinni að sögn Gisla. I samlaginu eru unnar neyzluvörur fyrir héraðið, en öll umfram- mjólk fer til ostagerðar. Framkvæmdir viö nýju mjólkurstööina hófust i júni 1971 og átti aö veröa lokið sl. haust, en þvi seinkaði um nokkra mánuði. Hiö nýja hús er um 700 fermetrar á einni hæð, og fer öll vinnsla samlagsins þar fram. Ekki er ákveðið, hvað gert verður við gamla húsið, en að sögn Gisla verður þaö líkast til rifiö. Véla- kostur gömlu stöðvarinnar er notaður það sem hann nær, en miklu hefur veriö bætt við af tækjum. Eins og áður sagöi eru innleggj- endur um 80, allir á svæðinu frá Lónsheiöi að Breiðamerkursandi. 1 sumar var aðeins byrjað að flytja mjólk úr Oræfum til Hafn- ar, en bæði var, að leiðin var löng og magnið lltið, svo að þeim flutn- ingum hefur ekki verið fram haldiö i vetur, og óvist er um framtið þeirra að sögn Gisla. 1 des. sl. var tekinn I notkun nýr tankbill á samlagssvæðinu, og er nú öll mjólkin sótt á honum heim aö fjósi hjá framleiðendum. Mjólkin er sótt annanhvern dag i tvo hreppa i senn og skipt um Hornafjarðarfljót. Annan daginn er þvi sótt mjólk úr Lóni og Nesj- um, en hinn af Mýrum og úr Suöursveit. Þá eru fyrstu heim- ilistankarnir nú að koma, og verður unnið að niðursetningu þeirra á næstunni. Hin nýja mjólkurstöö Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.