Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 39
Heilbrigðisvandi þjóðarinnar aldrei alvarlegri Aldrei áður hefur heilbrigðisvandi þjóðarinnar verið alvarlegri. Ríkis- stjórn Íslands lokar flestum skiln- ingarvitum fyrir vandanum en hann greinist bæði sem andlegur og lík- amlegur krankleiki hjá tugþúsund- um Íslendinga. Reikningur okkar allra til heilbrigðis- og sjúkraþjón- ustu fer ört vaxandi og gerir atlögu að efnahag þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn ákvað á síðasta haustþingi að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem ríkis- stjórninni er gert að leggja fram áætlun um heilsu og íþróttir. Slíkar áætlanir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og nægir þar að nefna til jafnréttisáætlun ríkisstjórnar sem unnin er af Alþingi í félagi við fjöl- marga aðila, s.s. sveitarfélög, sér- fræðinga á ýmsum sviðum, stéttar- félög, samtök atvinnurekenda og fl. Það nægir ekki að einstakir ráð- herrar með löglærða aðstoðarmenn reyni af góðum hug að finna töfra- lausn á heilbrigðisvanda þjóðarinn- ar. Aftur á móti er hugsanlegt að stjórnvöld, stéttarfélög, atvinnurek- endur, sveitarfélög, sérfræðingar úr heilbrigðisstétt og síðast en ekki síst íþróttahreyfingin geti hrundið af stað ferli með öflugu samátaki með það að markmiði að bæta almenna heilsu þjóðarinnar. Stjórn Lækna- félags Íslands hefur ítrekað á und- anförnum misserum lagt áherslu á mikilvægi þess að löggjafinn komi að málum, t.a.m. með öflugri heilsu- áætlun sem bundin yrði í lög. Fjöldi öryrkja á Íslandi hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum. Þá hafa sjúkdómar þunglyndis og ann- arra andlegra veikinda stóraukist. Heilsan okkar er afar dýrmæt en því miður hafa aðgerðir ríkisstjórn- arinnar á þessu sviði yfirleitt komið of seint. Það dugar ekki að mæta vandanum eftir að hann er orðinn, miklu frekar ætti dreifing fjár- magns í meira mæli að renna til fyrirbyggjandi þátta svo sem íþróttamála. Ætti þá að huga að al- menningsíþróttum jafnt sem afreks- íþróttum. Tryggja verður aðgengi allra barna að íþróttum en í þessu skyni má minna á Hafnarfjarðarbæ, sem tryggir aðgengi allra barna að keppnisíþróttum óháð efnahag. Ekki þarf að minna á árangur Hafnfirð- inga á sviði íþrótta en hann er frá- bær. Þá er hugsanlegt að yfirvöld bjóði eldri borgurum góð kjör til vistar á suðlægum slóðum yfir skammdegið og kuldatímann. Ís- lenskir verktakar bentu mér á þá snjöllu hugmynd að íslensk yfirvöld semji við íslenska verktaka um leigu á stórhúsnæðum í Suður-Evrópu. Varla þarf að efast um gildi slíkra ferða fyrir fullorðið fólk, sem margt á erfitt með að ferðast sökum veðr- áttu hér heima fyrir yfir köldustu og dimmustu vetrarmánuðina. Ein- angrun og skammdegi er sjaldan vísir að gleðistund fyrir okkur mannfólkið. Í heilsu- og íþróttaáætlun skapast jafnframt kjörinn vettvangur fyrir forvarnir af ýmsu tagi, t.a.m. gegn fíknefnaneyslu, reykingum, óhollu mataræði og áfengisneyslu. Því mið- ur fékk þetta ágæta þingmál sem getið er að ofan ekki þá afgreiðslu sem til þurfti. Málið verður aftur sett fram nú á vorþingi og er það gert með þá von í brjósti að stjórn- völd sjái hversu kjörinn vettvangur Alþingi Íslendinga er, sem starfstöð áætlunar til heilsu- og íþróttamála í landinu. ■ 19FÖSTUDAGUR 11. janúar 2005 Vinnubrögð Gallup Dagana 10. til 29. desember 2004 gerði Gallup könnun og spurði: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? ... Ég tek undir með þeim, sem hafa lýst undrun yfir ákvörðun Gallups að leggja þessa spurningu fyrir fólk. Hvaða listi er þetta, sem hér um ræðir?... Gallup er alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir. Full- nægir þessi spurning Gallup á Íslandi um afstöðu Íslendinga til þessa lista alþjóð- legar gæðakröfur Gallup? Skyldi vera unnt að láta á það reyna, hvort svo sé? Úr við því að svonefnd þjóðarhreyfing ætlar að nota nafn Gallup í auglýsingu sína í The New York Times í því skyni að gera málstað sinn trúverðugri, er meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallup við þessa spurningu í alþjóðlegu samhengi. Björn Bjarnason á bjorn.is Skoðun 84% þjóðarinnar Seinustu daga hefur verið athyglisvert svo ekki sé meira sagt að hlusta á málflutn- ing og viðbrögð stjórnarliða við könnunni sem Gallup gerði og sýndi að 84% Ís- lendinga eru á móti því að við séum á lista hinna viljugu þjóða. Davíð skilur ekk- ert í því að Gallup „skuli spyrja svona“ og taka þátt í „uppþoti stjórnarandstöðunn- ar“. Formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, Sólveig Pétursdóttir, reyndi að gera lítið úr lista hinna viljugu og sagði listann ekki skipta máli. Siv Friðleifsdóttir, sem gerir lítið annað þessa dagana en að verja hin fjölmörgu vondu-mál-ríkisstjór- innar með von í hjarta um ráðaherrastól að nýju, reyndi einnig að draga úr vigt lista hinna viljugu og sagði aukinheldur að nú væri aðeins uppbyggingin eftir og að „fólk virðist ekki átta sig á því.“ Þá er nú aldeilis gott að 84% þjóðarinnar geti treyst á þingflokka framsóknar- og sjálf- stæðismanna varðandi stuðning Íslands við innrásina í Írak af því að þessi 84% geta ekki haft og geta ekki myndað sér sjálfstæða skoðun. Eða hvað? Magnús Már Guðmundsson á politik.is Þorsteinn í stjórnarskrárnefnd Mörður Árnason skrifar um það að Þor- steinn Pálsson geti ekki verið í stjórnar- skrárnefnd af því að hann sé sendiherra og Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipað hann. Af hverju ekki? Miklu nær væri að amast við því, ef Þorsteinn væri í nefnd- inni en vissi ekkert um stjórnarskrána, eða hann ætlaði sér ekki að vinna þar af heilindum með þetta merka plagg heldur reyna að laga það að stundarhagsmun- um í baráttunni. Líklega er enginn þeirra sem skipa þessa nefnd hæfari til starfa en Þorsteinn, lærður lögfræðingur með víðtæka reynslu úr stjórnmálum, yfirveg- aður maður og hefur jafnframt þá fjar- lægð sem fylgir starfi sendiherrans und- anfarin fimm, sex ár. Betur að fleiri flokk- ar hefðu á slíkum mönnum að skipa til þess að fást við þetta mikilvæga starf. Benedikt Jóhannesson á heimur.is BRÉF TIL BLAÐSINS SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líð- andi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á vis- ir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN HREYFING OG HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.