Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 40
„Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti,“ segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. „Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaup- um á fyrirtækinu.“ TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. „Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú.“ Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfest- ar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingar- nefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjár- festingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burða- rás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi að- stoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Fram- sóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Sím- anum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verð- hugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaup- in og mun ljúka fyrsta hluta sinn- ar vinnu í lok febrúar. Í fram- haldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu. ■ Englar í FME Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, var fyrst ræðumanna á fjölsóttri ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins í gær. Hún lagði út af jólakorti sem hún fékk frá Fjármáleftirlitinu. Á kortinu var mynd af englum og jólastjörnunni og sagðist Valgerður hafa hugsað um það þegar hún virti fyrir sér kortið að myndin gæti verið táknmynd fyrir starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Hún sagði að líta mætti svo á að starfsmenn þess væru englar sem gættu þess að mark- aðurinn fengi að dafna og blómstra undir leiðarljósi heil- brigðra reglna á markað- inum. Aðalræðumaður fundar- ins, Howard Davies, gat þess í upphafi sinnar ræðu að þetta væri í fyrsta sinn sem hann hefði heyrt starfsmönnum í fjármála- eftirliti lýst sem englum. Þeir væru vanir kaldari kveðjum en svo. Þorskastríði fyrirgefið Davies gat þess einnig í upphafi ræðu sinnar að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi til Íslands. Hann er hins vegar langt í frá ókunnugur landi og þjóð því eftir háskólanám var hans fyrsta starf að fylgjast með samskiptum Íslands og Bretlands í ráðuneyti. Hann sagðist hafa verið feginn að sleppa inn til landsins þar sem hans helsta verk- efni á sínum tíma hefði snúist um deilur Íslend- inga og Breta – svokölluð þorskastríð. Davies gat þess að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins, hefði líklega ekki boðið honum til lands- ins hefði hann vitað um þessa skuggalegu fortíð. Páll Gunnar sagði hins vegar í sinni ræðu að það væri jafnt á komið með báðum. Páll Gunnar hafði látið það eiga sig að nefna við gestinn að hann væri mikill aðdáandi knattspyrnuliðs Manchester United. Þetta hefði getað haft áhrif á ákvörðun Davies þar sem hann er stuðningsmaður Manchester City og hefði verið orðaður við for- setastól í félaginu. Litlir kærleikar eru á milli United og City. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.453 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 288 Velta: 2.421 milljónir +0,52% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Íslandsbanki hefur lokið áreið- anleikakönnun á BNbank og voru niðurstöður fullnægjandi. Af því leiðir, að skilyrði um niður- stöður áreiðanleikakönnunar hefur verið uppfyllt. Skráð hefur verið hlutafjár- hækkun SÍF að fjárhæð ríflega 52 milljónir að nafnverði sem aflað var í hlutafjárútboði félagsins í desember. Skráð hlutafé félagsins á Aðallista Kauphallar Íslands eftir hækkunina er kr. 5.768 millj- ónir króna að nafnverði. Nýherji hf. og KB banki hafa komist að samkomulagi um að viðskiptavakt KB banka á útgefnu hlutafé Nýherja verði hætt tíma- bundið. Samkomulagið gildir frá deginum í gær. 20 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,20 +0,53% ... Atorka 5,82 +1,39% ... Bakkavör 26,10 +2,76% ... Burðarás 12,00 – ... Flugleiðir 10,35 +3,50% ... Íslandsbanki 11,15 +0,90% ... KB banki 471,00 +0,21% ... Kögun 47,00 – ... Landsbankinn 12,10 +0,41% ... Marel 49,00 +0,62% ... Medcare 6,05 +0,50% ... Og fjarskipti 3,48 +5,45% ... Sam- herji 11,00 +0,92% ... Straumur 9,45 +1,07% ... Össur 77,00 +1,32% Fjárfestar undirbúa kaup á Símanum Og Vodafone 5,45% Flugleiðir 3,50% Bakkavör 2,76% Síminn -5,88% Hampiðjan -4,92% SH -0,58% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Magasin í höfn Búið er að tryggja kaup íslenskra fjárfesta á Magasin Du Nord. Yfir 80 prósent hluthafa hafa sam- þykkt tilboð M Holding sem er í eigu Baugs, Straums Fjár- festingabanka og B2B Hold- ing. Auk þess hefur M Hold- ing tryggt sér kauprétt að 13,5 prósenta hlut til viðbót- ar. Samkvæmt reglum dönsku kauphallarinn- ar er kaupend- um heimilt að innkalla það sem út af stendur á tilboðsverðinu sem er 162,5 danskar krónur á hlut. Danskir fjölmiðlar hafa dreg- ið í efa fjárhagslegan styrk kaup- enda og velt því fyrir sér hvort tilboðið sé of lágt. Vegna þessa telja kaupendurnir rétt að taka fram að Kauphöllin í Kaup- mannahöfn hafi sent frá sér bréf þess efnis að hún hafi hvorki at- hugasemdir við kaupin sem mynduðu yfirtökuskylduna, né yfirtökuskylduna. Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums, segir ánægjulegt að þessi áfangi hafi náðst og nú hefjist vinna við að vinna úr fjár- festingunni. Þeir sem gagnrýnt hafa kaupin í Danmörku telja að reksturinn hafi verið keyptur á lítinn sem engan pening. Virði fasteigna Magasin Du Nord standi undir verðinu. Rekstur fyrirtækisins hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi og verkefni kaupendanna er að snúa honum á rétta braut. - hh EKKI FORMLEGUR ÁHUGI Torben Holm, aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC, segir ótímabært að ræða um áhuga fyrirtækisins á kaupum á Símanum. Danirnir höfðu áhuga fyrir þremur árum og ekki útilokað að þeir komi að kaupum á fyrirtækinu í samstarfi við innlenda fjárfesta. Enda þótt enginn hafi formlega lýst yfir áhuga á að kaupa Símann, þá eru margir að skoða verkefnið af alvöru. Hugsanlegt er að danska fyrirtækið TDC sem áður var ríkisfyrirtækið Tele Danmark, muni koma að hópi sem hyggst taka þátt í einkavæðingu Símans. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS SALA SÍMANSKAUPIN TRYGGÐBirgir Þór Bieltveldt sem rekur Dominos pizzu í Kaupmanna- höfn, er einn kaup- enda Magasin Du Nord.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.