Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 54
34 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Fyrsti þátturinn í sjöttu þáttaröð The Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi í sumar verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Á undan þættinum, sem er tveggja klukkustunda langur, verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Í kjölfar kapphlaupsins mikla. Þar verður bæði fjallað um gerð þáttarins og spjallað við nokkur þeirra fyrirmenna sem sáu sérstaka forsýningu hans í byrjun desember. Á meðal þeirra sem koma þar fram eru Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra, Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri. Einnig tjá höfundar þátt- anna, hjónin Bert Van Munster og Elise Doganieri, sig um gerð The Amazing Race. Að auki verður fjallað um þátt kvikmyndafélagsins Pegasus í gerð The Amazing Race hérlendis. Hafði það uppi margar hugmyndir um gerð þáttarins auk þess sem það setti fram tillögur um töku- staði. Á meðal hugmynda félagsins var að keppendur yrðu látnir hengja upp ákveðið magn af fisk- hausum en fallið var frá henni. Alls mættu ellefu tveggja manna lið hingað til lands í sumar og hófu leik í sjöttu þáttaröðinni. Ferðuðust þau víða um suður- og austurströnd Íslands, þar á meðal upp á Vatnajökul í blíðskaparviðri. Á meðal þeirra sem tóku þátt voru fimm fyrirsætur, tveir atvinnu- glímumenn, kennarar í spinning og fyrrverandi Playboy-stúlka. Eitt lið fellur út í hverjum þætti en liðið sem kemst fyrst í mark eftir að hafa ferðast vítt og breitt um heim- inn fær í sigurlaun um 63 milljónir íslenskra króna. Íslandsþátturinn, sem er tvöfalt lengri en aðrir þættir í seríunni, var frumsýndur í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Talið er að um 15 milljónir manna hafi fylgst með, enda raunveruleikaþættir með þeim vinsælustu sem sýndir eru í sjónvarpi. Landkynningin sem fylgdi þættinum var að vonum gíf- urleg og á vafalítið eftir að skila sér í auknum fjölda erlendra ferða- manna hingað til lands á næstu misserum. freyr@frettabladid.is „Þeir eru með augun hjá sér dyraverðirnir en annars var hún mjög látlaus og féll inn í hóp ann- arra Rex-gesta,“ segir Sverrir Rafnsson, eigandi skemmtistað- arins Rex, en Titanic-stjarnan Kate Winslet tók snúning meðal partíglaðra Íslendinga á Rex á föstudagskvöldið. „Kate var afskaplega prúð og það fór lítið fyrir henni þannig, en auðvitað sláandi falleg kona og vakti athygli. Hún dansaði heilmikið og virtist skemmta sér hið besta,“ segir Sverrir, sem er ekki alls óvanur heimsfrægum andlitum meðal gestkomandi á Rex, sem er heitasti næturklúbb- ur höfuðstaðarins um þessar mundir. Hollywood-stjarnan Kiefer Sutherland var fastagestur þar yfir hátíðarnar og í sumar tjúttaði breski sjón- varpskokkurinn Jamie Oliver fyrir framan íslenska skjaldar- merkið á Rex-barnum. „Það er afar misjafnt hvað þetta fólk fær að vera í friði fyrir Íslendingum, en konur láta sýnu verr innan um stjörnurnar og haga sér stundum eins og kjánar eða tíkur á lóðaríi. Menn eru svo misánægðir með athygl- ina. Jamie varð þreyttur á að vera umsetinn bjóðandi konum, enda kvæntur maðurinn, en Kiefer lét sér alla kvenkyns ágengnina í léttu rúmi liggja og naut hennar reyndar í botn. Íslenskir karlmenn eru svo hin hliðin á sama teningnum og láta kvenkyns stjörnurnar alveg í friði. Virða einkalíf þeirra, með- an stelpurnar eru eins og mý á mykjuskán ofan í frægu körlun- um,“ segir Sverrir, sem má vel búast við fleiri frægum gestum en Sutherland hefur þegar gert Íslandsheimsókn sinni skil og kynnt landið í spjallþætti Davids Letterman. thordis@frettabladid.is Titanic-stúlka tjúttar á Rex BRESKA LEIKKONAN KATE WINSLET Bættist í hóp frægra listamanna sem kjósa að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag meðal Íslendinga. Dansaði á Rex á föstu- dagskvöldið og féll vel í hópinn. Á HLAUPUM Keppendur í þættinum The Amazing Race á hlaupum í íslensku hrauni síðastliðið sumar en þessi Íslandsþáttur verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Á undan þættinum verður sýnd heimildarmynd um gerð hans en þar koma við sögu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. THE AMAZING RACE Á ÍSLANDI: TVEGGJA TÍMA ÞÁTTUR OG HEIMILDARMYND Á STÖÐ 2 Kapphlaupið hefst í kvöld ... fær Grímur Gíslason, fréttarit- ari Ríkisútvarpsins á Blönduósi, fyrir að standa vaktina kominn á tíræðisaldur. HRÓSIÐ Hákon Eydal Bjargaði óléttri konu úr ljóns- kjafti í Sædýra- safninu – hefur þú séð DV í dag? Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga Lárétt: 1 skilmálar, 5 for, 6 land, 7 tveir eins, 8 eins um l, 9 feiti, 10 á fæti, 12 fimmtíu og tveir, 13 sönghópur, 15 ónefndur, 16 dvelst, 18 unnu eið. Lóðrétt: 1 bikar, 2 jól á dönsku, 3 píla, 4 húsi, 6 æviskeiðið, 8 væl, 11 uppistaða, 14 á húsi, 17 kyrrð. Lausn. Lárétt: 1 kjör, 5aur, 6ey, 7ll,8glg,9tólg, 10il,12lii,13kór, 15nn,16unir, 18sóru. Lóðrétt: 1kaleikur, 2jul,3ör, 4byggingu, 6ellin,8gól,11lón,14ris,17ró. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Mjöll-Frigg. Mahmoud Abbas. Landspítali-háskólasjúkrahús. Dótið Upptrekkjanlegt útvarp. Sem er? Fyrir þá sem geta ekki án útvarps- ins verið í ferðalögum og vilja á sama tíma ekki láta fara mikið fyrir því. Einnig þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af því að kaupa raf- hlöður eða velta vöngum yfir því hvort þær endist. Útvarpið er aðeins 14,5 cm langt og ætti því að vera nokkuð meðfærilegt í ferða- lögum. Tíðnisviðið er AM og FM og hefur út- varpið upp á að bjóða innbyggðan hátalara. Á hliðinni er sveif sem er notuð til að trekkja það upp. Sé það trekkt upp í 90 sekúndur ef miðað er við tvo hringi á sekúndu er áætlað að það gefi hlustandanum 20 mínútna út- varpssendingu á miðlungshljóðstyrk. Ef menn vilja meiri hljóðstyrk er einfaldlega mælt með því að snúa sveifinni ennþá hrað- ar. Kjósi menn hins vegar að trekkja það að- eins upp í neyðartilfellum er hægt að nota í það venjulegar rafhlöður. Útvarpið upptrekkj- anlega er einnig hægt að nota sem lukt. Getur það til að mynda lýst ferðamönnum í ógöngum hvar sem er á landinu. Einnig er það vatnshelt og ætti því að geta fengið að fljóta með í hvaða ferðalag sem er, hvernig sem viðrar. Gallar? Fyrir þá sem líta ekki á það sem galla að þurfa að trekkja upp útvarp eru gallarnir fáir. Helst mætti nefna að ekkert handfang er á útvarpinu ef menn vilja nota það sem lukt. Kostar? Verðið er viðráðanlegt, um það bil 1.200 krónur og fæst gripurinn meðal annars á heimasíðunni iwantoneofthose.com. Sendingar- kostnaður hækkar verðið að sjálfsögðu eitthvað. DÓTAKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.