Fréttablaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 6
6 8. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Meintur forsprakki Stafangursránsins: Norðmaður handtekinn í Malaga SPÁNN, AP Lögregla á Spáni hefur handtekið norskan mann, sem grunaður er um að vera for- sprakki glæpagengis sem rændi banka í Stafangri í fyrra, þar sem lögreglumaður var skotinn til bana. Maðurinn er 29 ára og heitir David Alexander Toska, en hann var handsamaður í Malaga á Suð- ur-Spáni, nákvæmlega upp á dag ári eftir að ránið var framið, en það var eitt það stærsta og bí- ræfnasta sem framið hefur verið í Noregi. Toska er sakaður um að hafa farið fyrir um tólf manna ræningjahóp sem stal 58 milljón- um norskra króna, andvirði yfir 560 milljóna íslenskra, úr seðla- dreifingarmiðstöð banka á Staf- angurssvæðinu, í miðborg Staf- angurs snemma morguns 5. apríl 2004. Annar maður, Dani Bungard að nafni, var handtekinn ásamt Toska, að sögn spænsku lögregl- unnar. Samkvæmt heimildum fjölmiðla var Bungard eftirlýstur vegna fíkniefnabrota en ekki í tengslum við bankaránið. Framsalsbeiðni norskra yfir- valda verður tekin fyrir af dóm- stól í Madríd en henni hyggst Toska verjast af kjafti og klóm, að því er fram kemur á fréttavef Aftenposten. ■ Landsvirkjun: Endurskoðar áhættumat KÁRAHNJÚKAR Gripið verður til við- bótarráðstafana til að tryggja öryggi stíflanna við Kárahnjúka á næstu misserum. Bergið fyrir ofan stíflurnar og undir þeim verður þétt og laust efni síðan sett ofan á steypuna þannig að vatn leki ekki undir stíflurnar ef sprunga myndast í steypunni. Til greina kemur að steypa vegg 10-15 metra niður úr távegg aðalstíflunnar með því að fræsa ofan í bergið. Til viðbótar verður kannað betur hvar líklegast er að bergið geti hreyfst og sprunga myndast. „Við munum setja meira af jarðefnum ofan á tá stíflunnar þannig að viðkvæmustu hlutarnir stíflist ef rifa myndaðist í jarð- skjálfta,“ segir Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar. Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði hefur fengið það verkefni að meta hver raunveruleg líkindi eru á jarðskjálfta. „Þeir eiga að kanna hvernig líklegt er að jarðskjálftinn hegði sér, þannig að varnaraðgerðum verði hagað í samræmi við það. Áhættumat, sem var gert fyrir þremur til fjórum árum, verður endurskoðað,“ segir hann. - ghs Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag Sameiningarnefnd sveitarfélaga hefur lagt til að níu sveitarfélög á Eyjafjarð- arsvæðinu sameinist. Aðeins Grímseyjarhreppur mun standa einn. Hugmyndir um sameiningu njóta mest fylgis á meðal íbúa þéttbýlisstaða. SAMEINING Stærsta sameiningar- kosningin, með tilliti til fjölda sveitarfélaga, sem fram fer í haust snýst um sameiningu níu sveitarfélaga á Eyjafjarðar- svæðinu. Þetta kemur fram í tillögum Sameiningarnefndar sveitarfélaga sem lögð var fram eftir að nefndin hafði kynnt sér viðhörf stjórnenda sveitarfélag- anna. Það eru íbúar Siglufjarðar- kaupstaðar, Ólafsfjarðarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Arnarnes- hrepps, Hörgárbyggðar, Akur- eyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps sem munu kjósa um sameininguna. Eftir stendur eitt sveitarfélag á Eyjafjarðarsvæðinu, Grímseyj- arhreppur, sem mun ekki samein- ast neinu öðru sveitarfélagi á svæðinu. Róbert Ragnarsson, verkefnisstjóri í Félagsmála- ráðuneytinu, segir rökin fyrir því að undanskilja Grímseyjarhrepp sé landfræðileg fjarlægð frá öðr- um sveitarfélögum á svæðinu. Í febrúar síðastliðnum kann- aði Rannsóknastofnun Háskól- ans á Akureyri hug íbúa á Eyja- fjarðarsvæðinu til stórsamein- ingar og kom í ljós að Grímsey- ingar höfðu lítinn áhuga á sam- einingu og því allar líkur á að hún hefði verið felld þar. Róbert segir að til að samein- ing taki gildi þarf meirihluti íbúa í tveim þriðju sveitarfélaganna að samþykkja sameiningu og inn- an þeirra þurfa að búa að minnsta kosti tveir þriðju þeirra íbúa sem þátt taka í kosningunni. Því þarf meirihluti íbúa í sex af níu sveitarfélögum við Eyjafjörð að greiða atkvæði með samein- ingu og í þeim sex sveitarfélög- um verða að búa ríflega 15 þús- und manns af þeim 23 þúsundum sem búa á svæðinu. Akureyring- ar einir og sér eru um 70 prósent allra íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu og samkvæmt viðhorfskönnun RHA er mikill meirihluti Akur- eyringa hlynntur sameiningu. Í sömu könnun kom fram að mikill meirihluti Siglfirðinga vill einnig sameiningu en naumur meiri- hluti er fyrir sameiningu í Ólafs- firði og Dalvíkurbyggð. Andstaða við sameiningu er meiri í dreif- býli Eyjafjarðar en ríflega helm- ingur íbúa Svalbarðsstrandar- hrepps, Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar er gegn samein- ingu en mest er andstaðan í Eyja- fjarðarsveit og Grýtubakka- hreppi. kk@frettabladid.is SAMGÖNGURÁÐHERRA Segir nýja samgönguáætlun þurfa áður en ráðist er í lagningu Sundabrautar. Sundabraut: Framkvæmd- um vart flýtt SAMGÖNGUR Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, telur vafa- samt að ráðist verði í lagningu Sundabrautar fyrr en ný sam- gönguáætlun gerir ráð fyrir, jafn- vel þó að ákvörðun verði tekin um að verkið verði einkaframkvæmd. Sturla segir að einu gildi með hvaða hætti verði staðið að fjár- mögnun Sundabrautar. Minnst þrjú ár þurfi til allrar undirbún- ings- og hönnunarvinnu og þeirri vinnu verði vart lokið þegar gerð samgönguáætlunar til langtíma verði lokið. - aöe Gengi krónunnar: Heyrnartæki lækka HEILBRIGÐISMÁL Heyrnartækin lækkuðu í verði í gær um fimm prósent að meðaltali. Heilbrigðismálaráðuneytið segir þessa lækkun tilkomna vegna þess að gengi íslensku krónunnar hafi styrkst verulega á undanförnum mánuðum. Því sé svigrúm til þess að lækka verð heyrnartækja. Heyrnartæki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni kosta nú frá 28 þúsund krónum og upp í 72 þúsund. Þátttaka ríkisins er 28 þúsund og hlutur einstaklinga getur því verið frá því að þurfa ekki að greiða neitt og upp í 45 þúsund krónur. Biðtími eftir heyrnartækjum er nú átta vikur fyrir hefðbund- in tæki en getur orðið eitthvað lengri fyrir sérsmíðuð flókin tæki. - jss Mýrarljós Sýning laugardagskvöld! „Mýrarljós hefur allt til brunns að bera: Drama, svartan húmor og lýtalausan leik.“ Grapevine, mars 2005 Ætlarðu að fylgjast með útför páfa í sjónvarpi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Auðun Georg að fá starfs- lokasamning? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 17% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Persónuvernd: Óskar eftir frumvarpinu SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Persónu- vernd hefur skrifað samgöngu- ráðuneytinu og óskað eftir frumvarpi um breytingar á fjar- skiptalögum, sem hefur verið lagt fyrir ríkisstjórn, en frum- varpið var ekki sent Persónu- vernd til umsagnar, aðeins kynnt munnlega á fundi með stjórnendum stofnunarinnar. Frumvarpið hefur verið rætt í ríkisstjórn. Samkvæmt því skulu öll fjarskiptafyrirtæki koma sér upp búnaði til að hlera og taka upp símtöl. Mikið hefur verið um símhringingar í Persónuvernd til að óska upp- lýsinga um frumvarpið. - ghs Danska líkfundarmálið: Grunaður gefur sig fram DANMÖRK Bandaríkjamaðurinn Jared Heller, sem er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á danska leigubílstjóranum Torbens Vagns Knudsen gaf sig fram við lögreglu í Kaupmannahöfn í fyrradag. Mikla athygli vakti þegar sund- urhlutað lík Knudsens fannst í Kaupmannahöfn um páskana. Lög- reglan lýsti eftir Heller um helgina sem leið og eftir því sem greint er frá á fréttavef Politiken gaf hann sig fram á miðvikudagsmorgun. Einnig hefur alþjóðleg handtöku- skipun einnig verið gefin út á hend- ur ungum manni frá Súdan, sem þekktur er sem Jagúarinn í undir- heimum Kaupmannahafnar. ■ 83% ÖRYGGIÐ TRYGGT EF JÖRÐ SKELFUR Tryggja þarf öryggi aðalstíflunnar við Kárahnjúka ef til jarðskjálfta skyldi koma. Það er meðal annars gert með því að þétta bergið og setja meira af jarðefnum ofan á távegginn sem hér sést í baksýn erlendra verkamanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA AKUREYRI Um 70 prósent íbúa Eyjafjarðarsvæðisins búa á Akureyri og þar nýtur hugmyndin um sameiningu níu sveitarfélaga við Eyjafjörð mikils stuðnings DAVID TOSKA Mynd í eigu lögreglu af meintum for- sprakka norska bankaránsgengisins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Samtök ferðaþjónustunnar: Vilja reykleysi REYKINGAR Tillaga veitingamanna um reykbann á skemmti- og veit- ingastöðum frá 1. júlí 2007 var samþykkt á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í gær. Einnig var samþykkt að hefja viðræður við stjórnvöld um slíkt bann. Veit- ingamenn hafa lagt áherslu á að lagabreytingar verði gerðar í samstarfi við greinina. Á fundinum kom einnig fram að reykingavenjur fólks hafi bre- yst mikið undanfarin ár. Nú séu um 80 veitingastaðir reyklausir með öllu og fjölmargir aðrir leyfi ekki reykingar í matsölum. - ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.