Fréttablaðið - 08.04.2005, Síða 41

Fréttablaðið - 08.04.2005, Síða 41
Síðan kom í ljós að kaupendur höfðu ekki áhuga. Í fyrsta áfanga sölunnar, þar sem al- menningi og starfsmönnum var boðinn 14 pró- senta hlutur í Símanum, seldist aðeins fimmt- ungur. Kaupendur höfðu skráð sig fyrir um 5 prósent hlutafjár í félaginu en aðeins var gre- itt fyrir 2,3 prósent. Af 2.588 sem skráðu sig fyrir hlut voru rúmlega 600 starfsmenn. Selja átti kjölfestufjárfesti hlut fyrir árs- lok 2001. Viðræður stóðu yfir við TeleDan- mark (TDC) og héldu þær áfram í janúar 2002. Það var svo ljóst í lok febrúar að ekki yrði af sölunni til TDC og var áformum um sölu Símans hætt í kjölfarið. Óhagstæðum aðstæðum var kennt um hvernig fór. Hryðjuverkaárásir á Bandaríkin 11. september drógu úr viðskiptum um allan heim. Mikið var talað um að verðið á Símanum væri of hátt, gengi krónunnar var óstöðugt og hagur fjarskiptafyrirtækja hafði versnað og áhugi fjárfesta á þeim minnkað. MORGAN STANLEY GÁFU ÁBENDINGAR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru skiptar skoðanir innan einkavæðingarnefndar um hvort setja ætti yfirhöfuð einhverjar regl- ur um hámarkseignarhlut, sem hver og einn fjárfestir gæti keypt, og hvort horfa ætti til annarra þátta en verðs. Niðurstaðan var að lokum, eins og áður sagði, að miða við 45 pró- senta eignarhlut og meta tilboðin út frá fjár- hagslegum styrk tilboðsgjafa, framtíðarsýn og reynslu af rekstri. Jón segir margar leiðir hafa verið skoðaðar við söluna innan nefndar- innar. Hlutverk ráðgjafanna frá Morgan Stanley hafi verið að koma með ábendingar en ekki er farið eftir öllu í smáatriðum. Það hafi verið einkavæð- ingarnefndar að velja úr í því efni. Aðspurður um hvort sátt hafi verið um þessa leið milli s t jórnarf lokkanna bendir Jón á að tillög- urnar voru samþykkt- ar í ráðherranefnd um einkavæðingu og kynntar í ríkisstjórn. FLEIRI Á MÓTI SÖLUNNI Minnihluti þjóðarinnar, eða 42 prósent, er hlynntur því að selja Landssíma Íslands. Tólf prósent eru hlutlaus en 46 prósent andvíg einkavæðingunni. Þetta kom fram í könnun Gallup í febrúar síðastliðnum. Mestur er stuðningurinn við sölu Símans í aldurshópnum 25 til 34 ára en andstaðan er mest í elsta aldurshópnum, 55 til 75 ára. Þá er andstaðan mest utan höfuðborgarsvæðisins, 54 prósent, en yfir helmingur íbúa í nágrenni Reykjavíkur styður söluna. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar miklir stuðningsmenn einkavæðingar Símans á meðan meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins og Vinstri - grænna er henni andvígur. MARKAÐURINN FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 13 Ú T T E K T 2001 2001 2001 2002 2002 2003 2004 2005 2005 ur og ók sta m átti fyrir lok Ekki fékkst samþykkt að skrá Sím- ann á aðallista Verðbréfaþingsins þar sem ekki gekk eftir að selja minnst 15 prósent hlutafjár í við- bót. Var fyrirtækið því skráð á til- boðsmarkað 8. október. ings og starfsmanna og tilboðs- september gekk ekki eins og Kaupendur höfðu skráð sig fyrir ár í félaginu. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í 25 prósenta hlut og heimild til að kaupa 10 pró- sent árið eftir rann út 7. desember. Tvö tilboð bárust; frá TeleDanmark í Danmörku og banda- ríska fjárfestingasjóðinum Providence. Einkavæðingarnefnd fór yfir tilboðin í samráði við ráðgjafa nefndarinnar. Á grundvelli þeirra var ákveðið 21. desember að ganga til við- ræðna við TeleDanmark (TDC). Áttu viðræður að hefjast í janúar. Fréttablaðið greinir frá því að ekkert verður af sölu Landssíma Íslands og er formlegt söluferli stoppað. Lýst er yfir að enn sé stefnt að einka- væðingu fyrirtækisins. Ráðherranefnd um einkavæðingu samþykkir tillögu einkavæðingar- nefndar um söluferli Símans 4. apríl. Forsæt- isráðherra kynnir málið á Alþingi og Síminn aug- lýstur til sölu í fjölmiðl- um daginn eftir. Áhuga- sömum gert að skila inn óbindandi tilboðum fyrir 6. maí. Fyrsti viðræðufundur við TDC fór fram í London 8. og 9. janúar. Í lok fundarins var ljóst að nokk- uð bæri á milli í verði þegar tillit var tekið til þeirra atriða sem sett voru fram í tilboði TDC. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eftir kosn- ingar í maí er kveðið á um að fylgt verði eftir heimild Alþingis um sölu á hlut ríkisins í Sím- anum. Einkavæðingarnefnd hefur undirbúning að nýju söluferli á hlut ríkisins. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, veitir einkavæðingarnefnd þann 21. mars umboð til að annast sölu á Símanum. Áður hafði fjármálaráð- herra veitt nefndinni umboð til að hefja undirbúning sölunnar. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu ákveður 9. nóvember að ganga til viðræðna við Morg- an Stanley í London um ráðgjöf við fyrirhug- aða sölu á hlutabréfum ríkisins í Símanum. 23. desember er samningur þess efnis undirritað- ur. di eins aðila yfirráðum í félaginu. Árið 2008 verður búið að skrá Símann á markað og öll rfesta. Verð mun hafa mesta vægi við mat á tilboðum en unnið er að frekari út- úr áhuga erlendra fjárfesta. Viðfangsefnin þau sömu á Íslandi Á Íslandi eru markaðsaðstæð- ur fjarskiptafyrirtækja ekki mikið frábrugðnar aðstæðum í öðrum löndum, nema hvað markaðurinn hér á landi er minni að mati Bertrands Kan, sem ráðleggur einkavæðingar- nefnd við sölu Símans fyrir hönd Morgan Stanley. „Það eru sömu viðfangsefnin sem koma upp hér og annars stað- ar.“ Hann segir fjarskiptamark- aðinn í Evrópu hafa færst und- anfarin ár í frjálsræðisátt og flest lönd kosið að einkavæða ríkisfyrirtækin þótt áherslur séu mismunandi. Morgan Stanley hefur meðal annars komið að sambærilegum verk- efnum við sölu á Belgacom, China Telecom, France Tele- com og Telecom Italia. Bertrand segir hægt að fara mismunandi leiðir við að selja fjarskiptafyrirtæki í ríkiseigu. Aðspurður um hvort skynsamlegt sé að takmarka eignarhald hvers aðila við 45 prósent, eins og gert sé við sölu Símans, segir hann enga eina leið réttara en aðra. „Það er mjög erfitt að segja að ein leið sé betri en önnur. Þetta er skýrt skilyrði í þessu samhengi og svipað hefur ver- ið gert í öðrum löndum. Það er þó mjög mismunandi,“ segir Bertrand. Fyrir tveimur vik- um hafi til dæmis stjórnvöld í Tékklandi selt 51 prósents hlut sinn í Cesky Telecom til eins aðila en þrír voru um hituna. Hann vill ekki tilgreina verðmat Símans og segir það ráðast á markaðinum. Spurður um framtíðarhorfur fjar- skiptafyrirtækja segir hann markaðinn ekki stækka hratt. Tekjumöguleikar séu vissu- lega að skapast en um leið lækki verð. BERTRAND KAN „Það er mjög erfitt að segja að ein leið sé betri en önnur.“ Keppi eingöngu á grundvelli verðs „Ég hef verið að vinna með fjárfestum að þessu verkefni nokkuð lengi. Ég tel mig vita að þeir vilji að söluferli Sím- ans sé gegnsætt og hlutlaust. Besta leiðin til þess er að skil- greina fyrst þau skilyrði sem væntanlegir kaupendur Sím- ans þurfa að uppfylla áður en þeir gera tilboð í allan eignar- hlut ríkisins. Það eru meðal annars atriði eins og framtíð- arsýn Símans, fjárhagslegur styrkur og reynsla af rekstri. Þegar það er ljóst keppa fjár- festar, sem uppfylla þessi skil- yrði, um Símann á grundvelli verðs eingöngu,“ segir Gunn- laugur Jónsson, fjármálaráð- fjafi GJ fjármálaráðgjafar, sem hefur verið að undirbúa tilboð í Símann fyrir hönd hóps fjárfesta. Með þessu fyrirkomulagi er algjörlega hafið yfir allan vafa að mati Gunnlaugs að ríkið ætli ekki einhverjum einum aðila að kaupa Símann á lágu verði. Það skipti máli fyrir fjárfesta og ekki síður fyrir ferlið sjálft. Þá komi ekki upp ásakanir eftir á um að verið sé að hygla einum hópi á kostnað annars. Það sé til nóg af fólki sem vilji halda því fram sjái það tækifæri til þess. Þetta sé því líka mikilvægt fyrir ríkis- stjórnina. GUNNLAUGUR JÓNSSON FJÁRMÁLA- RÁÐGJAFI Söluferli Símans á að vera gegnsætt og hlutlaust. „þá getur eigandinn gert það sem hann vill.“ Jón Sveinsson formaður einkavæðingarnefndar M ar ka ðu rin n/ H ar i Fr ét ta bl að ið /G VA Síminn í hnotskurn Staðan í árslok 2004: Starfsmenn (ársverk) 1.199 Meðallaun 317 þúsund kr. Hagnaður 3,1 milljarðar kr. Heildareignir 28,6 milljarðar kr. Eigið fé 17 milljarðar kr. Langtímaskuldir 6,7 milljarðar kr. Hlutafé 7 milljarðar kr. Skráðir hluthafar 1.255 Hlutur ríkissjóðs 98,8% hlutafjár Aðrir hluthafar 1,2% hlutafjár og Baldur Guðlaugsson kynna söluferli Símans sl. þriðjudag. Auk þeirra á Sævar Þór Sigurgeirsson sæti í nefndinni. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m /H ar i

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.