Fréttablaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 72
„Riðið inn í sólarlagið“ nefnist nýtt leikrit eftir breska rithöfundinn Önnu Reynolds, sem leikhópurinn Kláus frumsýnir í Borgarleikhús- inu í kvöld. Þetta er beinskeitt gamanleikrit um þrjú pör sem eiga dálítið erfitt með að koma heiðarlega fram hvert við annað. Ýmsum spurningum um sam- bönd fólks er velt upp í sýningunni. Einn maður er í vændinu en konan hans hefur meiri áhyggjur af því að borga af húsinu. Hversu langt geta forræðisdeilur gengið? Eru fantasíur eðlilegar? Er sving skemmtilegt? Leikhópinn Kláus stofnuðu þau Oddur Bjarni Þorkelsson, Margrét Sverrisdóttir, Alexía Björg Jóhann- esdóttir og Ólafur Jens Sigurðsson. Þeir Oddur og Ólafur eru leikstjór- ar sýningarinnar, en þær Margrét og Alexía meðal leikenda. Þetta er fyrsta sýning hópsins og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. „Við ákváðum að það væri besta debútið fyrir þennan nýja leikhóp að koma með heimsfrumsýningu,“ segir Oddur Bjarni. „Fjórir af leik- urunum voru við nám í London og þar var eitthvað af þessum senum skrifað fyrir bekkinn. Þar kynntust þau höfundinum og hún gaf okkur fullt leyfi til að frumflytja verkið hér.“ Reynolds er þekktur leikrita- höfundur í Bretlandi, hefur hlotið nokkur verðlaun fyrir skriftir sínar og vinnur nú að kvikmynda- handriti og óperuhandriti. „Hún komst ekki til landsins núna vegna þess að hún er ólétt blessunin.“ Aðrir leikendur eru Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Erlendur Ei- ríksson, Guðjón Þorsteinn Pálm- arsson og Ólafur S.K. Þorvaldz. „Flest eru þau að koma fram í fyrsta sinn eftir að hafa lokið námi.“ Tónlistin í leikritinu er eftir Vilhelm Anton Jónsson, Villa Naglbít, og er þetta í fyrsta sinn sem hann semur tónlist fyrir leik- sýningu. „Þetta er rokk og ról hjá hon- um,“ segir Oddur Bjarni. „Kúl, sexí og rokk, eins og hann myndi orða það sjálfur. Það er þangað sem hann langaði til að fara og þangað fór hann.“ ■ 32 8. apríl 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... leikriti Harolds Pinters, Svik, sem sýnt verður í síðasta sinn í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backman en leikendur eru Hilmir Snær Guðnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Ingvar Sigurðsson. ... sýningunum tveimur í Nýlista- safninu sem báðum lýkur nú um helgina. Sýning þeirra Magnúsar Sigurðarsonar og Egils Snæ- björnssonar nefnist Skitsófrenía, en sýning á verkum eftir Leen Voet nefnist Limbo. ... Auði Gunnarsdóttur sópran- söngkonu, sem verður með tón- leika í Salnum á morgun ásamt Andrej Hovrin píanóleikara. Þau flytja verk eftir Alban Berg, Sibelius, Grieg og Rachmaninov. Listamennirnir í Klink og Bank hafa nokkrum sinnum efnt til Leikhúss Listamanna þar sem þeir sviðsetja listaverk sín og fá hver annan til þess að leika fyrir sig. Ekkert verk má vera lengra en fimmtán mínútur, og það er ekkert endilega verið að æfa þau fyrir flutninginn. Í kvöld verður fjórða Leikhús Listamanna hald- ið í salnum Berlín, sem er til húsa að Brautar- holti 1. Þátttakendur að þessu sinni eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Daniel Björnsson, Ragnar Kjart- ansson, Ingibjörg Magnadóttir, Laufey Elías- dóttir, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Gudrún Benónýsdóttir, Valdi- mar Jóhannsson, Jón Atli, Snorri Ásmundsson, Lára Sveinsdóttir, Davíð þór Jónsson, Helgi Svavar Helgason og Magnús Jensson. Meðal þeirra verka, sem flutt verða í kvöld, eru „Inn í kirkju út úr trú“ eftir Ingibjörgu Magnadóttur, „Við sundlaugina“ eftir Ragnar Kjartansson, „margföldun/multi simplicity“ eftir Sesselju Guðmundsdóttur, „Djúpið“ eftir Valdimar Jóhannsson, „Techno Whitch“ eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, og „Ekki gráta mamma hóra“ eftir Snorra Ásmundsson. Kl. 16.00 Sýningin Þverskurður af málverki verð- ur opnuð í Hoffmannsgalleríi í Reykja- víkurakademíunni. Þar gefst kostur á að sjá hvað íslenskir listmálarar eru að fást við nú um stundir. menning@frettabladid.is Leikhús listamanna ! STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20, Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT, Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 - Fáar sýningar eftir HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 VORSÝNING LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS Lau 9/4 kl 14, Su 10/4 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Aðalæfing Fi 14/4 kl 20 - kr. 1.000,- Frumsýning Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl. 20, Lau 23/4 Síðasta sýning AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning - Ath: Miðaverð kr. 1.500 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 14/4 kl 20 - UPPS., Fö 15/4 kl 20 - UPPS., Lau 16/4 kl 20, - UPPS., Su 17/4 kl 20, - UPPS., Mi 20/4 kl. 20 - UPPS., Fi 21/4 kl 20 - UPPS., Fö 22/4 kl 20 - UPPS., Lau 23/4 kl 20 - UPPS., Su 24/4 kl 20, Lau 29/4 kl 20 - UPPS., Lau 30/4 kl 20 - UPPS., Su 1/5 kl 20 - UPPS., SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Lau 9/4 kl 20 - Síðasta sýning RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Frumsýning í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR Lau 9/4 kl 15.15 - Ferðalög AUGNABLIKIÐ FANGAÐ DANSLEIKHÚSIÐ fjögur tímabundin dansverk Fi 21/4 kl 19:09 Frumsýning Su 24/4 kl 19:09, Su 1/5 kl 19:09 Aðeins þessar 3 sýningar Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ Nýtt leikrit eftir breska rithöfundinn Önnu Reynolds verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI Rokkað á rúmstokknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.