Fréttablaðið - 08.04.2005, Page 20

Fréttablaðið - 08.04.2005, Page 20
Haft hefur verið á orði að stjórnmálalíf Íslands hafi setiðeftir þegar menningar- og viðskiptalíf landsins tók undirsig stökk og komst í takt við þau gildi og lífsafstöðu sem ríkir víðast um hinn vestræna heim. Það er því ef til vill tímanna tákn að í sömu viku og KB banki freistar þess að taka yfir breska fjárfestingabankann Singer & Friedlander í milljarðaviðskiptum, Baugur keppir um bresku matvörukeðjuna Sommerfield og stúlknasveitin Nylon semur við einn þekktasta umboðsmann Evrópu, kynna íslenskir stjórn- málamenn tillögur sínar um hvernig hægt sé að hefta frjáls markaðsviðskipti hér á landi. Fyrst birtust á sviðinu fulltrúar einkavæðingarnefndar ríkis- stjórnarinnar undir formennsku Jóns Sveinssonar, einkaráð- gjafa Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, og lögðu fram áætlanir um hvernig selja skuli ríkisfyrirtækið Símann. Utan stjórnarheimilisins og hús- karla þess virðast fáir átta sig fyllilega á þessum plönum. Öll venjuleg viðskipti snúast um að fá sem hæst verð fyrir söluvöruna. En ekki í þessu tilfelli sem vekur upp þann óþægi- lega grun að einhverjum tilteknum aðilum sé ætlað að kaupa Símann á viðráðanlegu verði. Í gær var svo komið að fjölmiðlanefndinni að kynna sínar til- lögur um nýtt fjölmiðlafrumvarp í stað þess sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn máttu éta ofan í sig í fyrrasumar. Í þetta skiptið áttu allir stjórnmálaflokkar fulltrúa í nefndinni en ekki aðeins ríkisstjórnarflokkarnir tveir og þar myndaðist þverpólitísk samstaða um takmörkun eignarhalds á fjölmiðlum. Nú er spurt, af hverju í ósköpunum telja þessir ágætu stjórn- málamenn þörf á því að setja önnur lög um starfsumhverfi fjöl- miðla en ríkja nú þegar? Ekki verður betur séð en hér dafni fjöl- breytt fjölmiðlun sem aldrei fyrr og samkeppni ríki milli prent- og ljósvakamiðla landsins. Í raun verður ekki annað séð en að með tillögunum um hvern- ig eigi að standa að sölu Símans og þverpólitísku fjölmiðlafrum- varpi birtist ákveðinn draumur stjórnmálamanna um að stjórna þáttum okkar samfélags sem þeir eiga með réttu að halda sig víðs fjarri þegar fyrir liggja ágætlega skýrar leikreglur og lög. Þetta er leit að glötuðum tíma. Því fyrr sem stjórnmálamenn í öllum flokkum koma sér úr þessu hugarástandi því fyrr kom- ast þeir í takt við önnur svið íslensks samfélags. ■ LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Þessa dagana er eitt ár liðið síðan fyrsta fjölmiðlanefnd menntamála- ráðherra skilaði af sér skýrslu sem hún kallaði „Greinargerð nefndar um eignarhald á fjölmiðlum á Ís- landi“. Þessi skýrsla varð hins veg- ar ekki almenningi heyrinkunn fyrr en nokkru síðar, eða eftir að Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði hana fram í ríkisstjórn ásamt drög- um að frumvarpi um fjölmiðla þann 20. apríl 2004. Óþarft er að rekja það mikla fjaðrafok sem á eftir fylgdi, en óhætt er að segja að fá ef nokkur mál hafi valdið jafn miklum pólitískum og stjórnkerfislegum titringi í sögu lýðveldisins. Frum- varpið var á endanum samþykkt, en aðeins til þess að verða synjað stað- festingar hjá forseta lýðveldisins. Þar með hafði deilan um fjölmiðla- málið tryggt sér verðugt sæti í Íslandssögunni, það var tilefni þess að málskotsrétti forseta var beitt í fyrsta sinn. Það hljóta því að teljast talsverð tíðindi að aðeins nokkrum mánuð- um eftir þessi djúpstæðu átök skuli það tilkynnt að þverpólitísk sam- staða hafi myndast um þann laga- og regluramma sem búa á íslensk- um fjölmiðlum! Hvernig getur slíkt gerst? Var fyrri ágreiningur þá ekki jafn djúpstæður og menn töldu? Var allur sá titringur og allur sá kraftur og orka sem fór í fjölmiðlamálið í fyrra e.t.v. bara einhver misskiln- ingur? Svörin við þessum spurning- um tengjast með einhverjum hætti afstöðunni til lýðræðislegra vinnu- bragða og pólitískum kúltúr. Þau tengjast hinni gömlu klípuspurn- ingu lýðræðislegs stjórnarfyrir- komulags – hvort á að ráða meiru, skilvirkni í stjórnsýslu eða tímafrek lýðræðisleg málsmeðferð? Í að minnsta kosti tveimur Evr- ópulöndum hafa menn verið að setja reglur um eignarhald og starfsumhverfi fjölmiðla á umliðn- um misserum, samhliða því sem Ís- lendingar hafa verið að velta þessu fyrir sér. Í Noregi og á Ítalíu. Í Nor- egi er farin leið víðtæks samráðs og sátta. Tími var gefinn í allt fyrra- sumar til almennrar þjóðfélagsum- ræðu og ítarleg grein hefur verið gerð fyrir þróun málsins á hverju stigi og það formlega rökstutt hvers vegna tillit er tekið til athugasemda eða ekki tekið tillit til þeirra. Norð- menn hafa fórnað nokkru af skil- virkninni fyrir lýðræðið. Ítalir hins vegar, sem eftir ákveðnar kosninga- kerfisbreytingar á tíunda áratugn- um eru nú loksins komnir með möguleika á afgerandi meiri- hlutaræði í þinginu, hafa sveiflast á sveif með skilvirkninni og keyra mál gjarnan í gegn á forsendum ein- falds meirihlutaræðis.Fyrir vikið verður til vönduð löggjöf í Noregi á þessu sviði á meðan Ítalir þurfa að búa við stöðugan óróa heimafyrir og gagnrýni og beinskeyttar at- hugasemdir frá Evrópuráðinu og öðrum ábyrgum fjölþjóðlegum aðil- um. Endurskoða hefur þurft ítölsku lögin og spurning hvort skilvirknin er – þegar allt kemur til alls – eins mikil og menn héldu. Íslenska fjölmiðlanefndin hin síðari, sem skipuð var sl. haust, var nokkuð annars eðlis en sú sem áður starfaði. Núverandi nefnd hefur umtalsvert pólitískt umboð til að komast að niðurstöðu, enda sitja menn þar sem fulltrúar flokkanna. Það er því full ástæða til að ætla að niðurstöður þessarar nefndar verði raunverulega lagðar til grundvallar í framhaldinu og tillit tekið til þeirra málamiðlana sem þar koma fram. Enda vekur það athygli að nefndin telur nauðsynlegt að málið verði látið liggja í umræðunni í vor og fram á haust áður en farið sé út í að semja eða kynna lagafrumvarp. Slíkt væri í samræmi við allan málatilbúnaðinn og vinnubrögðin í tengslum við þessa nefnd – sem steig jú fram og áskildi sér þann tíma sem hún taldi þurfa til að ræða sig að niðurstöðu. Sú umræða hefur líklega orðið enn erfiðari fyrir þær sakir að allir aðilar þurftu að kyngja ýmsum stóryfirlýsingum, sem féllu í fyrri umferð málsins. En sveiflan í vinnubrögðum er augljós – frá ítölsku leiðinni yfir til þeirrar norsku. Skilvirkni er mikilvæg en oftast er lýðræðið enn mikilvægara. Íslendingar hafa svo sannarlega komist að því að kapp er best með forsjá, skilvirknin reyndist ekki mikil í lagsetningunni í fyrra. Nú standa menn frammi fyrir spennandi umræðu um niðurstöður og tillögur nýju fjölmiðlanefndar- innar. Það að þverpólitískt sam- komulag hafi náðst í nefndinni er vissulega gleðiefni. Hins vegar má ekki líta á slíkt samkomulag sem svo endanlegt að það frysti umræð- una og komi í veg fyrir breytingar og endurbætur. Þarna virðist margt sem þarf að skoða betur, s.s. eins og skilgreiningar á fjölmiðlamarkaði og mörkum milli einstakra fjöl- miðla, sem og það að hve miklu leyti þessar tillögur ganga lengra en ný- legur úrskurður Samkeppnisstofn- unar varðandi fjölmiðla og fjar- skiptafyrirtæki. Þá virðist lítið fjallað um þann mikilvæga hluta fjölmiðlaumhverfisins sem stað- bundnir fjölmiðlar eru. ■ 8. apríl 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL FRÁ DEGI TIL DAGS Í sömu viku og KB banki freistar þess að taka yfir breska fjárfestingabankann Singer & Friedlander í milljarðaviðskiptum og stúlknasveitin Nylon semur við einn þekktasta umboðsmann Evrópu, kynna íslenskir stjórnmálamenn tillögur sínar um hvernig hægt sé að hefta frjáls markaðsviðskipti. ,, Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Tilboð Glæný laxaflök 890,- kr/kg Yfirgangur Norðmanna Í Útvarpinu í gær lýsti Siv Friðleifs- dóttir yfirgangi Norðmanna vegna Svalbarða. Meðal þess sem hún hneykslaðist á var að Norðmenn létu eins og þeir ættu svæðið og sýndu það með því að bjóða erlendum gestum sínum út í eyjuna. Norð- menn hafa gert gott betur því í síðasta mánuði bárust fregnir af því að Telenor væri nú búið að koma upp þriðju kyn- slóð farsímakerfis á Sval- barða, tækni sem enn er ekki komin til Íslands. Þannig að ef hringt er í til Svalbarða er betra að hringja fyrst í 47 – landnúmer Noregs. Göng í sumarbústaðahverfi Lögreglan á Siglufirði hefur gert óformlega könnun á íbúafjölda þar í bæ á veturna. Með því að telja bíla og skoða umferðina hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að um fjögurhundr- uð færri búa á Siglufirði yfir vetrar- mánuðina en sumarmánuðina. Samkvæmt því eru íbúar allt árið ekki nema tæplega þúsund, en ekki rúmlega þrettánhundruð eins og þeir reiknast samkvæmt þjóð- skrá. Ef fjögurhundruð manns búa þarna bara yfir sumartím- ann er þetta væntanlega ein veglegasta óskráða sumarbú- staðabyggð sem finnst á landinu. Borgarstjóraafmæli í Hafnarhúsinu Steinunn Valdís Óskarsdóttir varð fertug í gær og hélt upp á það í Hafn- arhúsinu í gær ásamt vinum, ættingj- um og samstarfsfólki. Það er greini- lega einhver sátt um það meðal nú- verandi og fyrrverandi borgarstjóra að Hafnarhúsið sé góður staður til slíks fagnaðar, því síðasta gamlársdag not- aði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sama húsnæði til að halda upp á fimmtugs- afmælið sitt ásamt vinum, ættingjum og samstarfsfólki. Þó nokkuð var af borgarstarfsmönnum þá og ættu þeir því að vera orðnir öllum hnútum þaul- kunnugir í þessu menningarhúsi borg- arinnar. svanborg@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG VINNUBRÖGÐ Í FJÖL- MIÐLAMÁLI BIRGIR GUÐMUNDSSON Nú standa menn frammi fyrir spenn- andi umræðu um niðurstöð- ur og tillögur nýju fjölmiðla- nefndarinnar. Það að þverpólitískt samkomulag hafi náðst í nefndinni er vissulega gleðiefni. Hins vegar má ekki líta á slíkt samkomulag sem svo end- anlegt að það frysti umræð- una og komi í veg fyrir breytingar og endurbætur. ,, Ítalska leiðin kvödd? Stjórnmálaflokkarnir eru alvarlega úr takt við viðskipta- og menningarlíf landsins. Í leit að glötuðum tíma

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.