Fréttablaðið - 08.04.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 08.04.2005, Síða 70
Sænski leikstjórinn Lukas Moodysson er án efa einn athygl- isverðasti kvikmyndaleikstjóri samtímans. Nýjasta myndin hans, Ett Hål i mitt hjärta, hefur vakið milar deilur enda er hún óvenju gróf og opinská. Leikstjórinn seg- ist hafa ráðist í gerð hennar fullur af hatri og hann hlífir ekki áhorf- endum Myndin verður frumsýnd á IIFF 2005 kvikmyndahátíðini í kvöld að viðstöddum einum aðal- leikara hennar Björn Almroth sem svarar spurningum áhorf- enda að sýningu lokinni. Rapparinn Erpur Eyvindarson ræddi við leikstjórann eftir að hafa skoðað myndina og komst að því af eigin raun að Moodysson er kynlegur kvistur sem fer sínar eigin leiðir og svarar stundum út í hött. Hverjar eru þínar stærstu hetj- ur í kvikmyndabransanum og list- um almennt? „Marilyn Manson, Friends (sjónvarpsþættirnir) og Heiner Müller.“ Hvaða persónur hafa haft mest áhrif á þig? „The Cure.“ Hvað getur þú sagt mér um ís- lenskar bíómyndir? „Næstum því ekki neitt.“ En hvað geturðu sagt mér um þær bíómyndir sem hafa komið út á síðustu árum? „Tarnation eftir Jonathan Caouette.“ Gerðir þú þér nokkurn tíma í hugarlund að myndir þínar myndu fá alla þá athygli sem þær hafa fengið síðan þú sendir Fucking Amal frá þér? „Nei.“ En hvaða máli skipta þessar vinsældir þig? Því miður skipta þær mig miklu máli. Ég vildi að þær gerðu það ekki en þær gera það. Á hvaða hátt hefur velgengnin breytt venjulegum vinnudegi þinum? „Ég kæri mig ekki um að greina sjálfan mig en stundum óttast ég að ég sé of upptekinn af því hvað öðru fólki finnst um mig.“ Myndirnar þínar eru mjög fé- lagslegar og raunsæjar. Stundum sýnir þú hluti að því er virðist til að hreyfa við fólki og kalla á breytingar. Lilja 4-ever er gott dæmi um þetta. Gerir þú þetta meðvitað? „Hvað Lilja 4-ever varð- ar er svarið já en sú mynd er undantekning.“ Mér fannst Tillsammans alveg jafn falleg og mér fannst Lilja 4-ever hrikaleg. Í Tilsammans sýndir þú okkur alvöru fólk í umhverfi sem mörg okkar ólust upp í. Sumir segja að þú haf- ir verið að gagnrýna harðlega tvöfalt sið- gæði og hræsni heillar kynslóðar. Hvað varst þú í raun og veru að gera? „Að gagnrýna og hrósa á sama tíma.“ Ég hef les- ið viðtal við þig þ a r sem þú ert spurður um þau miklu áhrif sem Lilja 4-ever hafði á stefnu margra Evrópulanda í að- gerðum gegn mansali og skiluð sér í endurbótum á kerfinu. Þar svaraðir þú með því að segjast ekki gera myndir til að bæta kerf- ið, heldur rústa því. Þessi orð eru með þeim fallegri sem ég hef séð svo ég vona að ég fari rétt með en gætir þú útskýrt fyrir mér hvað þú meinar með þessu? „Það á ekki að þurfa að útskýra fallega hluti.“ Hvað fær þig til þess finnast þú hafa gert góða bíómynd? „Mér þykir það leitt en ég á engin svör. Ég er of þreyttur, of heimskur. Heilinn í mér er ekki starfandi.“ Er það ekki rétt eð bíóbransinn er mesti typptatotts-bissniss í heimi með tilliti til þess að þú þarft að vita nákvæmlega undir hvað þú þarft að beygja þig? „Jú, en ég beygi mig ekki. Þegar kemur að því að ég þurfi að gera það mun ég hætta að búa til bíómyndir.“ Varstu pönkari þegar þú varst yngri? „Þegar ég var krakki var ég mjög lítill og feiminn pönkari.“ Er nýja myndin þín pönk? „Já.“ Ett Hål i mitt hjärta virðist vera gerð eins og einhvers konar dogma mynd, er það rétt? Gerðu svo vel að útskýra hvernig hún var gerð. „Ekkert dogma. Hún var unnin mjög hratt, af miklum ákafa, mjög lítil. Við vorum aðeins níu í það heila að leikurum meðtöldum. Það var mikið um spuna, stundum yfirgaf ég herbergið og lét leikar- ana gera það sem þeir vildu. Ég fór út á meðan og fékk mér pizzu.“ Lilja 4-ever rak ákveðnum iðn- aði rækilegt kjaftshögg. Fólk hefur sagt að Ett Hål i mitt hjärta sé árás á klámiðnaðinn? „Ég er bæði að ráðast á og verja, svolítið eins og í Tillsammans, en ég held ekki að þessi mynd sé um klámiðnaðinn. Hún er um eitthvað allt annað en ég veit ekki hvað.“ Aðrir hafa bent á að myndin sé einungis árás á þrjá útúrdópaða bjána sem glíma við alvarleg per- sónuleg vandamál, fólk sem á engan hátt getur talist fulltrúar klámbransans? „Ég elska persónur myndar- innar. Þau eru engin fífl. Þetta eru yndislegar manneskjur. Þau standa engan veginn fyrir klám- iðnaðinn sem heild en það er stað- reynd að mikið af samtölunum í myndinni og því sem gerist í henni eiga sér stoðir í raun- veruleikanum. Sum atriðin voru nánast orð fyrir orð byggð á viðtölum sem við tókum við banda- rískar og sænskar klámstjörnur.“ Hvaða tilfinning dreif þig áfram við gerð myndarinnar? „Tilfinningin var hatur en það breytt- ist í ást. Þetta er mynd um ást. Ég hef því miður ekki betri svör í dag.“ ■ 30 8. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Ádeila sprottin af hatri „What if I’m wrong? I’ve got a condition. I get con- fused sometimes. What if I’ve imagined all this? What if I’ve finally turned into what they’ve always said I would turn into? A maniac. A psycho killer.“ - Mickey Rourke fer hamförum í hlutverki Marvs í Sin City en djöfulgangurinn í honum er slíkur að hann efast eðlilega um geðheilsu sína á köflum. bio@frettabladid.is Iceland International Film Festival 2005, ein glæsilegasta kvikmyndahátíð sem haldin hefur verið á Íslandi, hófst í gær með sýn- ingu myndarinnar Motorcycle Diaries. Þetta er ekta vegamynd sem greinir frá mótor- hjólaferðalagi sem Ernesto Guevara fór um Suður-Afríku 23 ára gamall, löngu áður en hann varð byltingaríkonið „Che“ og hægri hömd Fidels Castro. Myndirnar á hátíðinni koma frá öllum heimshornum og eru hver annarri áhugaverðari en þar sem þær eru tæplega 70 talsins verður það varla vinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að komast yfir að sjá öll ósköpin. Brasilíumaðurinn Walter Sal- les er leikstjóri Motorcycle Diaries. Hann er einn heitasti leikstjórinn í dag og það væri óðs manns æði að missa af þessari mynd hans. Sama má segja um nýjustu mynd snillingsins og sænska kvikmyndaskáldsins Lukas Moodysson, Ett Hal i mitt hjarta, en þessi fyrnasterka og áhrifaríka mynd er ein ruddalegasta samfélagsádeila sem hefur verið filmuð. Myndin er opinská, hrá og ljót og hlífir áhorfendum í engu en þeir sem leggja á sig að horfa á hana uppskera ríku- lega þar sem myndin ristir djúpt og skilur mikið eftir sig. Þetta er mynd sem fylgir manni eftir löngu eftir að sýningu lýkur. Þá hafa margir beðið nýjustu myndar Pedro Almódovars, La Mala Education, með mikill eftirvæntingu en hún kemur nú loksins í bíó á Íslandi. Hotel Rwanda er einnig í meira lagi athyglisverð sem og Downfall, sem fjall- ar um síðustu daga Hitlers og The Woodsm- an, þar sem Kevin Bacon leikur barnaníðing með miklum tilþrifum. Hér hefur aðeins ver- ið tæpt á broti af því sem enginn kvik- myndaunnandi með snefil af sjálfsviðingu má missa af en listinn heldur áfram út í hið óendanlega með til dæmis myndum á borð við Bomb the System, Darkness, Omagh og What the Bleep Do We Know? EKKI MISSA AF... ... Geoffrey Rush sýna stórleik í hlutverki Peters Sellers í mynd- inni The Life And Death of Peter Sellers. Rush hreinlega breytist í Sellers á köflum og bregð- ur sér einnig í hlutverk Sellers í þekktustu hlutverk- um sín- um og það má til dæmis vart milli sjá hvor er betri Dr. Strang- elove Sellers eða Rush. Annar eins stórleikur hefur ekki sést í háa herrans tíð. Þá stelur Charlize Theron senunni með sænskum hreim í hlutverki Britt Ekland og er öllu snoppufríðari en hún var í Monster. Þriggja vikna skyldugláp 899 kr m vsk M ANNLÍF Apríl 2005 4. tbl. 22. árg . 899 kr. m.vsk. ROKKKÓNGUR Á TÍMAMÓTUM Rúnar Júlíusson stendur á sextugu. Rokkhjónin María Baldursdóttir og Rúnar tala um ástina sem enst hefur í gegnum öll villtu bítlaárin. SÉRBLAÐ UM BÍLA SKAPR ÍK I SKÓLAME I S TAR INN NÆRMYND AF ÓL ÍNU ÞORVARÐA RDÓTTUR RÁÐSETTUR Í UPPREISN Mikael Torfason, ritst jóri DV, ræðir um ofbeldishót anir og hafnar snobbi SVILKONAN GAF BAR NLAUSUM EGG . . 5 19: :30 3 200 29 1 1 VERTU UPPLÝSTUR M ANNLÍF BÍLABLAÐ VOR 2005 BÍLAR VOR 2005 Ml bílafors 0405.indd 1 Sérblað um bíla fylgir með Nærmynd af Ólínu Þorvarðar- dóttur Ritstjóri DV og lífláts- hótanirnar HELOSAN RAKAKREM fyrir alla fjölskylduna Mýkjandi og rakagefandi LUKAS MOODYSSON „Tilfinningin var hatur en það breyttist í ást. Þetta er mynd um ást.“ BJORN ALMROTH Verður viðstaddur frumsýninguna og ræðir við gesti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.