Fréttablaðið - 25.05.2005, Síða 19

Fréttablaðið - 25.05.2005, Síða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 25. maí, 145. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.41 13.25 23.10 AKUREYRI 3.00 13.09 23.22 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir varð dúx á stúdentsprófinu frá Flensborg. Við útskriftarathöfnina sallaði hún á sig verðlaunum fyrir námsárangur í tungumálum og spilaði auk þess á básúnu í sprellhljómsveit skólans. „Ég fékk nú ekkert fullt af tíum,“ segir Sigrún Kristbjörg aðspurð og gefur ekki meira upp um það mál. Spurð út í verðlaun- in segir hún hógvær. „Jú, eitthvað fékk ég af þeim,“ en getur ekki talið þau upp fyrr en að rannsökuðu máli. Hún hefur heldur ekki haft fyrir því að reikna út meðalein- kunnina sína og segir það hafa komið sér verulega á óvart þegar hún varð dúx. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ segir hún. Tungumálin eru hennar eftirlætisfög enda fékk hún verðlaun fyrir íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku. „Ef maður hefur áhuga á einhverju er maður miklu viljugri að leggja eitthvað á sig. Það er líka svo gaman að læra eitthvað sem maður getur notað og þannig eru tungumálin.“ Sigrún Kristbjörg verður tvítug í sept- ember og þótt hún væri fjögur ár í fram- haldsskólanum lauk hún námsefninu á þremur og hálfu. Eina önn var hún í Þýska- landi en fékk hana ekki metna hér. Svo stundar hún nám í básúnuleik líka og kveðst hafa verið í hópi tónlistarnema sem séð hafi um söngkeppnina í Flensborg. „Þegar eitthvað hefur verið um að vera höf- um við oft staðið fyrir einhverju sprelli,“ segir Sigrún Kristbjörg, sem hyggst taka frí frá bóknámi næsta vetur og einbeita sér að básúnunni, auk þess að vinna eitthvað með. Greinilegt er að líf hennar mun snúast mikið um tónlist á næstunni því í sumar ætlar hún að starfa með tónlistarhópi á veg- um Hafnarfjarðarbæjar og fram undan er ferð með Bigbandi Tónlistarskólans til Sví- þjóðar. Fyrst verða reyndar Bigbandstón- leikar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þeir eru á dagskrá næsta þriðjudagskvöld. ■ Einbeitir sér að tónlistinni í sumar nam@frettabladid.is Innritun í framhaldsskóla verður rafræn þetta vorið og væntanlega til framtíðar. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að nemendur sem nú eru að útskrif- ast úr grunnskólum geti sótt um á netinu. 10. bekkingar hafa fengið sent bréf þar sem fyrir- komulagið er útlistað en innritun á vefnum stendur til 14. júní. Viðskiptaháskólinn á Bifröst undirritaði um síðustu helgi samning við Háskólann í Shanghai og er það einn viða- mesti samn- ingur sem íslenskur háskóli hef- ur gert við háskóla í Asíu. Samn- ingurinn er um víðtækt samstarf skólanna tveggja varðandi kennslu, rannsóknir og ráðstefnuhald auk þess sem Bifröst og Shanghai-háskóli munu skiptast á kennurum. Gert er ráð fyrir að næsta vor verði 15 nemendur frá Bifröst í Shanghai og að tugir kínverskra nemenda muni nema á Bifröst næstu misseri og ár. Alþjóðleg ráðstefna um hugbúnaðarþróun verður haldin 30. og 31. maí í Háskóla Ís- lands. Þann 27. maí og 1. júní verða haldin fjögur stutt námskeið í tengslum við ráðstefnuna. Markmið ráðstefn- unnar er að afla nýrrar þekk- ingar og deila reynslu af hug- búnaðarþró- un. Meðal umfjöllunar- efnis verður áhættustjórn- un, hugbún- aðarferli, nyt- semi hug- búnaðar, gæðastjórn- un og kvikar (e. agile) að- ferðir við hugbúnaðarþróun. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum hi.is. „Ef maður hefur áhuga fyrir einhverju er maður miklu viljugri að leggja eitthvað á sig,“ segir Sigrún Kristbjörg sem hér situr með verðlaunin sín. LIGGUR Í LOFTINU í námi FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Það er auðvelt að fá mömmu til að hlæja. Ég byrja bara og þá fer hún strax að herma eftir mér! Einkaflugmaður tekinn með hraði BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Krakkar fá innsýn í sveitalífið BÖRNUM ER BOÐIÐ UPP Á REIÐNÁMSKEIÐ OG SVEITADVÖL Í SKAGAFIRÐI. Boðið er upp á á sveitadvöl og reiðnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8 til 14 ára á bænum Flugumýri í Skagafirði þar sem rekið er hrossa- ræktarbú og hestatengd ferðaþjónusta. Boðið er upp á vikudvöl í sveitinni þar sem börnum gefst kostur á að taka þátt í daglegu lífi á búinu og fá leiðsögn í umgengni og reið- mennsku við hæfi hvers og eins. Dvölin er frá mánudagsmorgni til sunnudagseftirmiðdags vikulega í júní, það fyrsta hefst mánudaginn 6. júni. Dvölin er hugsuð sem heimsókn á sveitabæ þar sem krakkar fá innsýn í sveitalíf- ið og náttúruna á staðnum meðfram reiðkennslunni. Á bænum eru einnig kindur og kýr, sem áhugavert er að skoða og kynnast. Einnig verður farið í sund í Varmahlíð auk þess sem krakkarnir fá tæki- færi til að skoða sig um í Skagafirði og skoða áhugaverða staði þar eins og Hóla í Hjaltadal og Vesturfarasetrið á Hofsósi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.