Fréttablaðið - 25.05.2005, Síða 34

Fréttablaðið - 25.05.2005, Síða 34
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Hinar svokölluðu dagbókarkannanir, þar sem fólk er beðið um að skrá niður alla fjölmiðla- notkun yfir ákveðinn tíma, heyra að öllum lík- indum brátt sögunni til. Gallup á Íslandi er að prófa nýja rafræna tækni sem mælir sjálfkrafa alla notkun á ljósvakamiðlum. Sú tækni býður upp á mun fullkomnari mælingar þar sem niður- stöður munu liggja fyrir daginn eftir. Vonir standa til að taka þessa nýju tækni í notkun seint á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Þetta er í raun bylting í mælingum á fjölmiðlanotkun á Íslandi og mun gjörbreyta auglýsingamarkaðn- um. Miklir hagsmunir eru í húfi og ljóst að stig- ið verður varlega til jarðar áður en tæknin verð- ur innleidd að fullu. Um er að ræða lófastórt tæki sem fólk ber á sér hvert sem það fer. Sjónvarps- og útvarps- stöðvar munu senda út merki sem aðeins tækið nemur. Það skráir hvaða fjölmiðil viðkomandi einstaklingur hlustar á yfir daginn og vistar upplýsingarnar í minni. Skiptir þá engu máli hvar merkisins verður vart: við morgunverðar- borðið, í bílnum, á bið- stofunni, í vinnunni eða á kránni. Áður en lagst er til hvílu er tækið sett í hleðslutæki sem sendir upplýsingarnar í gegnum netið til Gallup. Þar er upplýsingum frá mörgum ein- staklingum safnað saman og unnið frekar úr þeim. Daginn eftir verður hægt að fá nákvæm- ar upplýsingar um hverjir voru að horfa á hvað daginn áður. Ásmundur Þórðarsson, rannsóknastjóri hjá Auglýsingamiðlun, segir þetta gefa áreiðanlegri upplýsingar en þar sem fólk er sjálft beðið um að skrá niður hvað það horfir á eða hlustar. Fjöl- breytt fjölmiðlaflóra geri það að verkum að fólk skipti oft um stöðvar hvort sem það er heima í stofu eða í bílnum. Einnig sé fólk ómeðvitað um hvaða stöð það hlustaði á yfir daginn eða gleym- ir því. Tækið nemi líka áreiti auglýsinga og hvort fólk forðist þær sérstaklega. Nú séu líka mörg sjónvarpstæki á heimilum og sjónvarps- gláp ekki eins mikil hópathöfn og áður. ELÍSABET HELGADÓTTIR MEÐ TÆKIÐ Í VASANUM Þátttakendur í fjölmiðlakönnunum munu ekki þurfa að skrá sjálfir hvaða fjölmiðla þeir hlusta á yfir daginn. Tækið nemur merki í útsending- unni og skráir sjálfkrafa fjölmiðlanotkun viðkom- andi einstaklings og eru upplýsingarnar svo sendar að kvöldi til Gallup í gegnum netið. Fullkomnari mælitæki Mælir óháð staðsetningu – Fólk gengur með tækið á sér og nemur mælitækið áreiti fjölmiðla utan heimilis jafnt sem inni á heimilum. Áreiðanleiki eykst – Ekki er treyst á skráningu þátttakenda eða gerð sú krafa að þeir séu meðvitaðir um á hvað þeir séu að hlusta eða horfa. Mælir alla fjölmiðla – Mælitækið nemur hljóð og því er mögulegt að fylgjast með notkun allra fjölmiðla svo lengi sem þeir senda út skil- greint merki. Mælir óháð dreifingu – Mælitækið nemur hljóð hvort sem útsending fjölmiðils er stafræn eða hliðræn, send út í gegnum kapal eða í lofti. Upptökur mældar líka – Þrátt fyrir að efni sé tekið upp og geymt á stafrænu formi eða segulböndum nemur tækið áhorf þegar að því verður. Einföld aðferð – Notkun tækisins er einföld, tiltölulega ódýr og ekki þarf endilega tæknimann til að setja upp búnaðinn á heimilum fólks. ▲ Rafrænar mælingar prófaðar „Við erum að prófa þennan búnað núna. Draumurinn er að byrja að nota mælitækið í lok ársins eða byrjun næsta árs,“ segir Hafsteinn Már Einarsson, forstöðumaður Gallup á Íslandi og stjórnandi rann- sókna á auglýsingamarkaðnum, um nýtt tæki sem mælir sjálfkrafa áhorf og hlustun á fjölmiðla. Nú þegar er verið að prófa rafrænar mælingar hér á landi og hefur starfsfólk IMG Gallup gengið með sérstök tæki til þess á sér. Einnig hafa forsvarsmenn sjónvarps- stöðva fengið búnaðinn til prófunar. Byrjað er að senda merki, sem segir tækinu á hvaða stöð er hlustað eða horft, á öllum íslensku sjón- varpsstöðvunum og völdum út- varpsstöðvum. Hafsteinn segir nú reynt að kom- ast fyrir alla hugsanlega erfiðleika sem geta komið upp við rafrænar mælingar á sjónvarps- og útvarps- notkun. Sem dæmi þurfi að huga að nettengingum allra þátttakenda því mælitækið sendir upplýsingar í starfstöð Gallup á hverri nóttu. Þar er unnið úr þeim frekar. Hann segir nettengingar fólks mismunandi og að því þurfi að hyggja. „Núna er framundan enn víð- tækari prófun á búnaðinum með þátttöku almennings. Jafnframt þarf að semja við sjónvarpsstöðv- arnar Skjá einn, 365-ljósvakamiðla og Ríkisútvarpið, um hvort taka eigi upp þessa nýju mælitækni og hvað eigi að greiða fyrir það,“ segir Hafsteinn. Verið sé að gera ítarlega prófanir á þessari tækni á Bret- landseyjum. Meðal annars sé verið að athuga næmi tækisins við fjöl- breyttar aðstæður. Nákvæmni þess megi ekki vera það mikil að það skynji hlustun þegar hávaðinn yfir- gnæfi í raun hljóðið í viðtækinu, t.d. á börum eða á hárgreiðslustofum. Hafsteinn segir allt benda til þess að þetta verði fljótlega að raunveruleika í Bretlandi. Tæknin fari eins og eldur í sinu um alla Evr- ópu þessar vikurnar. Þó vilji flestir stíga varlega til jarðar því að gríð- arlega miklir fjárhagslegir hags- munir séu í húfi. Verði þessi tækni tekin upp hér á landi bendir Hafsteinn á að Íslend- ingar stökkvi yfir eitt tæknistig, sem felst í sérstökum boxum sem áhorfandinn tilkynnir hvað horft sé á í sjónvarpi. Þessi tækni sé sjálf- virk og nákvæmari því með henni sé hægt að mæla fjölmiðlanotkun á fjölbreyttari hátt en áður. Það sé nauðsynlegt þar sem fjölmiðlanotk- un hafi breyst mikið og fólk komist í tæri við fjölmiðla víðar en heima í stofu. Hver fjölskyldumeðlimur hafi jafnvel sitt eigið viðtæki á heimilinu. HAFSTEINN MÁR EINARSSON Fram undan er að prófa rafrænar mælingar á fjölmiðlanotkun almennings. Mælir sjálfvirkt notkun fjölmiðla Í náinni framtíð mun rafrænn mælir skrá alla hlustun og áhorf á ljósvakamiðla á Íslandi. Verði þetta að veruleika mun það leiða til byltingar í mælingum á fjölmiðlanotkun. Tæknin breiðist um Evrópu eins og eldur í sinu. Björgvin Guðmundsson útskýrir hvað felst í þessari nýju tækni. Fr ét ta bl að ið /S te fá n

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.